SSFblaðið - 01.12.2007, Page 12

SSFblaðið - 01.12.2007, Page 12
FÉLAGSSTARFIÐ Formannafundur SIB 8.-9. nóvember 2007 Dagana 8. og 9. nóvember var haldinn á Hótel Hvolsvelli fundur formanna aðildar- félaga og stjórnar SÍB. Fundinn sátu 42 fulltrúar 18 aðildarfélaga SÍB og stjórnar- menn og starfsmenn SÍB. Góð mæting var á fundinn sem haldinn var í húsnæði Njálusetursins á Hvolsvelli. Efni fundarins miðaðist við það að fram- undan er undirbúningur kjarasamninga og mat á valkostum við áherslur í þeim undir- búningi. Fundurinn hófst með því að Friðbert Traustason formaður kynnti árangur af síð- ustu kjarasamningum SÍB sem voru gerðir 2004. Fram kom í máli hans að í þeim samningum var ýmislegt gert til að hækka laun lægstu hópanna og einnig kom sú leiðrétting sem átti sér stað á launum 2006 þeim hópi til góða. Því næst kynnti Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur frá hagfræðistofnun HÍ, niður- stöður launakönnunar Samtaka atvinnulífsins sem birt var síðla árs. Hann kom sérstaklega inn á launamun kynjanna og reifaði hugsan- legar skýringar á óútskýrðum launamun kynjanna. Að loknu erindi Sigurðar kynnti Þórhallur Ólafsson frá Capacent launamun kynjanna eins og hann birtist í launakönnun SÍB sem framkvæmd var í mars sl. Þar kom fram beint samræmi milli niðurstaðna hans og þess sem sjá má í niðurstöðum úr könnun SA. Að lokum kynnti Ingólfur Gíslason sjónarmið Jafnréttisstofu og mat á þróun síðustu ára í átt til launajafnréttis. Að loknum þessum erindum unnu fundar- menn í hópstarfi við að svara eftirfarandi þremur spurningum: Hlutverk stéttarfélaga við að draga úr kynbundnum launamun. Hvernig geta kjarasamningar verið verkfæri til að jafna launamun kynja? Um hvað eiga næstu kjarasamningar að snúast? Niðurstaða þessarar vinnu var tekin saman og send á forystumenn aðildarfélaganna og stjórnarmenn SÍB. Þar geta áhugasamir félagsmenn leitað eftir hugmyndum og lagt sínar eigin í púkkið. Síðari daginn var fjallað um tillögu stjórnar um nýtt útlit SÍB og að breyta merki samtakanna úr SÍB í SSF sem skammstöfun fyrir samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Eftir kynningu og stuttar umræður sam- þykktu fundarmenn þessa tillögu einróma. Jafnframt var samþykkt að hrinda þessari breytingu í gang sem fyrst. Friðbert Traustason, formaður SÍB, kynnti tillögur að nýju íslensku samtryggingarkerfi sem Samtök atvinnulífsins hafa lýst yfir að þau vilji koma á laggirnar. Fulltrúar frá Lýðheilsustöð kynntu verkefnið Heil og sæl í vinnunni sem er átaksverkefni sem standa mun yfir í 12 mánuði. Þetta verkefni er mjög í anda þeirrar heilsueflingar sem víða er í framkvæmd innan fjármála- fyrirtækja og umhugsunarvert fyrir starfs- mannafélög að taka formlega þátt í því. Að loknum fundi fóru allir fundarmenn síðan heim með langan lista viðfangsefna sem þau ætluðu sér að vinna að hvert innan síns félags og á sínum vinnustöðum. /sa Frá43. þingi SÍB Þingið var haldið dagana 16. - 18. april á Hótel Selfossi. Alls höfðu 65 fulltrúar aðildarfélaga atkvæðisrétt á þinginu en auk þeirra sátu þingið stjórnarmenn SÍB, starfs- menn og gestir. Fyrir þinginu lágu mörg viðamikil mál, s.s. endurskoðun samþykkta SÍB, endurskoðun á reglum vinnudeilusjóðs, menntunarsjóðs og styrktarsjóðs. Einnig var mikið rætt um hvaða áherslur væru æski- legar í undirbúningi næstu samningavið- ræðna. Sú umræða litaðist nokkuð af því að við upphaf þings voru kynntar niðurstöður úr launakönnun SÍB sem framkvæmd var um mánaðamót mars - apríl 2007. Helstu breytingar sem gerðar voru á sam- þykktum ganga út á að fellt var út ákvæði um að samtökin eigi að standa fyrir skipu- lagðri félagsstarfsemi og var það gert í Ijósi þess að allt slíkt starf hefur verið í höndum aðildarfélaganna. Einnig var ákvæðum um aðild breytt þannig að starfsmenn sem vilja vera utan starfsmannafélaga í sínu fyrirtæki geta verið aðilar að samtökunum. Mikið var rætt um starfsemi þeirra sjóða sem sam- tökin starfrækja og skýrist það af því að bæði Menntunarsjóður og Styrktarsjóður eru myndarlegur þáttur í þeim kjörum sem félagsmenn búa við og því rökrétt að fulltrúar ræði starfsemi þeirra og ráðstöfun þess fjár sem þar fer í gegn. Á þinginu var ákveðið að flölga aðalmönnum í stjórn úr sjö í ellefu og hafa ekki varamenn. Kosningar fóru þannig að Friðbert Trausta- son var áfram kjörinn formaður, Anna Karen Hauksdóttir Glitni var kjörin 1. varaformaður, Linda Björk Halidórsdóttir Landabanka var kjörin 2. varaformaður, Sylvía Guðmundsdóttir Kaupþingi var kjörin ritari, Heiðrún Hauksdóttir Byr var kjörin gjaldkeri, Meðstjórnendur voru kjörnir Andrés Erlings- son Landsbanka, Anna Kristín Björnsdóttir Spron, Dagmar Björnsdóttir Valitor, Hafdís Hansdóttir Kaupþingi, Kjartan Sigurgeirsson RB, Oddur Sigurðsson Glitni. 12

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.