Fréttatíminn - 02.08.2013, Blaðsíða 40
40 bíó Helgin 2.-4. ágúst 2013
Þetta var
eins með
Drive
og nú er
fólk bara
búið að
gleyma
því að
það
hataðist
við hana.
Frumsýnd Only GOd FOrGives
G óð vinátta tókst með þeim Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling þegar þeir gerðu Drive og Winding
Refn fékk Gosling því aftur til liðs við sig í
Only God Forgives. Danski leikstjórinn var
búinn að vera með Only God Forgives lengi
í höfðinu og ætlaði sér upphaflega að gera
hana áður en hann gerði Drive. Eftir að hann
kynntist Gosling kom ekki annað til greina
en að fá Gosling til þess að leika aðalhlut-
verkið. Gosling er sem fyrr fámall og segir
ekki nema fimmtán setningar í myndinni
sem er ofbeldisfyllri en Drive sem mörgum
þótti þó nóg um.
Í Only God Forgives leikur Gosling Julian,
mann sem er með morð á samviskunni og
endar flótta sinn á Tælandi þar sem hann rek-
ur bardagaklúbb í Bankok. Klúbburinn er þó
fyrst og fremst skálkaskól fyrir umfangmikla
fíknienfasölu og Julian nýtur umtalsverðrar
virðingar í undirheimunum.
Innst inni þráir Julian fyrirgefningu og ein-
hvers konar friðþægingu fyrir morðið sem
hann framdi fyrir tíu árum en honum er ekki
ætlað friðsamlegt líf, ekki síst vegna þess
að fjölskylda hans er ekkert sérlega vönduð.
Þegar bróðir hans er drepinn, eftir að hafa
áður myrt vændiskonu, skýtur móðir Julians
upp kollinum. Breska öndvegisleikkonan
Kristin Scott Thomas leikur mömmuna sem
er baneitruð og ekkert lamb að leika sér við.
Hún skipar Julian að hefna bróðurins og hér
er ekkert í boði annað en að gera eins og
mamma segir þér. Fautinn sem ber ábyrgð
á dauða bróðurins er annálaður bardaga-
meistari og Julian endar á því að skora hann
á hólm í von um að finna einhvers konar ró í
bardagahringnum.
Nicolas Winding Refn fékk verðlaun fyrir
leikstjórn sína á Drive í Cannes 2011 og
myndin gerði síðan stormandi lukku. Only
God Forgives var frumsýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í vor og óhætt er að segja að
hún hafi fengið blendnar viðtökur þar sem
áhorfendur ýmist púuðu eða klöppuðu. Wind-
ing Refn og Gosling tóku þessu þó með ró
enda þurfa þeir ef til vill ekki að óttast um of
smá baul á Cannes en ekki ómerkari myndir
en Pulp Fiction og Taxi Driver fengu á sínum
tíma álíka útreið á hátíðinni.
Winding Refn hefur einnig bent á að
Drive hafi verið tekið eins í fyrstu og hann
segist ekki sáttur nema fólk annaðhvort hati
myndir hans eða elski. „Þetta var eins með
Drive og nú er fólk bara búið að gleyma því
að það hataðist við hana. Þannig að þetta er
kaldhæðnislegt. Það sem er að gerast núna
gerðist líka síðast,“ segir Winding Refn alveg
rólegur og fullviss um að fólk muni ná áttum
og sættast við Only God Forgives.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,2, Rotten Tomatoes: 36%,
Metacritic: 35%
Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn og leikarinn Ryan Gosling áttu farsælt samstarf með
Drive sem er einhver allra besta spennumynd sem fram hefur komið undanfarin ár. Gosling fór
ískaldur og nánast þögull sem gröfin í gegnum ofbeldisfulla undirheima myndarinnar og þeir
félagar eru á svipuðum slóðum í Only God Forgives þótt sú mynd gerist í Tælandi. En Gosling er
þögull og ofbeldið yfirgengilegt.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Og enn þegir Gosling
Ryan Gosling hefur ekki margt að segja í Only God Forgives og lætur því hnefana tala.
Frumsýnd red 2
Hættulegir eftirlaunaþegar
Bruce Willis fór fyrir stórgóðum
hópi útbrunnins leyniþjónustu-
fólks sem neyddist til að grípa
til vopna á ný þegar illmenni
flæktu þau í vélabrögð sín í Red
árið 2010. Myndin byggði á sam-
nefndri myndasögu sem War-
ren Ellis og Cully Hamner áttu
heiðurinn af.
Red reyndist prýðileg skemmt-
un enda fékk Willis dyggan
stuðning frá John Malkovich,
Helen Mirren og Morgan
Freeman.
Gamalmennin þurfa nú
aftur að blanda sér í alþjóð-
legar njósnaflækjur til þess að
bjarga heiminum og takast á við
leigumorðingja og hryðjuverka-
menn. Morgan Freeman komst
ekki í gegnum hildarleik síðustu
myndar en nokkrir nýliðar, með
Anthony Hopkins og Catherine
Zeta-Jones fremst í flokki, koma í
hans stað.
Mary-Louise Parker leikur
sem fyrr kærustu Willis sem er
talsvert yngri en leyniþjónustu-
gengið en lætur það ekki aftra
sér frá því að taka þátt í fjörinu.
John Malkovich fór á kostum sem
vænisjúki senuþjófurinn Marvin
Boggs og hann er sem betur fer
alveg jafn tortrygginn og tauga-
veiklaður í þessari umferð þannig
að allt lofar þetta býsna góðu.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,2, Rotten Tom-
atoes: 40%, Metacritic: 48%
Bruce Willis, Mary-Louise Parker og
John Malkovich þurfa að bjarga heim-
inum enn á ný í Red 2.
í sundlaugum Kópavogs
Njóttu lífsins
kopavogur.is
Sund er dásam leg líkams rækt, hvort sem þú vilt ná
þér í holla hreyf ngu, slökun og vel líðan í þægi legu
um hverf eða bara busla og skemmta þér!
Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða
frábæra aðstöðu, vatns renni brautir og heita potta.
Komdu í sund!
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
90
2
Frá 1. maí er opið
virka daga: 06.30–22.00
um helgar: 08.00–20.00
Sundlaug Kópavogs
Borgarholtsbraut 17–19
Sími 570 0470
Sundlaugin Versölum
Versölum 3
Sími 570 0480
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1176kr.kassinn
Verð áður 2352 kr.
Kókómjólk, 24 x 250
ml
Hámark 3 kassar á man
n meðan birgðir endast
50%afsláttur
Pussy Riot:
A Punk PRAyeR (L)
DAGLEGA: 18.00 - 20.00 - 22.00
skÓLAneMAR: 25% AfsLáttuR gegn fRAMvísun skíRteinis!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
ChARLes BRAdLey:
souL of AMeRiCA (L)
FÖS: 20.00
AÐEINS 1
SÝNING