Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 6
92
LÆRNABLAÐIÐ
um aö vera, þá fékk eg þaö svar, aö svo væri eigi, heldur aö eins e'öili-
legar fæöingar eöa alvanalegar aögeröir, sem mér þótti ekki taka aö eyöa
tíma til frá óperatíónum annarstaöar. En einn daginn hlustaöi eg á fyrir-
lestur hjá próf Burnrn, sem mér þótti fróölegur.
Stúdentarnir, sem hlustuöu á, voru fáir, og nærri helmingur þeirra voru
kvenstúdentar. Eftir að nokkuö var komiö fram yfir tima kom Bunnn.
Hann er maður hár vexti og þreklegur (í andliti ekki óáþekkur próf.
Leopold Meyer). Hann er vel máli farinn og skrifar vel fyrir sig, eins
og allir þekkja er lesið hafa hina ágætu kenslubók hans (Grundriss zum
Studium der Geburtshúlfe), sem eg vil ráöa öllum til aö eiga.
Nú talaði hann og lagöi út af persónu, sem honum haföi verið senlt til
rannsóknar og umsagnar, er lá þar á rannsóknarborðinu í salnum. Her-
málastjórnin haföi beiöst umsagnar hans um þaö, hvers kyns persóna
þetta væri, þar eð á því léki tvísýna, en ef um karlkyn væri aö ræöa,
hvort viðkomandi gæti þá talist fær til hernaðar. Persóna þessi haföi
til skannns tíma ávalt verið álitin karlmaöur og veriö tekin í herinn. En
þegar á átti aö heröa meö hergöngu og erfiöi annað, þá heföi þessi nýliði
tekiö aö mæla æðruörö og þózt ekki þola áreynsluna, þar eö hann heföi
m e n s e s.
Bunnn lét nú svæfa persónuna og sýndi okkur síöan vandlega skaþnaö
hennar allan. P e n i s sýndist vera eölilegur aö stærð og lögun aö því
undanteknu, aö urethra náöi aö eins fram á miöjan liminn neðanverðan
og opnaöist þar (hypospadia), en neðan viö penis tók viö vulva
meö myndarlegum 1 a b i a m a j o r a og þóttist Bumm í ööru þeirra geta
greint t e s t i s. Inn úr vulva gekk v a g i n a, svo víð, aö hún tók litla-
fingur og þar ofan viö fanst eitthvert rudiment af u t e r u s en o v a r i a
fundust engin.
Prófessor Bunnn var nú i nokkrum vafa um livaö segja skyldi. En alt
í einu sást persónunnar penis e r i ge r a upp i loftið og rétt á eftir fylgdi
dugleg e j a c u 1 a t i o. Bumm var þá ekki seinn á sér, náöi í dropa á gler,
lét aðstoðarlækni rannsaka og fékk skjótt það svar, aö lifandi s p e r m a-
t o z o a væru þar á sveimi.
„Því dæmist rétt aö vera“ — sagði Bunun, „persónan er karlmaöur, og
verður „mir nichts — dir nichts", — að fara i stríöiö."
„Nota flest i nauðum skal“, hugsaöi eg, en fyrirlesturinn þótti mér
skemtilegur og vel fluttur. Þegar eg gekk þaðan, datt mér í hug saga, sem
stendur í annál Magnúsar Magnússonar (Safn til sögu íslands IV,2, bls.
153) um persónu meö svipuðum skapnaöi, og um hverja ráöiö i París
ályktaði „aö þvilíkar tvítólaöar persónur skildi bera kallmanns klæde
og brúka þann lim sem þeir hafva kallmanns nafn af, en láta hinn annan
vera óbrúkaðan, eptir því þaö sínist ónattúrlegt aö ein persóna skule nióta
tvöfaldrar fisne og holdsins listeseme“. —
[Meira seinna.]
STEINGR. MATTIiíASSON.