Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Síða 8
118
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
skotið honum og fjelögum hans skelk í bringu,
og þeir hefðu því hætt við ráðabrugg sitt.
En alt í einu veitti jeg því eftirtekt að eitt-
hvað var á ferli hinumegin við fljótið. Gat
jeg eigi betur sjeð, en að þar væru margir
ríðandi menn á ferð. Innan skammrar stundar
sá jeg að svo var. — Eigi gat jeg sjeð, hve^
margir þeir voru, en flokkur þessi var allstór.
Nániu þeir staðar á að giska hálfa euska mílu
frá borgarhliðinu í Mains. Rví næst stigu þeir
af baki og var farið með hestana til baka,
sömu leið og þeir höfðu komið úr. — Róttist
jeg þegar vita að hjer væri Ulrik á ferð og
hefði eitthvað í hyggju gagnvart Gústafskastala.
— Ró jeg gæti eigi greint hve margir þeir
voru, þóttist jeg þess fullviss að liðsafn þetta
væri eigi færra en 100 manns.
Jeg kallaði nú á hinn næsta af hermönnum
þeim, er á verði stóðu, og benti honum yfir
um fljótið þangað, sem hinn grunsamlegi hóp-
ur var saman kominn.
»Sjer þú nokkuð athugavert?* spurði jeg.
Hann horfði yfir um og þagði um hríð.
»Jeg sje aðeins hermannaflokk; það glampar
á vopnin í tunglsljósinu.
»Hvað heldur þú að það boði?«
»Konungur mun hafa sent hermannaflokk
éitthvað, og nú munu þeir vera á heimleið, en
ætla að hvíla sig þarna.«
»Álítur þú að sænsk hersveit muni fara að
hvíla sig rjett fyrir utan borgarmúrana f Mains?
— Rar sem konungur þeirra og landsmenn
halda til!«
»Satt er það, að það er eigi líklegt.«
»En ef svo er eigi, þá hlytu það að vera
óvinir,« mælti jeg.
Vörðurinn horfði um stund yfir um áður
en hann svaraði mjer.
»Ef til vill,« sagði hann því næst. »En
jeg get eigi skilið, að óvina hersveit skuii voga
sjer svo nærri öruggasta vígi Svíakonungs. —
Og hvaða erindi geta þeir átt?«
»Eitthvert það, er þeim virðist brýn nauð-
syn fyrst þeir leggja svo mikið i hættu.«
»Hvað getur það verið?«
»Það munu næstu klukkustundir fræða okk-
ur um,« svaraði jeg. — »Eu jeg álít að erindi
þeirra sje eitthvað í sambandi við Gústafs-
kastala.*
»En þeir eru hinsvegar við fIjótið.«
»Rjett er það.«
»Okkur virðist því eigi stafa hætta af þeini.»
»Bíðum og sjáum hvað setur.«
Rað leið heldur eigi á löngu fyr en okkur
var augljós fyrirætlun þeirra. Fjöldi báta
lagði frá landinu hinu megin og stigu allir
mennirnir um borð. Bátarnir stefndu yfir um
til okkar.
»Við verðum að gera Hall flokksforingja
aðvart,« mælti varðniaðurinn.
• Rað er ekki hægt,« svaraði jeg. — »Hann
mun nú fyrir alllöngu lagstur undir drykkju-
borðið og sofnaður. Á hann megum við ekki
treysta. Við verðum sjálfir að bjarga okkur.«
»Nú já, er því þannig varið?« svaraði vörð-
urinn. — »Hm!«
»Jeg álít ráðlégast,« mælti jeg, »að þú fáir
þjer bát og róir yfir um til borgarinnar til að
leifa hjálpar. En við skulum samt bíða litla
stund og sjá hvernig óvinirnir ætla að haga
gerðum sínum.«
»En jeg get eigi skilið hvað þeir ætla að
gera hjer.«
»Hertaka Gústafskastala!«
»Ómögulegt!« hrópaði vörðurinn undrandi.
— Pað nær engri átt!«
»Svo mun þó vera.«
»Hertaka kastalann. — Hvað ættu þeir svo
sem að gera með hann?«
»Hafa hann á sínu va!di!«
»En konungur niun óðara taka hann af þeiin
aftur.«
»Eigi er það víst.«
• Einmitt það!« sagði vörðurinn háðslega, —
»Satt að segja held jeg, að þú sjert ekki með
fullu ráði í kvöld. Heldur þú, að Gústaf Að-
ólf Svíakonungur mundi láta kastalann vera á
þeirra valdi, án þess að gera tilraun til að taka
haun aftur?«