SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 2

SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 2
FRÁ FORMANNI Frá SÍB til SSF SÍB var stofnað 30. janúar 1935 af starfs- mönnum Landsbanka íslands og Útvegs- banka íslands. Mikill metnaður og öflug hagsmunagæsla fyrir hönd félagsmanna hafa frá upphafi einkennt allt starf SÍB. Með góðri samvinnu forystusveitar SÍB og stjórnenda aðildarfyrirtækjanna hefur tekist að skapa traust og trúnað, öfluga og góða vinnustaði, tækifæri til símenntunar og endurmenntunar, góð almenn félagsleg réttindi og kaup og kjör eru með því besta sem gerist hjá sam- bærilegum starfsstéttum. En alltaf má gera betur í dag en í gær og því er og verður það alltaf verkefni þeirra, sem valdir eru til forystu í stéttarfélaginu, að vernda áunnin réttindi og kjör og að bæta þau með hverjum nýjum kjarasamningi og sérsamningum innan hvers fyrirtækis. í dag eru SÍB samtök starfsmanna fjármála- fyrirtækja og á þingi stéttarfélagsins árið 2004 var ákveðið að breyta nafni félagsins úr Sambandi íslenskra bankamanna í SÍB- Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þingið skipaði einnig starfshóp, sem hafði það verkefni að stýra stefnumótun fyrir stéttarfélagið til næstu ára, móta framtíðar- sýn og gera samtökin að sjálfsögðum kosti sem stéttarfólagi fyrir alla sem vinna hjá fjár- málafyrirtækjum. Starfshópurinn fékk til liðs við sig öfluga sérfræðinga á sviði skipulags, stjórnunar og almannatengsla. í samvinnu starfshópsins og sérfræðinganna voru unnar viðamikla tillögur að stefnumótun, þær lagðar fyrir formannafundi samtakanna og að lokum var ný stefnumótun samþykkt á þingi SÍB á Selfossi í apríl 2007. Einn þáttur í þeirri stefnumótun er að stíga skrefið til fulls og kveðja endanlega hið ágæta nafn, sem valið var fyrir 72 árum, Samband íslenskra bankamanna (SÍB), og taka upp nýtt merki og nafn: SSF - Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja f þessu fyrsta tölublaði SSF-blaðsins sjá félagsmenn í fyrsta sinn nýja merkið og nýtt og endurbætt útlit blaðsins. Vonandi eru allir félagsmenn SSF ánægðir með breytingarnar. Traust, þekking og metnaður eru ný kjörorð fyrir SSF og samkvæmt þeim kjörorðum verður áfram unnið að bættum kjörum og réttindum fyrir alla félagsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Friðbert Traustason, formaður SSF Leiðari 2 Hvar varstu? 3 Fréttir frá Norðurlöndum 5 Viðtal við Birnu Einarsdóttur hjá Glitni 6 Launamál 8 Ný ásýnd fyrir nýja tíma 9 Stjórn SSF 10 Félagsstarfið 12 Heilsa 14 Sameining Sparisjóða 15 Nám með vinnu 16 VALITOR 18 VÍST 19 Landsbankinn 120 ára, viðtal 20 Þetta er ég, Friðrik S. Halldórsson 22 Þetta er ég, Harpa Gunnarsdóttir 23 M Æ SAMTÖK "m "m STARFSMAN NA f f FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Útgefandi: Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF Ábyrgðarmaður: Friðbert Traustason Prentun: Prentmet Upplag: 7.500 eintök Skrifstofa SÍB: Nethyl 2E, 2. hæð, 110 Reykjavík Sími: 540 6100. Fax: 540 6108. Heimasíða: www.sib.is, netfang: sib@sib.is Hönnun: Jónsson & Le’macks Forsíðumynd: Bima Einarsdóttir. Ljósmynd: Ari Magg 2

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.