Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 6
ix6 LÆKNABLAÐIÐ nálar (stungnar í samanbrotinn vasaklút), þvaglegg (Nelatons), nagla- bursta og gúmmíhanska. Silkisaumgarn hefi eg sterilt í töskunni. Enn fremur fæ eg á heimilinu 15—20 vasaklúta eSa léreftsríur, senr eg sý'5 me5, og bolla til aö ausa upp vatninu meö (hefi bollann í bandi, sem liggur upp úr pottinum, svo hægt sé a5 ná í hann).* Ekki má gleyma a5 setja 1—2 matskeiöar af sóda saman viö vatnið. Ofan á alt sarnan hvolfi eg 2 þvottafötum. Gott að hafa soöiö nokkru áöur en til þarf aö taka, svo að ekki sé alt sjóöheitt, en reyndar kólnar fljótt eftir aö vatninu er helt og ausiö. En heita vatnið kemur í góðar þarfir til þvotta, og til aö blanda úr lýsolvatn til handþvotta og á verkfærin. Eg hafði fyrst framan af töng frá Svendsen & Hagen, en mér líkaöi hún ekki, þótti hún klunnaleg, bugðan á örmunum ekki nógu rnikil; hún vildi sleppa af. Eg fékk því Nyrops töng, og hefir mér ætíö fallið hún vel. Annars vil eg geta þess að enga fæðingartöng hefi eg séð jafn-létta og laglega og frá Stille í Stokkhólmi. — Eg er vanur að setja konuna þvers um í rúminu meö spjaldhrygginn hvílandi á samanbrotnum kodda yfir rúmstokknum. Tvær konur sitja sín hvoru megin og halda undir hnés- bætur. Þriöja konan (eða maöurinn) krýpur uppi í rúminu hjá konunni og svæfir hana. Undir konunni er vaxdúkur eöa skinn, en þar á breiði eg klúta vætta í lýsolblöndu eftir undangengnum sápuþvott, og sömuleiðis klúta á kviðinn og lærin. Pubes er eg ekki vanur að raka og vagina þvæ eg ekki né skola nerna sérstaklega standi á. Ef til vill væri annað réttara, en urn hvað rétt sé eru lærðir ósáttir. Á undan tangartaki tek eg ætíð þvagið. Um hönd yfirsetukonunnar vef eg einum soðna klútnum áður hún styðji við fyrri tangararminum og síðan við perineum. — Stöku sinnurn, þegar séð hefir á höfuðið og auðsjáanlega lítið átak væntanlegt, hefi eg látið konuna liggja á bakið kyrra í rúminu með kodda undir sitjanda og glentum lærum. Hefi eg þá tekið barnið meö tönginni án ,,axetræk“, eins og venja hefir verið í gamla daga. í einu slíku tilfelli slepti eg svæfingu, og kvartaði konan furöu lítiö (en þaö var multipara). Við áðurnefndar 119 fæðingar hefi eg 46 sinnurn notað töng og náð 50 börnum (3svar tvíburum), en þar af komu 7 liðin (2 vegna grindar- þrengsla og langvinnrar fæöingar, 3 vegna ec.clampsia, 1 vegna sitjanda- fæðingar, töng á síðastkomandi höfði, 1 perforerað vegna hydrocephalus). 2 konur dóu af þeim, sem eg. hjálpaði með töng. Önnur á 5. degi af akut sepsis eða febris puerperalis; var orðin veik, þegar eg var sóttur, Hin dó 2 stundum eftir tangartak vegna ec.clampsia og var eg í vafa um causa mortis. Hún hafði fengið 3 krampaköst, allsvæsin, áöur en eg náði barn- inu. Það kom lifandi. Eftir það leið henni vel og kramparnir hættu. En að 1—2 tímum liönum kvartaði hún um ákafan verk fyrir bringspölum. Það hafði blætt dálítið og þrýstist út væn blóðlifur, jregar eg kom aftur til hennar. Bringspalaverkurinn ágerðist, hún átti bágt með andardrátt, fölnaði upp og dó eftir nokkrar minútur. Mér datt í hug, að kynni aö * Eg var vanur að nota gleraðan járn-eysil með ,;;ngu skafti, sem er til á flestum bæjum. Hékk á pottbarminum. — G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.