Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1918, Side 13

Læknablaðið - 01.08.1918, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 123 Hann scgir frá því í fyrsta fyrirlestrinum, sem fáum mun vera kunnugt, að 22 árum áSur en Semmelweiss gaf út bók sína: „Die Aetiologie, der Begriff und Prophylaxis des Kindbettfiebers“ og 8 árum áður en hann geröi uppgötvun sína, þá gaf próf. Per Gustaf Cederscbjöld út „Lárobok i várden av Qvinnans' slágtliv", og segir Cederschjöld í henni, aö hann sé sannfserður um, aö barnsfararsóttin breiöist þannig út, að „fastare smitt- ámne, sá kallat contagium“ berist meö hjúkrunarfólki frá einni sængur- konu til annarar. Til þess að verjast þessu, láti hann hverja sængurkonu hafa sinn svamp og þurku, blandi enn fremur chlor í þvottavatnið, enda hafi engin barnsfarsóttar-e p i d e m i komiö á þeim fæöingarstofnunum, sem hann veitti forstöðu síöustu 10 árin, og það aö barnsfararsóttin ekki hverfi alveg, kennir hann því, að ilt sé aö fá hjúkrunarfólk til aö hlýða þessum fyrirskipunum. Eg ætla annars ekki aö rita neitt frekar 11111 bókina, aö eins stuttlega aö skýra frá þeim skoðunum hans, sem koma fram í XIV. og XV. fyrir- lestrinum um e k 1 a m p s i s m u s og e k 1 a m p s i a. Albuminuria gravidarum er tiöari hjá primiparæ og viö tviburafæöingar en ella, byrjar sjaldan fyr en eftir hálfnaöan meðgöngutíma. Patologisk- anatomiskar breytingar eru litlar — þaö er ekki um reglulega nephritis að ræða. Symptomin geta versnaö. Þvagiö minkar, cylindrar finnast i þvi, al- bumen eykst. Bjúgnr kernur i andlit, fætur og víðar, retinitis, albumin- urica, aukinn bló'ðþrýstingur, höfuöverkur, uppköst o. s. frv. Þetta kall- ast eklampsismus, og þá er alvara á ferðum. Þyngist symptomin enn meira, þá má búast viö aö verstu og hættulegustu einkennin komi í ljós, kramp- arnir, eklampsia. Þegar svona mikið kveöur aö veikinni, eru ætíö pathol.-anatom. breyt- 'ngar á nýrum og lifur, og líkjast þær þeim breytingum sem finnast viö alvarlegar eitranir. Lengi hefir verið leitast viö aö skýra orsakir veikinnar. Hún hefir veriö skoöuö sem urámia og hepatotoxámia vegna breytinganna,sem veröa á þess- um liffærum, — en þær eru afleiðingar af veikinni en ekki orsök. Um meögöngutimann er blóö kvenna frábrugðið því sem ella er, en ekki hefir eklampsia-eitriö fundist. Sumir hafa álitið, aö eklampsia kæmi af ana- fylaxi og e/nin, sem valda anafylaktisku schock komi frá egginu. En eklamptiskt k a s t og anafylaktiskt schock er harla ólikt. Þó menn, eftir þessu aö dæma, ekki séu komnir fyrir orsakir eklamps- ismus eöa eklampsia, þá er nauösynlegt hverjum manni, sem fæst viö aö hjálpa konum, að mynda sér einhverja skoðun á eöli sjúkdómsins. Tvö facta ber aö athuga: 1 ■ Eklampsismus eöa eklampsia koma ekki fyrir nema í sambandi við graviditas. 2- Eklampsismus eöa eklampsia hætta næstum ætíð er fæðingin er af- staöin. Þetta verður aö skiljast svo, aö veikin stafi af því aö e g g i ð e r í uterus. ÞaÖ má þá hugsa sér þetta þannig: i fóstrinu veröa efnaskifti, — eins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.