Læknablaðið - 01.06.1916, Síða 14
lOO
LÆKNABLAÐIÐ
seyöiS, og ekkert vit i aö vera aö hvetja menn inn á margra ára lærdóms-
braut. Þjóðin gerir ýmist engar eöa þá litlar kröfur til þekkingar og æf-
ingar í þessu máli, og kröfunum því hægt aö fullnægja þó í miklu smærri
stil sé.
Eg álit óþarft að skýra frá þeim annmörkum, sem á því eru oft og
tíðum, aö trúa óvönum kvenmanni fyrir sjúklingum, eftir ýmsar aögeröir,
þegar læknir er aö heiman. Ráöiö, sem læknarnir þá hafa, mun oftast það,
aö leggja saman nætur og daga, til aö komast heim og geta sjálfir sint
sjúklingunum. Konum sinum munu þeir og flestir betur trúa i fjarveru, en
litt æföum hjúkrunarkonum. Vandræöin verstu hafa mér virzt þau, aö
kvenmaöurinn, sem ráöist hefir til hjúkrunarstarfsins, er óþekt, meðmæla-
laus, eins og alt vinnufólk hér á landi, og reynist oft misjafnlega; þvi
meiri likur til aö svo sé, meöan betri stúlkurnar draga sig í hlé. Hvað er
hægt aö gera til bóta í þessu mikilsverða máli?
Tillögur læknanna sem um það hafa ritað, eru á ýmsan veg.
Á. Á. leggur þaö til, aö sem allra flestu ungu fólki (aðallega kvenfólki)
sé gefinn kostur á aö kynna sér verklega aöalatriöin i hjúkrun.
G. H. leggur aöaláherzluna á, aö læknar læri vel hjúkrun, svo aö þeir
geti betur kent út frá sér; einnig leggur hann til, aö hjúkrun verði kend
i kvennaskólum og gefin út bók í hjúkrunarfræði.
G. Cl. vill lúða þar til stofnaður sé hjúkrunarkvennaskóli viö væntan-
legan landsspítala. Mér þykir ekki gjörlegt aö bíöa í mörg ár eftir væntan-
legum landsspítala. Grundvöllinn þarf þegar aö leggja og búa í haginn,
fyrir læröu hjúkrunarkonurnar, sem vonandi koma þaðan á sínum tíma.
Tillögur Á. Á. falla mér vel í geö; en hvar á kvenfólkið aö læra „aðal-
atriöin í hjúkrun“? Tillögur prófessorsins ganga aö nokkru leyti í sömu
átt og Á. Á. Hann vill aö hver vel mentuð stúlka viti einhver deili á
hjúkrun. Nauösynlegt verö eg þó aö telja, aö kvenfólkið hafi lært undir-
stöðuatriðin í hjúkrun, og hafi meðmæli hjúkrunarkennara, áöur en þær
ráða sig viö sjúkrahús eöa sjúkraskýli, eöa til hjúkrunar á sveitaheimil-
um, sem einkum kemur til greina í sveitum eöa héruðum, sem ekki hafa
sjúkraskýli. Eg lít svo á, aö læknarnir ættu yfir höfuö aö vera framhalds-
kennarar þeirra, sem dálítið hafa áöur fengist viö hjúkrun, því þaö eru
vandræði aö þurfa aö taka stúlkur óundirbúnar og meðmælalausar, eins
og nú tíðkast og hlýtur aö gefast mjög misjafnlega. Eg vil því gera það
aö tillögu, að komiö veröi á stofn hjúkrunarnámsskeiði undir stjórn góös
hjúkrunarkennara, sem völ mun á i Reykjavík, og stæöu þau yfir i
þriggja mánaöa tíma að vetrinum til. Verklega kenslan gæti farið fram á
stærstu sjúkrahúsunum, Vifilsstaðahælinu og Holdsveikraspítalanum, sú
lióklega þar eða annarstaöar eftir atvikum.
Eg býst eigi viö því, að læknar þessara sjúkrahúsa myndu neitt viö því
amast og væru jafnvel fúsir aö leiöbeina.
Eg þykist sjá i hendi mér, aö þekkingin yrði í molum, en þó aö mun
betri en engin, borin saman viö ástandið nú. Enginn þarf aö vera fúskari í
faginu, þó lært hafi undirstöðuatriðin í hjúkrun, og fúskarinn í hjúkrunar-
konunni þyrfti ekki fram aö koma, ef læknarnir, sem þeim síðar stjórnuöu,
heföu þar í fullu tré, legöu alúö og rækt viö aö kenna þeim. Á þriggja-
mánaöa námsskeiöi ættu stúlkurnar aö geta lært aöalatriöin verklega og