Fréttatíminn - 02.08.2013, Blaðsíða 36
36 skák og bridge Helgin 2.-4. ágúst 2013
Skákakademían margir beStu Skákmenn heimS að tafli í dortmund
Rússneski björninn rumskar
Þ jóðverjar búa að langri og ríkri skák-hefð, og geta nú teflt fram her af 80 stórmeisturum. Fremstur þýskra
skákmanna nú um stundir er Arkadij
Naiditsch, 27 ára. Hann er í 33. sæti heims-
listans með 2710 stig.
Naiditsch, sem reyndar er fæddur í Lett-
landi, er einn af fjórum þýskum stórmeist-
urum sem spreyta sig á stórmóti sem
nú er að klárast í Dortmund. Þetta er
hvorki meira né minna en 41. Sparkassen
stórmótið, en meðal sigurvegara fyrri ára
eru jöfrarnir Karpov, Kasparov, Anand og
Kramnik. Sá síðasttaldi hefur sigrað tíu
sinnum og er því kallaður „kóngurinn af
Dortmund“.
Alls eru keppendur 10 og tefla allir
við alla. Stigahæstur er góðvinur okkar
Fabiano Caruana, en sá ungi Ítali hefur
komist alla leið upp í þriðja sæti heims-
listans, og náði langþráðum 2800 stiga múr
– rétt sem snöggvast. Caruana, sem sigraði
í Dortmund í fyrra, hefur átt erfiða daga
núna. Hann sigraði að vísu í fyrstu umferð,
Rússann Andreikin, en laut í gras gegn
Wang Hao og Michael Adams.
Kramnik mátti í júní sætta sig við neðsta
sæti á stórmóti, en hann er búinn að hrista
af sér slenið: Eftir fimm umferðir tróndi
Kramnik á toppnum með fjóra vinninga,
og hafði sigrað Meier (þriðja besta skák-
mann Þjóðverja), kínverska snillinginn
Wang Hao og jafntefliskónginn Leko frá
Ungverjalandi.
Gamla brýnið Michael Adams (hann er
fæddur 1971) byrjaði líka með látum, og
hefur náð höfuðleðrum Caruana, And-
reikin og Wang Hao. Þegar þetta er skrifað
eiga þeir Kramnik og Anand eftir að mæt-
ast, en hér skal veðjað á rússneskan sigur
í Dortmund 2013. Sagt er frá gangi mála á
skák.is og chessbase.com. Á chessbomb.
com eru beinar útsendingar frá Dortmund,
og öðrum stórmótum sem nú standa yfir!
Magnus í Mekka
Magnus Carlsen undirbýr sig nú af kappi
fyrir heimsmeistaraeinvígið gegn Anand,
sem haldið verður á Indlandi í nóvember.
Norski meistarinn, sem er langastigahæsti
skákmaður heims, ætlar að tefla á einu
skákmóti áður en einvígið á Indlandi hefst.
Carlsen mætir til leiks á ofurmót í Saint
Louis í Bandaríkjunum, ásamt Lev Aronian
frá Armeníu (númer tvö á heimslistan-
um) og þeim Hikara Nakamura og Gata
Kamsky – tveimur bestu skákmönnum
Bandaríkjanna.
Verðlaunapotturinn í Saint Louis verður
170 þúsund dollarar, og má búast við mjög
spennandi keppni. Nakamura iðar í skinn-
inu að sýna að hann sé efni í heimsmeist-
ara og Kamsky, sem verður fertugur á
næsta ári, virðist bara batna með aldrinum.
Aronian gæti líka minnt á styrk sinn. Þegar
Aronian situr að tafli fylgist öll Armenía
með, og ekki kæmi á óvart þótt hann yrði
sigursæll í skákborginni miklu vestanhafs,
Saint Louis er kölluð „Mekka skákarinnar“
í Bandaríkjunum.
Allra augu munu auðvitað beinast að tafl-
mennsku Carlsens á mótinu. Heilu tölvuk-
lasarnir verða notaðir til að greina hvern
einasta leik áskorandans. Anand og að-
stoðarmenn hans munu gaumgæfa skákir
Magnusar, í leit að glufum og veikleikum.
Veðbankarnir hallast eindregið að sigri
norska undradrengsins, en í þessum dálki
höllumst við að sigri indverska meistarans.
b ridgemeistarinn Símon Símonarson er fallinn frá. Símon var um árabil einn litríkasti bridgespilari lands-
ins og státaði af mörgum Íslandsmeist-
aratitlum. Hann var auk þess margsinnis
í landsliði Íslands í opnum flokki og var
talinn meðal sterkustu spilara sem Ísland
hefur átt. Símon þótti djarfur meldari og
lét aldurinn ekkert hindra sig í djörfum
sögnum. Mörgum er minnistætt spilið sem
átti stóran þátt í úrslitum Íslandsmótsins í
sveitakeppni árið 2008, þegar Símon hamp-
aði síðasta Íslandsmeistaratitlinum í Ís-
landsmótinu í sveitakeppni. Símon fór alla
leið í alslemmu í grandi og hefði þurft að
láta titilinn af hendi ef sá samningur hefði
tapast. Hann vann hins vegar samninginn
og tryggði sér Íslandsmeiratitilinn. Símon
var í suður með Á6,Á1095,K1084,Á94
og heyrði þessar sagnir, austur gjafari
og NS á hættu. Austur opnaði tvo spaða
veikt, Símon doblaði, heyrði vestur segja
4 spaða, Rúnar Magnússon í norður sagði
5 spaða, Símon sex tígla og Rúnar breytti
í sex hjörtu. Þá bærðu andstæðingarnir
aftur á sér, vestur sagði sex spaða og eftir
kröfupass (sterkara en dobl) Rúnars, sagði
Símon 7 hjörtu. Vestur lét ekki þar við
duga, valdi 7 spaða en nú valdi Rúnar dobl.
Símon valdi hins vegar sögnina 7 grönd,
óhræddur. Hjartaliturinn varð að gefa 5
slagi en hagstæð lega kom sér vel fyrir
Símon. Allt spilið var svona:
♠ –
♥ D6432
♦ ÁG5
♣ KD532
♠ Á6
♥ Á1095
♦ K1084
♣ Á94
♠ DG982
♥ G
♦ 9732
♣ G107
♠ K107543
♥ K87
♦ D6
♣ 86
N
S
V A
Símon spilaði hjartadrottningu af stað (vissi
að vestur átti varla kónginn úr því hann sagði
7 spaða) og negldi gosa vesturs. Það dugði til
þess að vinna spilið og Íslandsmeistaratitil-
inn um leið. Með honum í sveit voru Rúnar
Magnússon, Ragnar Magnússon, Páll Valdi-
marsson, Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus
Sigurjónsson.
Jöfn og góð þátttaka í sumarbridge
Þátttaka í sumarbridge í ár hefur verið jöfn
og góð. Miðvikudagkvöldið 24. júlí mættu 28
pör til leiks. Eftir mikla keppni höfðu Hrund
Einarsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson sigur,
þó að hann hafi verið naumur. Lokastaða 5
efstu para varð þannig:
1. Hrund Einarsdóttir – Ásgeir Ásbjörnsson 60,4%
2. Júlíus Sigurjónsson – Kjartan Ásmundsson 60,2%
3. Oddur Hannesson – Árni Hannesson 57,6%
4. Haukur Ingason – Helgi Sigurðsson 56,7%
5. Gísli Steingrímsson – Halldór Svanbergsson 55,5%
Þátttakan mánudagkvöldið 29. júlí var 25
pör. Kristján Már Gunnarsson og Gunn-
laugur Sævarsson gerðu sér lítið fyrir og
unnu með tæplega 9% forystu á næsta par
með risaskori. Lokastaða 5 efstu para varð
þannig:
1. Kristján Már Gunnars. – Gunnlaugur Sævars. 67,4%
2. Guðlaugur Sveinsson – Hermann Friðriksson 58,8%
3. Ingibjörg Halldórsdóttir – Ólöf Thorarensen 58,6%
4. Svala K Pálsdóttir – Anna Þóra Jónsdóttir 57,0%
5. Baldvin Valdimarsson – Páll Valdimarsson 56,8%
Mikil keppni er um hæsta meðalskorið
í sumarbridge. Það kemur ekki á óvart
að Gunnlaugur Sævarsson er efstur með
58,86% að meðaltali. Kristján Már Gunnars-
son er á hæla hans í öðru sæti með 58,63%
að meðaltali, Bergur Reynisson í þriðja sæti
með 57,36%, Árni Hannesson í fjórða með
57,16% og Stefán Stefánsson í því fimmta
með 57,07% að meðaltali.
bridge litríkur Spilari fallinn frá
Símon lét aldur ekki hindra sig í djörfum sögnum
Símon Símonarson.
Kramnik. Rússneski björninn er vaknaður. Nakamura. Fær að spreyta sig gegn Carlsen.
69%
... kvenna á
höfuðborgar-
svæðinu
lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012
Þú nnur okkur á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050
Mikið úrval af
dásamlegum sængurverasettum