Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ e m b æ 11 i s a 1 d r i. Hækkunin mætti ekki minni vera en svo, aö héraös- iæknir, sem búinn væri aö þjóna í 16 ár fengi kr. 7200. Ef viö fengjmn launin þannig bætt, held eg aö ekki væri ráölegt aö- hækka taxtann til muna frá því, sem nú er, því allur fjöldi fólks — hér að minsta kosti — er lítt aflögufær. Héraðslæknir, sem eg þekki vel aö nákvæmni og áreiðanlegleika, og auk 'pess er sparsamur og ráðdeildar maöur, hefir sent mér ofanritað yfirlit yfir tekjur sinar og afkomu árin 1913—1918 (til 1. desember), þaö mun gefa sanna og rétta hugmynd um afkomu mjög ráðdeildarsams læknis í tiltölulega g ó ð u héraði. Hann segir sjálfur um það : „Hér hefir þá á r e i ð- a n 1 e g a r tölur!“ Er ánægjulegt að sjá svo gott og glögt reiknings- hald hjá stéttarbróður. Ef fleiri gerðu -sömu skil, væri auðvelt að gera sér glögga grein fyrir afkomu lækna. En hve margir halda svo hreina reikn- inga? Það eru þá fyrst og fremst aukatekjurnar, sem vert er að athuga. Tekjur af læknisstarfi hafa' verið að meðaltali þessi 5 ár um 2300 kr. og" tekjur af lyfja og umbúðasölu o. fl. 1400 kr. Aukatekjurnar hafa því veri5 um 3,700 kr. á ári og stingur það töluvert í stúf við 1200 kr. meðaltalið hjá læknum 1914. Það lítur sv° út, sem læknar hafi talið tekjur sínar !íkt og bændur búféð, þó ilt sé það afspurnar. Eftirtektarvert er það, að talsverður hagnaður er af sölu lyfja o. fl. Hún er drjúgur tekjuliður og kemur það nákvæmlega heim við mína reynslu. Úr þessu vilja margir lítið gera, en nokkuð mun það að kenna læknunum sjálfum; þeir hafa ekki lagt neina alúð við verslunina, fundist hún malum necessarium. Þó er söluhagnaðurinn talinn hér helst til hár, því líklega hefir ekkert verið dregið frá fyrir vinnu, húsaleigu, ljósi og" upphitun, þ. e. öllum kostnaði við að selja lyfin. Alt þetta nemur talsverðu, svo hagnaðurinn rýrist i raun réttri. Yfirleitt hafa aukatekjurnar farið drjúgum hækkandi, jafnvel þó dýr- tíðaruppbót, tvö síðustu árin, sé talin frá. Að líkindum sta.far þetta af því, að taxti hefir verið nokkuð hækkaður í dýrtíðinni, hve mikið veit eg- ógjörla. Úr 4000 kr. eru tekjurnar komnar upp í um 6000 kr. þó dýrtiðar- uppbót sé talin frá. Þetta eru svo ríflegar tekjur, að ekkert er sennilegra en að þing og stjórn telji þær langsamlega nægar, ef ekki óhæfilega mikl- ar. Hitt er svo sem auðvitað, að þær sanna lítið um tekjur lækna i lakari héruðunum. Já, ef alt væri öðru vísi en það er, og gildi peninga ekki minna en var fyrir ófriðinn. þá væru þessar tekjur góðar og gildar. En hvernig hafa þær reynst í höndum sparsams manns, sem hlífist við öllum óþarfa út- gjöldum ? Skuldadálkurinn sýnir afkomuna. Afkoman hefir verið til hnífs og skeiðar og skuldirnar standa í stað. Síðustu árin hafa 6000 kr. ekkí hrokkið til og hefir þó þessi læknir komist létt frá húsaleigu, því hann á hús sjálfur. Þetta er síst a.ð undra, þó mörgum muni vaxa upphæðin í augum. Það eru allir sammála um, að sómasamlega hafi enginn embættismaður getað lifað fyrir striðið tneð minna en 3000 kr., að minsta kosti ef lmsaleiga og- allar nauðsynjar eru taldar afdráttarlaust. Nú hefir verð á öllum vörum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.