Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.06.1916, Qupperneq 10
96 LÆKNABLAÐIÐ tölulega lítiö er um þá og óvíöa, heldur hiö gagnstæöa. Þær sóttvarnir eru mest verðar, sem verja sóttum inn í löndin og sveitirnar. Eg svara spurningunni því játandi. Næstu spurningarnar eru: Hvað getum vér gert, og hvað eigum við að gera? Það liggur nú næst fyrir mig og aðra, er litla verklega reynslu hafa í þessum efnum (og ,eg býst við því, að svo sé um meiri hluta ísl. lækna, þótt allmargir hafi nokkra reynslu í meðferð sjúkdóma þessara), að athuga, hvað aðrir segja og gera, og að hverju leyti það komi oss að haldi. Aðalatriðið er, að framkvæmdirnar séu í samræmi við ástæður lands vors. Eg ætla ekki að fara út í aö athuga það i heild sinni, að hverju leyti er ólíkt um oss og stórþjóðirnar. Þýzka læknastéttin gerir sér ekki von um, að unt sé að útrýma Prostit. og mrb. vener. með þvi fyrirkomulagi, sem á undan er drepið á. En þéir gera sér von um — og tilgangurinn er —, að með því verði bölið að rnini- mum reductum. Eg veit ekki, og það er órannsakað mál, hvernig sakir standa hjá oss um þá lesti æskulýðsins, sem að ofan getur, en mrb. vener. hafa verið sjaldgæfir og óskírlífi hefir víst ekki verið tiltakanlegt, sízt til sveita. En hvað sem um það er, þá verður markmiðið þetta, að halda þessu öllu við minimum. Og útlitið er — að öðru óbreyttu — því betra, því betra sem ástandiö hefir verið. Það ætti að vera unt að ná góðu lágmarki, og halda því. Þá er farið er út i aðferöirnar, verður að taka fyrir sig báða aðalkaflana, sem nefndir eru í lok 2. kafla þessa máls. a. A 1 m e n n p r o p h y 1. gegn usus sex. extra matrim., og þar með gegn mrb. vener., og er þá aðallega átt við ungmenni til kynþroska aldurs. Hvað getum vér gert í þessu efni? Vér getum reynt að beita öllum þeim ráðum, sem talin eru í næsta kafla á undan, síðari hluta. Hvað e i g u m vér að gera ? Það er vandinn. Fullkomið vinbindindi æskulýðsins er sjálfsagt, og fer eg ekki fleiri orðum um það, eins og ástatt er hjá oss í því efni. Annað atriðið, heilbrigt uppeldi á heimilum, líkamlega og andlega, er líka sjálfsagt. En vafasamt tel eg, að miklu verði i bráð breytt frá því, sem nú er, í því efni, enda órannsakað mál, hvernig ástatt er. Svéitirnar standa betur að vigi, gæti eg trúað, að ýmsu leyti, einnig um fræðslu barna í sexualia. En um þá fræðslu annars verða uppeldisfræðingar og læknar að vera samtaka. Bezt væri líklega, að fá stutta, vel samda fræðslubók handa foreldrum í þessu efni. Hún má ekki heldur ganga of langt. Svo kemur þriðja atriðið, opinbera fræðslan i skólunum, aðalvandinn. Hér er á það að líta, að fræðslan miðar að fleiru en einu; bæði að því, að vinna á móti vitia sexualia, usus sex. c. prost. og þar með sýkingu af' mrb. vener., og loks á móti þvi, að unglingar hlaupi á glapstigu vegna þekkingarleysis eingöngu (þótt sýking verði ekki). Er þörf á fræðslunni í skólum vorum, barnaskólum, kvennaskólum og alþýðuskólum?* Um það * Eg skal nefna dæmi, að vísu ekki úr minum verkahring, en sem eg er fullviss um : Incestus qvidam virgini persvadet, ut cohab. consentiat, quum sine „periculo“ fieri possit. Dicit medicaminis enim necesse esse uti, ut concipiat. Virgo non fatua, sed ignara imperitaque erat. — Auk þess, að það er böl heilbrigðislega álitið, er það einnig svo, frá öðrum hliðum skoðað, og mun það ljóst hverjum full- orðnum, hugsandi manni, ekki sízt læknum, þótt ekki sé því lýst með átakanlegum orðum, að skálda sið. En þetta liggur að nokkru utan við efni grcinar þessarar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.