Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Síða 12
122
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Vitfirringurinn frá St. James.
Eftir Philip Galen.
Fjórtándi kapítuli.
Ráðagerðir.
Dag þennan fjekk jeg aðeins tækifæri í
fimm mínútur til að tala við undirgreifann frá
Dunsdale. Var það, þegar hann var á gangi
niður í garðinum, í hinum fyrirskipaða dag-
lega tíma. Hina hluta dagsins varð hann að
halda síg í herbergi sínu, því forstjórinn hafði
sett hann f stofufangelsi.
Ressa stuttu stund, sem við gátúm talað
saman, mintist Sidney ekki einu orði á sinn
eigin hag, en ræddi aðallega um klípu þá, er
Chappert væri kominn í. Hann bað mig að
reyna að gera eitthvað fyrir hann. Og fjekk
mjer 10 sterlingspunda-seðil.
Svo fljótt sem mjer var unt hitti jeg Chapp-
ert. — Hann var hnugginn mjög, því forstjór-
inn hafði e'gi aðeins ávítað hann hatðlega,
heldur einnig sagt honum, að hann mundi
verða rekinn úr vistinni.
»Chappert«, mælti jeg, »þú hefir gert Mr.
S dney í nótt ómetanlegan greiða. Ress gjald-
ið þjer nú.«
»Pað geri jeg sannarlega. — Hvernig kom
honum til hugar að fara út úr herberginu. —
Jeg hefi orðið að líða mikið fyrir góðvilja
minn í hans garð,«
»Satt ér það, og honum fellur það mjög illa
að hafa orðið þess valdandi.«
»Jeg vil ekki að hann beri þungar áhyggjur
þess vegna. — Mjer þykir vænt um hann, og
vildi gjarnan gera meira fyrir hann, ef jeg væri
þess megnugur.*
»Ress æskir hann ekki, en hann sendi mig
til yðar, og vonar að þjer nefnið þetta ekki
við neinn,«
»Hann getur verið öruggur fyrir því. — Jeg
er engin kjaftakerling.«
»Pað er ágætt. Sidney sendi yður þetta
smáræði og þakklæti sitt,« sagði jeg og rjetti
honum 10 punda seðil.
»Nei, herra minn. — Haldið þjer að jeg taki
10 sterlingspund fyrir ekki neitt. — Jeg gerði
þetta ekki í gróðaskyni.«
»Vel mælt,« mælti jeg og Ijet seðilinn aftur
í vasann. »En jeg hefi einnig annað að bjóða
yður, sem jeg vona að þjer neitið eigi að veita
viðtöku. Rjer eigið konu og þrjú börn.«
»Já.«
»Rað er því óbætanlegur skaði fyriryður, ef
þjer missið atvinnuna?«
»Jeg er nú í raun og veru alls ekki hræddur
um að verða rekinn úr vistinni. Forstjórinn
rekur eigi mann, sem hann getur notað, fyrir
svona smáræði. — Og ef hann gerir það, —
þá er jeg nærri því ánægður með að fara
hjeðan.«
»Jæja, — en ef svo skyldi samt fara, að
þjer mistuð stöðuna og eigi hefðuð aðra, sem
þjer æsktuð eftir að fá, — þá er jeg hjer með
brjef til málafærslumanns í London, sem tekur
á móti yður samstundis, og lætur yður vita
hvað þjer skuluð gera. Einnig getur verið, að
ýmislegt verði orðið á annan veg um þær
mundir, og þá getið þjer efalaust fengið ágæta
stöðu á ágætum stað.«
»Hvaða breytingar eigið þjer við, herra minn?
— Er það eitthvað viðvíkjandi, »Vitfirringnum
frá St. James'?«
»Rjer megið ekki spyrja mig, því jeg hefi
eigi leyfi til að svara þeirri spurningu.*
»Jæja, herra minn, en jeg verð þá að geta
mjer til svarið. En þjer leyfið mjer þó að