SSFblaðið - 01.12.2007, Page 13

SSFblaðið - 01.12.2007, Page 13
FÉLAGSSTARFIÐ Kosning trúnaðarmanna Áriö 2008 verður mikilvægt í starfi samtak- anna þar sem undirbúningur kjarasamninga mun væntanlega hefjast á vordögum og síðan renna núgildandi samningar út í lok september. í febrúar fer fram kosning trúnaðarmanna á öllum vinnustöðum til næstu tveggja ára og þá er tækifæri fyrir félagsmenn til að efna til umræðu um við- fangsefni stéttarfélagsins og einnig að til- nefna fulltrúa sem þeir treysta til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeirri um- ræðu sem ætíð er meðal trúnaðarmanna. Starf trúnaðarmannsins felur í sér nokkra ábyrgð en er ekki síður tækifæri til að sýna af sér ábyrgð og aðgætni en um leið til að þroskast og þróast í starfi. Starf trúnaðar- manns felur í sér mörg tækifæri til að eiga uppbyggilega samræðu og samstarf við yfirmann sinn um viðfangsefni sem trúnaðar- maður á að sinna. í samningi um trúnaðar- menn segir: „Trúnaðarmaður geri sitt besta til að skapa og viðhalda góðri samvinnu innan stofnunar og leitist við að leysa hugsanleg ágreiningsefni." Að mörgu leyti er hlutverk trúnaðarmannsins hliðstætt starfi leiðsögumanns - segja til vegar og benda á valkosti og leiðir til að ná markmiðum, einnig ef kemur til álitamála varðandi kjör eða róttindi. Trúnaðarmaðurinn er hinsvegar alls ekki nein „lögregla" eða yfirvald. I Svíþjóð hafa sumir bankar tekið upp mark- vissa stefnu að ráða sem millistjórnendur fólk sem hefur sinnt starfi trúnaðarmanna í ein- hvern tíma. Hérlendis er þetta ekki til sem stefna en hinsvegar liggur fyrir að árlega eru allnokkrir trúnaðarmenn sem segja af sór embætti vegna þess þeir hafa fengið stöðu- hækkun sem felur í sér mannaforráð og þeir segjast ekki geta verið báðum megin við borðið í slíkri stöðu. Kjörnir trúnaðarmenn eru boðaðir á nám- skeið tvisvar á ári, í mars og í október. Miðað er við að trúnaðarmaður sem kjörinn er nýr í febrúar geti sótt fjögur námskeið á kjörtíma- bilinu. Með því hefur hann á þeim tíma fengið mikilvæga innsýn í fróðlegan heim kjaramála og einnig þjálfun í að takast á við og greina viðfangsefni sem að höndum ber. Allir áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér þegar kemur að því að auglýst verður eftir framboðum í embætti trúnaðarmanns á þeirra vinnustað. Sjá nánar um framkvæmd kosninga trúnaðarmanna á www.sib.is undir trúnaðarmenn. SPRON styður Hjálparstarf kirkjunnar í Malaví Þann 27. október síðastliðinn lögðu starfs- menn SPRON upp í langferð til Malaví. Tilefni ferðarinnar var samstarf SPRON og Hjálparstarfs kirkjunnar við uppbyggingu 75 brunna í Malaví. í ferðinni kynntu starfsmenn SPRON sér hjálparstarfið og aðkomu þeirra að verkefninu. Auk starfsmanna SPRON voru með í för fulltrúar frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Stöð 2 og Viðskiptablaðinu. Starfsmenn SPRON leggja sitt af mörkum Hjálparstarf kirkjunnar og SPRON hafa átt samstarf í mörg ár en á aðalfundi SPRON þann 8. mars síðastliðinn var ákveðið að styðja með enn veglegri hætti en áður við Hjálparstarfið í tilefni af 75 ára afmæli SPRON. Gerður var samningur til þriggja ára þar sem markmiðið er að byggja 75 brunna á tímabilinu. í kjölfar þeirrar ákvörðunar efndu starfsmenn SPRON til söfnunar undir yfirskriftinni „Leikur að menntun" þar sem safnað var fyrir kaupum á skrifborðum, stólum og leikföngum. Starfsmenn leituðu ýmissa leiða við fjáröflun og voru afar frum- legir eins og myndirnar bera með sér. Markmiðið var að safna 1,5 milljón króna en starfsmenn bættu um betur og söfnuðu rúmum tveimur milljónum króna. Lífsskilyrðum gjörbylt með aðgengi að hreinu vatni Malaví er eitt af fátækustu ri"kjum heims og í nokkur ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar unnið í einu harðbýlasta héraði landsins, Chigwawa. Þar hafa íbúarnir glímt við mikla þurrka og flóð á undanförnum árum með tilheyrandi uppskerubresti og eyðileggingu. í Chigwawa búa um 300.000 þúsund manns og eru verkefnin því ærin. Aðgangur margra að hreinu vatni er afar takmarkaður og þurfa margir að leggja sér skítugt vatn til munns eða ganga marga klukkutíma dag hvern eftir hreinu vatni. Brunnaverkefnið er því afar þýð- ingarmikið fyrir íbúana og gjörbyltir lífsskíl- yrðum þeirra. Ekki aðeins kemur aðgangur að hreinu vatni í veg fyrir sjúkdóma heldur skapast einnig meiri tími fyrir íbúana að sinna öðrum verkefnum sem annars færi í að sækja vatnið langar vegalengdir. Hjálp til sjálfshjálpar í Hjálparstarfi kirkjunnar er rík áhersla lögð á að kenna íbúum að hjálpa sér sjálf og að bera ábyrgð á þeim verkefnum sem unnið er að. Til að mynda ber ákveðið þorpsráð í hverju þorpi áþyrgð á viðhaldi brunnana og umgengni við þá. Konum er falin mikil ábyrgð í verkefnum Hjálparstarfsins en það hefur reynst vel og stuðlað að aukinni sjálf- bærni sem er meginmarkmið hjálparstarfsins. 13

x

SSFblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.