SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 14

SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 14
HEILSA Heil og sæl í vinnunni! Þóra B. Sveinsdóttir Lýðheilsustöð Við eyðum stórum hluta vökutímans í vinnunni og því til nokkurs að vinna, að láta sér líða vel þann tíma. Efling heilsunnar, bæði andlega og líkamlega, er vaxandi áhugamál starfsfólks og yfirmanna sem gera sér vel grein fyrir mikilvægi þess að fjárfesta í mannauði. Þóra B. Sveinsdóttir hjá Lýðheilsustöð er verkefnisstjóri fyrir verkefnið Heil og sæl í vinnunni en það er unnið í samvinnu við önnur Evrópulönd. Á ensku heitir það Move Europe og hafa fjölmörg lönd tekið þátt í því. „Markmiðið er að bæta heilsu og vellíðan starfsmanna ásamt því að auka starfsánægju," segir Þóra. „Verkefnið hvetur fyrirtæki til að grípa til aðgerða varðandi heilsueflingu á vinnustöðum og bæta með því almennt heilsufar, fækka veikindadögum, auka framleiðslu og nýsköpun. Þetta eru háleit markmið en reynslan hefur sýnt að nákvæmlega þetta gerist." Hvernig fer verkefnið fram? „Fulltrúi frá vinnustað þarf að senda inn þátttökutilkynningu. Það er hægt að gera á heimasíðu okkar: www.heilsuefling.is. Það er mikilvægt að verkefnið sé unnið með stuðningi yfirmanna og að virk þátttaka starfsfólks sé fyrir hendi,“ segir Þóra. „Á síðunni er líka rafrænn spurningalisti. Með því að svara honum er hægt að meta hvernig staða heilsueflingar og forvarna er á vinnustað. Þegar listanum hefur verið svarað fær vinnustaðurinn endurgjöf senda í tölvupósti. í endurgjöfinni eru hagnýt ráð og mögulegar hugmyndir um það hvernig auka megi heilsueflingu innan fyrir- tækisins og hægt er að bæta og breyta þeim þáttum sem krefjast nánari athugunar. Svo fá þau fyrirtæki og vinnustaðir sem taka þátt í verkefninu ítarlegan bækling með ráðleggingum um heilsu- eflingu á vinnustöðum - til frekari hvatningar." Þóra segir að verkefnið verði metið á tímabilinu 10. janúar 2008 til 10. janúar 2009. Það verði gert með þeim hætti að fulltrúi hvers vinnustaðar verði beðinn um að svara spurningalistanum sem minnst var á hér að ofan og skila inn lýsingu á því sem gert hefur verið í heilsueflingu á tímabilinu. „Þessi lýsing verður notuð m.a. til að gefa vinnustöðum stig en líka er hægt að fá stig fyrir að taka þátt í eða standa fyrir atburðum sem tengst geta heilsueflingu og forvörnum. En það er ekki nóg að taka bara þátt í atburðum, meiningin er að það eigi sér stað varanleg breyting á vinnustaðnum. Þó má ekki gleyma því að þátttaka í atburðum tengdum heilsueflingu er alltaf til góða og hvetur og styður starfsmenn." Hvaða atburðir eru góðir til heilsueflingar? Þeir eru af ýmsum toga og geta verið misstórir eftir atvikum. Á heimasíðunni er t.d. þessi listi en hann er auðvitað ekki tæmandi: Skokkhópur innan fyrirtækja Ávaxtaskálar inni á deildum Hollusta í mötuneyti Aðgangur að drykkjarvatni Leiðir til að minnka streitu Tóbaksvarnarfræðsla 100% reykleysi Áfengisleysi Þátttaka í Kvennahlaupi Þátttaka í Maraþoni Reykjavíkur Þátttaka í Hjólað í vinnuna Þátttaka í streitulausa deginum Þátttaka í megrunarlausa deginum Þátttaka í golfmóti Heilsuvika Mat Þegar verkefninu lýkur opinberlega verða valdir fulltrúar frá hverju landi til að koma saman og gefa skýrslu i Róm. Þetta er ætlað til hvatningar en Ifka til að meta hvernig hefur gengið. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flest fyrirtæki taka þátt í þessu verkefni og með því auka heilsu og ánægju allra sem að því koma,“ segir Þóra að lokum. / 14

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.