Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 3i ttnni síöustu viku, og er vonandi, a'ö farsótt þessi veröi ekki mjög langdræg .úr þessu. J. Hj. S. Inflúensa gengur enn á Skógarströnd á Snæfellsnesi. Mjög væg. Héraðsl. í Ólafsvík hefir felt sóttvörn niöur. Þá hefir hún komist fyrir Horn, inn í Strandas., en hefir litiö breiöst þar út. — Hún er því ekki útda.uð enn! Skarlatssótt hefir gert nokkuö vart viö sig í Rvík undanfarið, en verið mjög væg, eins og tíðast hefir verið síðan veikin fluttist inn i landið. Einhverjum sóttvörnum hefir verið beitt, en ófullkomnum. Þegar þessi væga tegund veikinnar gekk yfir landið, báru allsterkar sóttvarnir engan ,eöa litinn árangur, einkum vegna þess hve hæg hún var. Það sýnist því ærið hæpið, að sóttvarnir hafi nokkra þýöingu meðan vekin gerist ekki :álvarlegri, og líklega réttast að félla þær niöur. Þessi snertur af veikinni .gerir smám saman mestan hluta landsmanna ónæman, en óvíst hve ill— kynjuö sú skarlatssótt kynni aö verða, sem næst flyttist hingað frá út- löndum. Yfirleitt blessast aldrei sóttvöm ef veiki er svo væg, að alþýða telur óþægindin viö vörnina verri en veikina. Slíkar varnir eru aö eins ■ tii kostnaðar og óþæginda. G. H. Stúdent gerist læknir. Stúdentum, sem tekið hafa fyrri hluta prófs, 'hefir oft veitt lækningaleyfi um stundarsákir, og ekkert verið viö þaö að athuga 5 læknafæð þeirri, sem hér hefir verið lengst af. Hitt er nýtt, að nú hefir éinn stúdent, meö leyfi landlæknis, sest aö i vetur sem starfandi læknir í Keflavikurhéraöi og hefir þó héraðslæknir kandidat fyrir aðstoöarlækni. ’Héraðsl. hefir kært þetta til stjórnarráðsins, en úrskurður er ókominn enn. Verður minst á þetta síðar í Lbl. Stjórn heilbrigðismála. Meiri hluti læknadeildar Háskólans hefir lagt .það tij, að í stað landlæknis komi 3 manna heilbrigðisráð með 2 vara- mönnum. Sumir töldu þó varhugavert að gera slíka ljreytingu og tvísýnt að fleiri mönnum færist starfið betur úr hendi en einum með óskiftri ábyrgð. Óvi&t enn hvað úr þessu verður. Læknafundur verður að líkindum haldinn fyrri hluta júnímánaðar, vegna þess, að Alþingi verður kvatt saman um þær mundir að öllum líkindum. F.undarefni verður birt i næsta Lbl. Umferðarbókin. Ekkert hefi eg til hennar frétt all-lengi. Ef hún hefir strandað hjá trassa, vona eg að trassinn sjái að sér og sendi hana tafar- .laus.t .af .stað. G. H. Mikroskop sá, sem auglýstur var fyrir nokkru í Lbl., er enn óseldur. Gott áhald og selst með afslætti. (Zeiss). 25 ára læknisafmæli átti Ól. Finsen, héraðsl. á Akranesi, 15. þ. m. og gáfu héraðsbúar honum gullúr o. fl. til minja. Ó. F. hefir ætíð verið mjög samviskusamur héraðslæknir, enda mjög vinsæll. Skýrslur hans eru ætíð með vönduðustu skýrslum, sem frá læknum koma.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.