SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 19

SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 19
VÍST Starfsmenn Greiðslumiðlunar Visa íslans hf. stofnuðu formlega starfsmannafélag þann 19. mars 1987. Nafn félagsins er „VISA íslands-starfsmannafélag", skammstafað V.Í.S.T. Ekki er orðið Ijóst, þegar þetta er skrifað, hvort nafni félagsins verður breytt í takti við nafnbreytingu fyrirtækisins í VALITOR, en það skýrist á næsta aðalfundi sem haldinn verður í febrúar. Þegar félagið var stofnað árið 1987 voru félagsmenn 12 en SÍB var með fjöldatak- mörk sem sögðu að félagsmenn yrðu að vera að lágmarki 10 til að geta sótt um aðild. Nú 20 árum seinna eru félagsmenn 110 eða rúmlega 90% starfsmanna VALITOR. Fyrsti formaður félagsins var Halla Leifsdóttir, meðstjórnendur voru Björg Jóhannesdóttir og Steingerður Jóhanns- dóttir og til gamans má geta þess að þessar þrjár konur vinna ennþá allar hjá fyrirtækinu. Félagsstarf Félagsstarf á vegum VÍST er mjög öflugt og þar ber hæst skemmtanir eins og árshátíð, fjölskyldudag og jólahlaðborð auk árvissrar vorferðar. Þriggja manna skemmtinefnd heldur utan um þessa atburði ásamt stjórnarmönnum. Skemmtinefnd hefur einnig staðið fyrir gerð myndbands á hverju ári sem er svo sýnt á árshátíð. Leikarar koma úr röðum starfsfólks og gert er grín að mönnum og málefnum líðandi stundar. Golfnefnd er einnig starfandi og að meðal- tali eru haldin tvö golfmót á ári. Átaksverkefni Starfsmannfélagið hefur staðið fyrir átaksverkefnum t.d. sem varða heilsufar starfsmanna. Fyrr á þessu ári var farið í heilsuátak sem stóð í fimm mánuði. Átakið var unnið í samstarfi við Heilsuráðgjöf ehf. í upphafi átaksins voru starfsmenn mældir og vigtaðir. Einnig var fólki yfir fertugu .T«T»T<Tg Stjórn VÍST og hlutverk í 2. grein laga félagsins segir. „Markmið félagsins er; að efla samheldni, samstarf og kynni starfsmanna Visa Íslands-Greiðslu- miðlunar hf., að vinna að bættum vinnuskil- yrðum og kjörum starfsmanna, að taka afstöðu til og fylgjast með öllum þeim málum er varða hagsmuni félagsmanna." Stjórnina skipa þrír félagsmenn, formaður, ritari og gjaldkeri. Embætti formanns fylgir jafnframt trúnaðarmannshlutverk. Núverandi formaður er Þorbergur Atlason sem gegnt hefur embættinu frá því í febrúar 2005. ráðlagt að fara í kólesteról- og blóðsykursmælingu sem flestir gerðu. Hver og einn setti sér sín markmið og þeim var fylgt eftir með persónulegri ráðgjöf ásamt vigtun og mælingu á sex vikna fresti. Mikil þátttaka var í átakinu og ánægja með það. Félagið niðurgreiddi þetta átak fyrir félagsmenn og auk þess fá allir íþróttastyrk á hverju ári. Orlofshús Starfsmannafélagið hefur tvö orlofshús til umráða. Starfandi er sumarbústaðanefnd sem heldur utan um rekstur bústaðanna og úthlutun dvalartíma. Húsin er bæði afar vel búin, m.a. með heitum pottum og helstu þægindum sem fólk getur óskað sér. Þau eru vel nýtt af starfsmönnum, allt árið um kring. 19

x

SSFblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.