Fréttatíminn - 02.08.2013, Blaðsíða 30
30 heilsa Helgin 2.-4. ágúst 2013
Streita einn helSti heilSuvandi SamtímanS
Þaraböð við Gróttu
Boðið verður upp á heit þaraböð í fjörunni
við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunar-
mannahelgina. Þaraböðin eru á vegum Slíjm sf.
og bera nafnið slíjmböð og er verkefnið styrkt
af Hönnunarsjóði Auroru og unnið í samstarfi
við Seltjarnarnesbæ og Ísleif Jónsson ehf. Í
böðin er notaður þari, heitt vatn og sjór. Með
böðunum vill Slíjm ýta undir nýtingu þeirra
auðæfa sem finna má í náttúrunni og segir í til-
kynningu að þarinn leiki um holdið, næri bæði
andann og hverja frumu og sé stútfullur af
kraftaverkasöltum og slímugum steinefnum.
Baðstundir þarf að panta með því að senda
póst á netfangið fax@miskates.re og verða á
sunnudag og mánudag klukkan 11.00, 12.30,
14.00, 15.30, 21.00 og 22.30. Nánari upp-
lýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Slíjm.
-dhe
S tress er eitt stærsta heilsufarsvandamál nútímasamfélags og
það mælist með háa fylgni við
marga hættulega sjúkdóma og
kvilla eins og til dæmis hjarta-
sjúkdóma og vitglöp. Stress
virðist vera órjúfanlegur þáttur í
lífsmynstri vestræns samfélags
og við þurfum að læra að lifa
með því. Hins vegar er mikil-
vægt að vita að því meira sem
fólk slakar því meiri líkur eru
á betri heilsu. Hér eru nokkrar
ástæður fyrir því að við ættum
að slaka á sem oftast.
Það er lífsnauð-
synlegt að slaka á!
Við upplifum flestöll streitu í okkar daglegu lífi og mikilvægt
er að slaka sem oftast á til þess að auka vellíðan og minnka
áhættuna á sjúkdómum, pestum og ýmsum öðrum sjúkdómum.
Mikilvægt er líka að slaka á til þess að taka betri ákvarðanir og
bæta kynlífið.
1. Slökun er góð fyrir hjartað.
Streita eykur hættuna á háum blóð-
þrýsingi, hjartaáföllum og öðrum
hjartasjúkdómum.
2. Slökun minnkar líkurnar á því
að smitast af kvefpestum.
Niðurstöður rannsókna benda til þess
að þeir sem eru undir sífelldri streitu í
meira en mánuð eru tvöfalt líklegri til
að smitast af pest.
3. Slökun bætir minnið.
Niðurstöður rannsókna benda til
þess að krónísk streita auki myndun
próteina í heilanum sem tengjast
Alzheimer sjúkdómnum.
4. Slökun minnkar líkurnar á
heilablóðfalli.
Þeir sem ná tökum á streitunni í
daglegu lífi eru í minni hættu á að
fá heilablóðfall. Niðurstöður rann-
sóknar frá 2011 sýndu fram á að 10%
heilablóðfalla megi rekja til andlegrar
streitu.
5. Slökun minnkar líkurnar á
þunglyndi
Langvarandi áhrif stresshorm-
ónsins cortisol getur minnkað magn
serotóníns og dópamíns sem tengist
þunglyndi. Streita er einnig líkleg til
þess að auka geðræn vandamál hjá
þeim sem hafa sögu af þunglyndi eða
öðrum geðsjúkdómum.
6. Slökun hjálpar þér að taka
betri ákvarðanir
Þeir sem upplifa mikla streitu hugsa
ekki alltaf mjög skýrt. Streita hefur
áhrif á það hvernig við metum áhættu
og hefur áhrif á dómgreind okkar
þegar við tökum mikilvægar ákvarð-
anir. Fólk undir mikilli streitu einblínir
um of á jákvæða hluti og gleymir
að taka til greina þær neikvæðar
afleiðingar sem ákvarðanir geta falið
í sér.
7. Slökun heldur þér í réttri þyngd
Fólk sem upplifir mikla streitu er
líklegra til að sækja í fituríkt og
kolefnaríkt fæði.
8. Slökun hefur góð áhrif á kynlífið
Ein helsta ástæða þess að konur
missa áhuga á kynlífi er mikil streita.
Nefkvef, hnerri og
kláði í nefi
eru helstu einkenni frjókornaofnæmis
Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum
hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis-
vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með
áframhaldandi notkun.
Sinose er þrívirk blanda
sem hreinsar, róar og ver.
Hentar einnig þeim sem
þjást af stífluðu nefi og
nef- og kinnholubólgum.
Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu
og meðan á brjóstagjöf stendur.
Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni.
Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Náttúrulegi
nefúðinn sem
sló í gegn
sumarið
2012 Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
P
R
EN
TU
N
.IS / w
w
w
.g
e
n
g
u
rve
l.is
Inniheldur hinn öfluga
DDS1 ASÍDÓFÍLUS!
2 hylki á morgnana geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna
hefjast 12. og 13 .ágúst
Ný námskeið
N
ý
ná
m
sk
ei
ð
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Kvennaleikfimi
Mán., mið. og föst. kl. 16:30 (3x í viku).
Verð kr. 15.900 fyrir fjórar vikur.
(í áskrift kr. 13.900 á mán., 3ja mán. uppsagnarfrestur)
Þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku).
Verð kr. 13.900 fyrir fjórar vikur (í áskrift kr. 11.900 á mán.,
3ja mán. uppsagnarfrestur).
Morgunþrek
Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 (3x í viku).
Verð kr. 15.900,- (13.900 í áskrift, 3ja mánaða binditími).
Zumba og Zumba toning
Þri. og fim. kl. 16:30.
Verð kr. 13.900 eða 11.900 í áskrift (3 mán binditími).
Yoga
Þri. og fim. kl. 12:00.
Verð kr. 13.900,-
Leikfimi
Mán. og mið. kl. 11:00.
Mán. og mið. kl. 15:00.
Verð kr. 9.900
Zumba Gold 60+
Fyrir 60 ára og eldri
sem hafa gaman af að dansa.
Þri. og fim. kl. 11:00.
Verð kr. 9.900,-
60 ára og eldri: