Fréttatíminn - 02.08.2013, Blaðsíða 32
Helgin 2.-4. ágúst 201332 tíska
Tíska Ullarpeysa, göngUskór og sUndföT í úTilegUna
Tékklistinn fyrir
verslunarmannahelgina
V erslunarmannahelgin er að ganga í garð og all margir leggja af stað í ferðalag. Þjóðhátíð í Eyjum verður fjölmennust að vanda en vinsældir Mýrarboltans á Ísafirði halda
áfram að aukast og stefnir í næst fjölmennustu há
tíðina. Önnur hátíðarhöld eru til dæmis Ein með öllu
á Akureyri, Neistaflug á Neskaupsstað, Sæludagar
í Vatnaskógi, Síldarævintýri á Siglufirði og ekki má
gleyma innipúkunum sem halda upp á helgina á mal
bikinu í Reykjavík.
Fyrir þá sem eru á leið í útilegu er mikilvægt að
klæða sig eftir veðri, sérstaklega þegar kólna fer á
kvöldin. Vinsældir íslensku ullarpeysunnar eru svo
miklar að flokka má hana undir tískuvöru, sem eru
góðar fréttir fyrir útilegufólkið sem þarf á henni að
halda til að halda á sér hita en hefur ekkert á móti því
að vera smart í leiðinni. Fyrir þá sem þola illa ullina
er gott að vita að allskyns hlýjar munstraðar prjóna
peysur, eru að koma sterkt inn í sumar, kannski vegna
þess hversu lítið sólin hefur látið sjá sig. Það má jafn
vel segja að þetta sé okkar útgáfa af kimono tískunni,
sniðið er svipað, munstur eru áberandi, eini munurinn
er efnið, prjón í stað silkis. En aftur að ullinni, mikil
vægt er að taka með sér ullarsokka eða hlýja göngu
sokka, húfur, vettlingar og treflar geta líka gert gæfu
muninn. Góðir vatnsheldir skór eru annað lykilatriði,
gönguskór hafa þar oftast vinninginn en stígvél og
gúmmítúttur geta líka komið sér mjög vel ef það rign
ir. Talandi um rigningu þá er alltaf öruggast að pakka
regnjakka eða öðrum vatnsheldum jakka, því maður
veit aldrei með veðrið hér heima. Regnbuxur eða
aðrar útivistabuxur koma þá einnig að góðum notum.
Ef mjög kalt er í veðri er um að gera að skella sér í
föðurlandið undir allan pakkann. Eftir kaldar nætur í
útilegunni er fátt betra en að fara í sund, því má ekki
gleyma að pakka sundfötunum. Ef heppnin er með
okkur verður sól og blíða og þá eru stuttbuxur og
strigaskór málið. Einnig má nefna að litríkar legg
ins, köflóttar skirtur og fleira úr sumartískunni er
einnig áberandi á tjaldsvæðunum. Til að lífga upp á
útlitið má svo tína blóm og búa til blómakrans í hárið.
Fléttur eru ekki bara mjög svo í tísku í sumar heldur
einnig góð leið til að halda hárinu í skefjum í útileg
unni, eða fela hvað hárið er skítugt ef sturta er hvergi
sjáanleg. Síðast en ekki síst er að muna eftir sólar
vörninni, því sólbrunnin húð er aldrei í tísku.
Sigrún Ásgeirsdóttir
sigrun@frettatiminn.is
Tékklistinn
Hlý peysa eða tvær
Regnföt
Góðir skór
Föðurland
Hlýir sokkar
Húfur og vettlingar
Sundföt
Stuttbuxur
Sólarvörn
Kelly Osbourne og Luke Worrall
á Glastonbury hátíðinni.
Myndir/NordicPhotos/Getty
Leikkonan
Dawn
Olivieri.
Dermatude Meta-Therapy
Ný byltingarkennd
meðferð sem vinnur gegn
öldrunarmerkjum húðar.
Skilvirkasta
endurnýjunarferli
húðarinnar með
Dermatude
Meta-Therapy
Sjá Dermatude snyrtistofur www.dermatude.is
Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is
OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,
Lokað á laugardögum
í sumar
KRÓKABUXURNAR
STÓRVINSÆLU
Nýkomnar aftur,
fást S,M,L,XL,2XL
á kr. 5.990,-
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Útsalan er hafin
Flottur fatnaður
á frábæru verði.
30% afsláttur
Gerið góð kaup
Athugið breyttan opnunartíma á morgun,
laugardag 3. ágúst: opið 10 - 14.
náttúruleg fegurð
w
w
w
.gengurvel.is
Náttúrulegt
naglalakk
á góðu verði
kr.1421
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Flott föt fyrir flottar konur
st. 38 – 58
Núna færð
þú 50% viðbó
tar-afslátt
af öllum út
söluvörum
LOKA – ÚTSÖLULOK