Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ
95
aö dæma, hvort mislingasmitun getur átt sér staö í móöurkviöi. En 1907
sá eg eina fulloröna stúlku meö mislinga, væga þó„ og haföi hún veriö
á 1. misseri þegar mislingarnir gengu 1882 og þá fengiö mislingana; þaö
sagði móöir hennar mér, mjög skilvís kona; haföi læknir skoðað barnið,
og sagt þaö hafa mislinga. Tel eg alveg efalaust, aö þessi stúlka hafi
fengið mislingana tvisvar, og 25 ár liðið á milli. Þetta er mín reynsla. —
Þar aö auki hefi eg heyrt nokkrar sögur um fólk, karla og konur, sem
eiga aö hafa fengið mislingana 1846 og a f t u r 1882, og sama sagarí um
þá a 11 a, a 11 i r verið „á 1. misseri í fyrri mislingunum".
Af þessu viröist mega ráöa, aö börn, sem fá mislingana á 1.
misseri, öðlast ekki örugga lausn frá veikinni.
Mislingakveikjuna hefir einskis manns auga litiö, svo aö sönnur fýlgi.
Og þó vitum viö meira um háttalag þessarar sóttkveikju en margra þeirra,
sem viö þekkjum í sjón. En því er ver og miður: Síðan gerlafræðin hófst
til vegs og virðingar, hafa læknar helzt til um of slegið slöku viö far-
sóttafræðina, gert henni lægra undir höföi. Nýir vendir sópa bezt. En
sannleikurinn er sá, aö náin aðgæzla á h á 11 e r n i hverrar farsóttar er
höfuðspekin. Og þó að gerlafræðingunum hafi auðnast að finna ráð til
að leysa menn frá vmsum sóttum, eöa losa menn viö þær, þá er ekki því
aö leyna, að notadrýgsta leysingin — bólusetningin — var fundin áður, en
gerlafræðinini var haldiö undir skírn. Þó aö viö þekkjum ekki mislinga
kveikjuna, þá er. ekki loku fyrir skotið, aö finna mætti rað til að leysa menn
frá mislingum, eða þá eitthvert kraftalyf viö þeirri veiki, á borö viö kínin
viö köldusótt o. s. frv. —
Það leynir sér ekki, að sumar farsóttir eru hafðar út undan i öllum
rannsóknum nú á dögum, þar á meðal mislingar, og þó einkum og sér í
lagi þær sóttirnar, sem sizt skyldi — allar kvefsóttirnar, þessar illu fylgj-
ur, sem elta hvern mann á röndum frá vöggunni til grafarinnar, verða fjölda
manns að fjörlesti og eru sístarfandi, ötular fyrirvinnur ýmiskonar annara
óheilinda. Undarlegt, aö þær skuli vera olbogabörn farsóttafræðinga og
gerlafræðinga.
G. BJÖRNSON.
Um nýjustu sóttvarnir.
(Niðurlag.)
4. Hvað skal taka til bragðs? Þá er um þetta er að ræða hér á landi,
verður þessi spurning fyrst fyrir: Er ástæða til þess að ætla, aö mrb.
vener. breiðist út hér, og er því nokkur ástæða til þess að gera nokkuð
í þessu efni? Sú útbreiösla, sem sjúkd. þessir hafa þegar náö, sýnir, að
þjóð vor er ekki ómóttækileg fyrir þá (immun), og þar af leiðandi geta
þeir breiðst út. Og svo framarlega sem vér ekki viljum láta þá breiðast
út, eða höfum von um aö aðrir verji oss gegn þeim, þá veröum vér sjálfir
að gera það. Þaö er enn fremur engin ástæöa til afskiftaleysis, aö til-