Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1916, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1916, Page 16
læknablaðið lóá bústaö. Eg man ógerla fyrirkomulagiö, en víst var þaö, aö mér þótti' bæöi útliti hússins og herbergjaskipun m j ö g á b ó t a v a n t* Bráönauö- synlegt væri það, aö fá nokkra fyrirmyndaruppdrætti af slíkutn húsum, sem læknar gætu valið úr og haft sér til hliðsjónar. Ef héraöslæknar vildu senda mér tillögur um það fyrirkomulag, sem þeir álíta best henta húsurn þessunt, stærö allra herbergja, skipun þeirra o. s. frv. myndi eg reyna aö fá nokkra uppdrætti geröa og myndir prentaðar af þeim í Lbl. Þeir sem þessu máli vilja sinna, þyrftu þá aö senda einfalda yfirlitsmynd af stærð húsanna og herbergjaskipun með árituðum stæröum, sem auövelt er aö gera á rúðaðan pappír. Sérstaklega vildi eg mælast til þess, að þeir læknar sintu þessu, sem hafa sjúkraskýli og læknisbústað, því þeim eru bezt kunnir ýnisir annmarkar. í mínum augum er það eitt af allra helztu nauösynjamálum lækna- stéttarinnar, aö sómasamlegir læknabústaöir og sjúkraskýli rísi upp í hverju héraði. Og héruðin eiga ekki aö nema fé til húsa þessara viö neglur sér, heldur hugsa um, aö þau geti bæöi orðið héraöinu til sóma og fram- búðar. Öllu fleygir nú fram í landinu og það þykir úrelt og óhæft eftir io—20 ár, sem fullboðlegt finst í ár. Ef ekki er viö þessu séö, má ganga að þvi vísu aö húsin þyki ekki lengur viðunandi og verði þá að byggja á ný. Þetta yrði eflaust miklu dýrara en þó vel væri frá öllu gengiö i fyrstu. Annars lít eg svo á, aö læknum einum sé um aö kenna, ef þessu máli þokar ekki fljótlega áleiðis. Mér finst þaö liggja beint viö, aö félag ísi. lækna (ef þaö kemst á) b a n n a ö i læknum a ð s æ k j a u m n o k k u r t læknishérað, sem tregaöist viö aö reisa sómasamleg- a n læknisbústað o g s j ú k r a s k ý 1 i. Þetta myndi hrífa, en hitt er svo sem auðvitað, aö félagið gerði ekki aðrar kröfur en þær, sem sanngjarnar væru eftir atvikum. íslenzkt læknafélag ætti aö geta á ýmsan hátt komið aö góöu gagni, en þaö lítur svo út, sem læknum þyki það ekki ómaksins vert aö greiða atkvæöi um, hvort þaö skuli stofna eða ekki. Codex eth. og ísl. læknafélag. Enn verö eg aö minna lækna á að senda atkvæöi sín meö næsta pósti um þessi mál, svo ekki dragist lengur aö fá þau útkljáö. Lyf lækna. Eg hefi ekki langa reynslu i því að hafa lyfjaverslun, aö eins eitt ár. Mér er það þó minnisstætt, aö eg haföi ásett mér aö koma sem flestum lyfjum mínum i þaö horf, aö annaðhvort væru þau i töflum (tab- lettum) eöa sem lögur. Haföi auk þess í hyggju aö fækka svo lyfjategund- unum, sem eg sæi mér frekast fært. Þó rak eg mig á það, aö lyfin höföu þaö undarlega eöli aö vilja sífelt fjölga. Eg skil það vel, aö læknar í Noregi eru farnir aö nota flest lyf í töflum, þar sem engar lyfjabúöir eru, enda er þar mikil lyfjatöflugerö. Kveöur svo mikið að þessu, aö lyfsalar kvarta sáran. Viö lauslegan samanburö á veröi ísl. lyfjataxtans og norsku lyfjanna, sýnast mér þau tiltölulega ódýr. Þannig kosta t. d. iooo tabl. Blaudii frá * LancHæknir hefir sem stendur ekki uppdr. við hendina, svo eg hefi ekki átt kost á að athuga þá nánar. Að vísu má gera uppdr. án þess að spyrja um reynslu og álit lækna, en hvorttveggja þó æskilegt að vita.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.