Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 3
4- árgangur. Ágúst, 1918. 8. blað. Nokkur ord um enuresis. Þó enuresis sé fábreyttur kvilli, gengnr misjafnlega að lækna hann. Fyrir sjúkl. er hann þýöingarmikill. Hann veröur hálfgeröur aumingi svo lengi sem eigi veröur bót á þessu ráðin. Uppruni sjúkd. er oft á huldu. 1) 111 u p p e 1 d i, kæruleysi og sljó- leikur er stundum ástæöan, en líkl. sjaldnast. Bömin sæta jafnaöarlega ávítum, skammast sin fyrir sjúkd. og gera hvaö þau geta til þess aö halda ])vaginu. 2) Meöfædd veila og þá sérstaklega á taugakerfinu (e. psychopathica), eigi sjaldan arfgeng. Hún kemur þá fram i því, aö e. liggur í ættinni, hysteria, epilepsia, cephalalgia, almenn neurasthenia o. þvíl. Veiian getur veriö. blátt áfram líkamleg, t. d. veill sphincter vesi- cae (atoni, óþroski). Má finna, aö hæfilega gildur kanni mætir óvenju- lega lítilli mótstööu ofan til í urethra. Þá gæti og veriö, aö tilfinning ofan til i urethra væri óeðlilega sljó. Hversu sem þessu er farið, þá nýtur sin ekki hið eðlilega viðbragö (reflex), sem kemur lokunarvöövum blöörunnar til að dragast ósjálfrátt santan, er þvagið leitar á, og getur það auövitaö stafaö af ýinsri líkamlegri óreiðu, sem erfitt er aö rekja. 3) A ö r i r k v i 11 a r valda stundum e. meö því, að vekja á einhvem hátt tæming- arviðbragð blöörunnar (e. reflectorica) : oxyuriasis, phimosis, vegetationes adenoidea, hypertrophia tonsill. Þá getur og cystitis og calculi vesicae o. fl. haft þau áhrif. Skoðun sjúklingsins þarf helst aö vera allnákvæm, þó oftast sé fátt að finna. Þvag, nef, kok, genitalia þarf að athuga og ganga úr skugga um, að eigi sé um blöðrusteina að ræða eða oxyuriasis. Sjúklingarnir eru venju- lega eitt af tvennu: sljóir, vanhirtir og illa uppaldir, stundum hálfgeröir aumingjar (imbecil), eða viðkvæmir, taugaveilir og annars vel gefnir. BlóÖleysi, almenn þrif og heilsu þarf aö sjálfsögöu að athuga. Meðferð. Öll lyf hafa reynst mér gagnslaus. Geri eg ráð fyrir, að þau verki helst sem suggestio. Þá mun þaö og gagnslítið>, aö hvetja sjúkl. til þess að hafa gætur á'sér, aö eg ekki tali um að ávíta þá. Þeir gera þaö flestir eftir megni. Meiri þörf á að tala í þá kjark og sjálfstraust, gefa þeim góöa von um bata, ef horfur sýnast ekki því verri. Sú meðiferö, sem mér hefir gefist best, byggist á þvi, að v a r n a

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.