Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 8
94 LÆKNABLAÐIÐ nokkurt fé við það að lóð fengist að líkindum ókeypis og að Röntgens- áhöld eru til. Margir lita svo á, að brýn nauðsyn beri til að flýta þessu rnáli sem mest, að spítalann þurfi að byggja eftir örfá ár. Sjálfsagt er að slá því á frest 5—6 ár vegna mikillar verðhækkunar, sern stafar af. stríðinu, bæði meðan það stendur yfir og nokkurn tinra á eftir. Jafnvel þó bygging spítalans dragist 10—20 ár, sje jeg ekki að nrikið tjón hlytist af því. Tviskifting sú á sjúklingum, sem flyti af byggingunni, vegur nokkuð á rnóti kostunum. Aftur þyrfti tvent að gerast sem allra fyrst: að tryggja sér hent- uganstaöfyrirspítalannogað reisa þar sjúkrahús fyrir n æ m a s j ú k d ó m a. Jeg ætlast til að Reykjavík gerði þetta með nokkr- um styrk úr landssjóði. Jeg sé ekki annan veg til að bæta úr vandræðum þeim, sem stafa af' tviskiftingu sjúkl. en að gera þ á b æ j a r 1 æ k n a, s e m f 1 e s t a s j ú k- linga h a f a, að e i n k a k e n n u r u m (privat-dócentum) við læknadeild Háskólans og borga þeim þóknun fyrir að kenna stúdentum á Landakotsspítalanum. Mér virðist óhjákvæmilegt að gera þetta óðar en landsspitali væri bygður, ef ekki fyr. G. H. Um lausn frá mislingum. Stöku sinnum hefi eg rekist á menn, sem hafa fullyrt Við mig, að þeir hafi aldrei fengið mislinga, og hafi þó verið samvistum við mislingasjúk- linga — en ekki smitast af þeim. Víst er um það, að ásköpuð lausn frá mislingum er mjög fátíð, og mér hefur jafnan leikið efi á því, hvort hún gæti átt sér stað. En því hef eg trúað, að sé einhver lausrí frá misling- um að upplagi, þá hljóti lausnin að haldast æfilangt. En nú hefi eg fundið eina ótvíræða sönnurí fyrir því, að lausn f r á m i s 1 i n g u m g e t u r v e r i ö m a 11 n i á s k' ö p u ð, e n a 1 v e g ó v í s t að vita, hvað sú lausn helzt lengi. — Núna 19. júnídag sá eg hér í bænum unga stúlku, á 19. ári, með ótvíræöa mislinga. Eg veit me'ð fullum sanni, að 1907 lá örínur stúlka í mislingum á því sama heimili, og þessi stúlka, sem nú er veik, þá oft inríi hjá henni, „sat á rúminu uppi yfir henni“, en smitáðist þó ekki. Nú er h ú n eini mislingasjúklingurinn á heimilnu, hefir nú smitast af einhverjum utanheimilissjúkling. Slíkir viðburðir eru vafalaust fátíðir. En þetta getur verið vafasamur skolli, ef um sóttvörn er að gera. Þá er annað: G e t a m e n n f e n g i ð m i s 1 i n g a t v i s v a r ? Við vitum að mislingum fylgir yfirleitt örugg lausn og æfilöng. En eitt- hvað 4 eða 5 sinnum hefi eg þó rekist á mislingasjúklinga, sem þóttust hafa fengið mislinga áður, og jafnan sama sagan: Þeir kváðust allir vera „fæddir í mislingunum 1882“ og höfðu eftir ættingjum sínum, að þeir hefðu „fæðst með mislingana“, eða fengið þá nýfæddir. Sjálfur hefi eg aldrei séð barn innan þriggja vikna með mislinga og kann því ekki um það

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.