Læknablaðið - 01.06.1916, Side 11
DÆKNABLAÐIÐ
97
þykist eg viss. Er unt að framkvæma hana svo að í lagi sé, og ekki itil
spillis ? Um þaS er eg óviss — aö svo stöddu. Þó hygg eg, aö þaö mætti,
í Reykjavik t. d., og ef til vill í hinum stærstu kaupstöðum, þar sem
læknir er. í Reykjavík eru skólalæknar við barnaskólann (eða var a. m. k.)
og mentaskólann (eöa svo var við Latínuskólann). Læknar og uppeldis-
fræöingar veröa aö vinna hjer saman. En vjer ísl. læknar höfum ekki lagt
mikla áherzlu á sexologi og ’erum heldur ekki verklega æföir i meöferð
og fræðslu í þeim atriöum; og uppeldisfræðingar hygg eg aö muni ekki
heldur ekki vera á hverju strái hérlendis, en efa þó ekki aö þeir séu til, þó
nokkrir. Hvorirtveggja veröa aö vinna saman, og víst mun vandi aö gæta
meðalhófsins. Það þarf ekki eingöngu aö fræöa unglingana, heldur líka
kennarana, meö leiðarvisum, a. m. k. þangaö til kennarastéttin veröur ment-
aöri í þessu efni. Ef til vill mun veröa erfitt aö koma fólki i skilning um
nauðsyn þessa, er hér er lítið um þaö, er áöur er nefnt, og rekur aöallega
á eftir forkólfum málsins annarstaðar. Til fræöslu alþýðu um þessi efni
hefir Steingr. læknir Matthiasson ritað í heilbrigöisfræði sinni, og áöur í
„Eimreiðinni".
b. Baráttan gegn mrb. vener. (og Prostitution). Hér er átt
viö þaö, aö berjast á móti þeirri sýkingu, sem þegar er oröin hér á landi
og á móti þvi, að Prostitution eflist, sem enn er lítil hér á landi. Pr. er
hjer notað í upprunal. merk., en annars ætla eg ekki aö nota oijöiö. Þá
skal litið yfir ráö þau, er drepiö er á hér að framan.
Eitt atriöið er hegningarlög, þ. e. aö setja inn í hegningarlögin ákvæði,
er ræöir um sýkingu meö mrb. vener. og hegningu fyrir þa"ð. Þótt hegn-
ingarlög ein dugi ekki, þá kernur til tals, aö nota ákvæöi lík þeim, sem
eru í hegningarlögunum dönsku, og áöur er á minst. En alt af er það
öröugleikum bundið, aö fylgja þessu fram, og verður ekki fariö nánar út
í það. Um lögskipað fyrirkomulag, þá er enginn vafi á þvi, aö vér þurfum
lög um þessi efni. Þau eiga aö miöa aö því, að hindra sýkingu manna á
milli, og þaö ekki eingöngu meö coitus, heldur og á annan hátt (t. d. aö
bera Syph. insont, ákvæöi um sjúk börn og barnfóstrur) og a ö stuðla
aö sem almennastri læknisrannsókn og góðri læknismeðferð. Þau yröu
auövitaö að vera í samræmi viö alla háttu vora og fyrirkomulag, eins og
önnur sóttvarnarlög. Þau eiga að berjast á móti starfsemi skottulækna
viö samræöissjúkdóma. En svo er aðalvandinn, fyrirkomulag sóttvarnanna,
starfsemi læknanna. Um lögskipaöa Prostitutio er ekki aö ræöa og þarf
því ekki aö ræöa um atriðin gegn henni, en nægir aö láta i ljósi von um,
aö hún komist ekki á hér á landi. Viö athugun á öörum uppástungum
Neissers, þá viröist svo, aö fyrirkomulag siðferðis- eða heilbrigöisnefndar
geti ekki þrifist hjá oss, meö vorum staöháttum, sízt til sveita. Það væri
þá helzt í Reykjavík. Meö þvi fellur þá og úr sögunni ákvæöiö um sérstaka
aðstoðarmenn hennar, læknisaðstoð og lögregluaðstoð viö uppljóstun. Hlut-
taka lögreglunnar mun annars ekki veröa heppileg hér hjá oss, sízt al-
ment. En þaö kemur aö haldi, ef um prostitutae verður aö ræða, sem settar
veröa ákveðnar reglur um húsnæöi. Næsta atriði var um fræöslu og aö-
varanir sjúklinganna. Þaö kemur til greina, en veröur þá hlutverk lækna,
og sjúkrahúsa, og geta eiríkum sjúkrahúsin tekiö viö kvittun þeirra fyrir
fræöslunni (auðvitað aöallega um lagaákvæöin). Atriöiö um viðurkenning