Læknablaðið - 01.06.1916, Side 12
LÆKNABLAÐlÐ
98
lækna eftir því, aö þeir hafi haft sjúkl. til meðferðar og „útskrifaö" hann,
er líka gott og vel unt aö framkvæma þaö. MeSal annars er þá sjúklingum
ljóst, aö refsing liggur viö því, aö celebr. soit. á því tímabili, frá byrjun
sjúkd. til þess er viðurkenning er fengin. Um greiðslu kostnaðar af opin-
beru fé, þá verða líklega skiftar skoðanir um það það verður dýrt. En
þá er aftur munur á Syphilis og Gonorrhoe. Enn fremur verða skiftar
skoðanir um fjölgun lækna, „stofnun nýrra embætta". Eg hygg, að aðal-
framkvæmdirnar í þessum efnum yrðu í höndum héraðslækna, eins og
aðrar sóttvarnir; en læknar yrðu þá að fá meiri mentun, skyldunám, í
venerologi. Þvi að atriðið um ákveðnar, nákvæmar rannsóknir sjúkling-
anna, er gott, og nauðsynlegt, einnig hjá oss. Um önnur ónefnd atriði, þá
höfum vér ekkert skylduuppeldi, og um hæli handa gömlurn, óbetranlegum
og ólæknandi prostitutis og ákvæði um bústaði fyrir puellae publicae, þá
eru atriði, sem ekki koma þegar í stað til greina, og einhver ráð munu
með á sínum tíma.
Þá eru aðrar þjóðfélagsumbætur. Vér höfum enn, sem betur fer, ekki
mikið af öreigalýð og atvinnuskorti verkalýðs, eða verksmiðjuvinnu kvenna
og barna. En húsakynni þyrfti líklega að athuga, og ef til vill ekki van-
þörf á, að löggjöfin skifti sér af þvi. Því að auðvitað er það jafnáríðandi
hjer sem annarstaðar, að húseigendur troðfylli ekki hús sín fram úr hófi,
er þeir leigja, og að hafðar séu gætur á leigjendum (leigutökum), að þeir
þrengi ekki sjálfir of mjög að sér með þvi að taka fólk. — Þetta mál
er lítt rannsakað hjá oss, en prófessor Guðm. Hannesson hefir það nú með
höndum, og er vel, er það mál er tekið fyrir. Annars kemur þetta einnig
til annara en lækna.
Að lokum skal á það bent, að þar sem sjúkd. koma til landsins með út-
lendingum, þá verða varnirnar að vera öflugastar í stóru kaupstöðunum
og öðrum verzlunarstöðum, þar sem mikið er um útlendinga. Á vissum
stöðum þurfa að vera sjúkrahús, sem taka á móti þeirn, og við þau vanir
læknar, sem bezt er treystandi. Aðra sjúkl., einkum með Syphilis, á að
senda á þessa staði, og þar á lækningin (a. m. k. við Syph.) að vera
ókeypis.
1 stuttu máli: 1. Vér getum unnið að prophyl. með því, auk vín-
bindindisins, að koma á aukinni fræðslu og bættu uppeldi æskulýðsins, í
þessum efnum, bæði heima og í skólunum. Hið síðarnefnda er vandamál,
sem vér þurfum að taka til athugunar, bæöi læknar og uppeldisfræðingar.
íþróttir ættu að verða almennari. 2. Vér getum barist á móti mrb. vener.
með því, að fá lög, er hindri sýkingu á rnilli manna, stuðli að lækningu sem
flestra (skylda), hindri skottulækningar, hegni fyrir það, að bera sjúkd.
á aðra, ákveði heppilegt fyrirkomulag um eftirlit, fræðslu sjúkl. um
skyldur og hættur, viðurkenningar frá hendi lækna, greiðslu kostnaðar,
a. m. k. á sjúkrahúsum og við Syph. af almannafé, ákveði tilteknar, vís-
indalega nákvæmar rannsóknir sjúkl. Loks með aukinni fræðslu lækna-
efna í venerologi. Læknar og lögfræðingar eiga að vinna saman að lögunum.
Búðardal, í fcbrúar 1916. ARNI ARNASON.