SSFblaðið - 01.12.2007, Side 10

SSFblaðið - 01.12.2007, Side 10
STJÓRNIN Stjórn SSF Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja Dagmar Björnsdóttir Meðstjórnandi Dagmar vinnur hjá VALITOR sem áður hét VISA ísland. Hún er þar hópstjóri í deild sem heitir Endurkröfur og áhættustýringar. Dagmar hafði ekki unnið áður innan fjármálageirans en hún hóf störf hjá VISA árið 2004. Þar áður var hún með eigin rekstur og vann hjá íslenskri erfðagreiningu. Andrés Erlingsson Meðstjórnandi Andrés Eriingsson er sérfræðingur á lögfræðisviði Landsbankans. Hann segist hafa komið inn í fjármála- geirann fyrir um það bil fjórum árum og er stundum kallaður „kettlingur- inn“ af reynslumeiri starfsfélögum, vegna stutts starfsaldurs. Áður en hann hóf starf hjá Lands- bankanum vann hann við skjala- Heiðrún Hauksdóttir Gjaldkeri Heiðrún Hauksdóttir er forstöðu- maður bankaþjónustu hjá Byr í Hafnarfirði. Hún hóf starfsferil sinn innan fjármálageirans í Spron fyrir allmörgum árum að sögn. Síðan hefur hún verið hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og hjá Byr. Hún segist hafa sinnt mörgum störfum og fjölbreyttum innan sparisjóðsins. Dagmar er gift Matthíasi Einarssyni flugumferðastjóra og eiga þau þrjá syni. Fritími hennar fer að mestu í fjölskylduna en hún segist hafa gaman af því að ferðast og veiða. Þar fyrir utan segist hún fylgjast með Formúlunni þegar tími gefst til. stjórnun hjá Borgarskjalasafni og var verkefnisstjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Andrés er kvæntur og segist eiga alveg frábæra eiginkonu og tvær dætur. Til að jafna kynjahlutföllin á heimilinu er sjö mánaða labrador hvolpur af karlkyni, hann Júlli. Starfsferill Heiðrúnar hefur alla tíð verið innan fjármálageirans. Hún er því bankamaður í húð og hár. Heiðrún er gift Helga Einarssyni og eiga þau þrjú börn, þau Helgu Kristínu, Hákon Jens og Heiðu Björk. Tvö barnabörn hafa bæst í hópinn og hundur er á heimilinu, þar er því líf og fjör. Helstu áhugamál Heiðrúnar eru handavinna og föndur, ferðalög innan lands og utan og stundar hún nám með vinnu í við- skiptafræði í Háskóla Reykjavíkur. Hún segir námið tímafrekt og að auðvitað bitni það á fjölskyldunni að vera í fullri vinnu og skóla. Frítími hennar er þess vegna takmarkaður en hún segist leggja á það áherslu að vera með fjölskyldu sinni og vinum þegar hún getur og sameina þær samverustundir áhugamálum sínum. Linda Björk Halldórsdóttir 2. varaformaður Linda Björk er sérfræðingur ( markaðsdeild Landsbankans. Hún hefur unnið hjá Landsbankanum í tæplega 7 ár en hefur annars unnið í bönkum með skóla frá 20 ára aldri. Hún hóf starfsferilinn sem sumarstarfsmaður hjá Landsbank- anum í Ólafsvík, flutti suður og fór að vinna hjá Spron. Eftir framhaldsnám réði hún sig til Landsbankans aftur. Fyrir utan störf í fjármálageiranum var hún rekstarstjóri hjá Planet Sport um tíma. Linda Björk er gift Úlfari Ragnarssyni en þau eiga saman 4 mánaða gamlan son. Áhugamálin eru helst útivist, útilegur, veiðar, hjólreiðatúrar og annað því skylt. Linda Björk segist elska að fara út að ganga með litla prinsinn í vagninum. Um helgar þykir henni gott að bruna út úr bænum, úr ys og þys borgarinnar og í sveitina til mömmu og pabba. Systkinahópur þeirra Lindu Bjarkar og Úlfars er stór. Hann á sex systkini en hún fjögur svo það er alltaf líf og fjör í kring um þau. Sem er hið besta mál því Linda Björk segist vera mikil fjölskyldumanneskja. Anna Karen Hauksdóttir 1. varaformaður Anna er fyrsti varaformaður SSF. Hún er í framkvæmdastjóm, kjara- nefnd og í stjóm Styrktarsjóðs. Auk allra almennra stjómarstarfa hefur Anna sinnt jafnræðismálum innan SSF og samstarfi í þeim málum við önnur stéttarfélög innanlands og við NFU (Nordiska Finansanstálldas Union). Hún leiddi stefnumótunarvinnu ásamt stjóm og starfsfólki SIB/SSF sl. ár og er formaður starfsmannafélags Glitnis (SG) og í fullu starfi á skrifstofu félagsins. Anna býr með drengjunum sínum tveim. Frítími Önnu að undanfömu hefur að mestu farið í nám sem hún stundar samhliða vinnu, í Rekstrar- og viðskiptafræði í EHI. Anna hefur gaman af því að ferðast og kynnast ólíkri menningu. Hún hefur ferðast víða og búið í Frakklandi um nokkrra ára skeið. Hún er jafnframt mikill listunnandi og áhugamaður um hollustu. Hún hefur mikla ánasgju af hlaupi og hefur sett sér það markmið að hlaupa hálft „Glitnis“-maraþon í næsta Reykjavíkurmaraþoni! Anna er því fylgjandi að fjölskyldan eyði tíma saman og eigi sameiginlegt áhugamál því það treysti öll bönd. 10

x

SSFblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.