Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1916, Síða 13

Læknablaðið - 01.06.1916, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 99 Hjúkrunarmálid. Þrír læknar hafa ritað um máliö í Lbl.; þeir hafa verið á eitt sáttir um, að þörf væri á hjúkrunarfólki hér á landi; ágeiningurinn er um það, hve mikla þekkingu til þess þurfi eða eigi að krefjast, til að geta hjúkrað sjúk- lingum, hvernig sú þekking eigi að fást, og hvenær og hve víða þessari þörf skuli fullnægt. Hvernig er ástandið nú í þessu efni í sveitunum, á sjúkraskýlum ])ar og á sumum stöðum öðrum úti um land? Eg verð einkum að halda mér við sveitirnar, enda hallast vonandi ekki á, því tveir kaup- staðarlæknar og einn sveitalæknir hafa rætt málið. Eg hefi á hendi umsjón með rekstri sjúkraskýlis, sem tekur 6 sjúklinga. Það hefir lent á mínu baki að útvega hjúkrunarkonu til þess, eftir umboði svonefndrar sjúkrahússtjórnar, í þau 4 ár, síðan eg tók við rekstri þess. Eg hefi í þrjú skifti þurft út af örkinni í því skyni og þarf sjálfsagt bráð- lega; það er ekki að ástæðulausu að eg er orðinn leiður á þessu. Eg hefi fyrst í stað reynt til að fá þær stúlkur, sem eg hefi þekt að því að vera greindar og ábyggilegar, og mér hefir litist bezt á til þessa starfs, eða til að geta lært það, því óvanar hafa þær verið, en eg hefi fengið hryggbrot hjá þeim, og hefi oftast orðið að lækka seglin og láta undan í kröfum mín- um. Almenningur er mjög ófróður um hjúkrunarmál, eins og ekki er að furða; bæði af ófróðleik sem og áhugaleysi almennings, stafar hugleysi það og leiði sá eða ístöðuleysi, sem kvenfólk margt er fult af, treystir sér eigi til að gefa sig við hjúkrun og heldur því fram, að hugrekki og kjarkur þurfi að vera í ríkum mæli hjá þeim, sem gefa sig við því starfi. Ýmsar greindar og ábyggilegar stúlkur hefi eg eigi getað náð í af þessari ástæðu. Svo fylgir hér og sá böggull skammrifi, að eigendur sjúkraskýla (hér eiga hreppar tveggja læknishéraða sjúkraskýlið, oddvitar umboðsmenn þeirra), álíta að fé til hjúkrunar eigi að spara, svo að oft er ilt að halda þeirri, sem eitthvað hefir vanist þessu starfi, því hún hefir lítið meira en 150 kr. í kaup (vinnukonukaup), en mikið ófrjálsara og oft og tíðum erfiðara. Stjórn sjúkraskýlisins hér (eg hygg, að víðar sé pottur brotinn), vill að eins fá óvanar hjúkrunarkonur, af því að þær eru kauplægri en þær sem kunna; féð, sem til hjúkrunar hefir verið ætlað, er svo lítið, að eigi er kleift að fá vana hjúkrunarkonu, þó kostur væri á. Það þarf því að fræða og vekja almenning um nauðsyn þessarar starfs- greinar, og jafnframt þurfa menn að vita, að starfið krefst, ef vel á að vera, þekkingar og æfingar, sem á ekki að fást nema gegn hæfilegri þóknun. Að athuguðu ástandinu eins og það er, get eg ekki með nokkuru móti fail- ist á, að gjörlegt sé að hvetja nokkurn til þriggja ára hjúkrunarnáms, meðan jarðvegurinn er jafn-illa undirbúinn, og enn á sér stað á landi voru. Það er mikill ábyrgðarhluti, en hefir þvi miður eigi verið athugaður sem vera bar hér á landi, að hvetja til margra ára náms og krefjast mikillar þekkingar, en ætla mönnum svo lítið eða ekkert i aðra hönd á eftir. Vil eg í því sambandi minnast á þriggja ára nám barnakennara- og farkennara- kjörin siðan. Þessa aðferð álit eg ranga. Úr því að menn vilja ekki borga sanngjarnlega fyrir þekkingu og kunnáttu i hjúkrun, þá súpa menn af þvi

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.