Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1919, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 25 þrefaldast eða meira. 9000 kr. gilda nú ekki einu sinni jafnmikiö og‘ 3000 kr. áður. Þaö er því auðskilið, að 6000 kr. verði léttar á metunum. Þær svara tæplega til 2000 kr. fyrir ófriðinn. Þennan blábera sannleika hafa allir reynt, en það er þó eins og fæst- um skiljist þetta fyllilega. Vaninn er svo ríkur, að menn geta ekki breytt gamla mælikvarðanum. Þeim finst að læknir, sem hefir 6000 kr. tekjur, sé ágætlega á vegi staddur, en þó hefir svo gengið fyrir fleirum lækn- um, sem eg þekki, að síðustu árin hafa þefr eytt um og yfir 6000 kr„ þó flest hafi verið sparað, sem hjá varð komist. Þeir, sem hafa haft minni tekjur, hafa þá ýmist lánað eða eytt af eign sinni. Sama kemur hvervetna út. Danska Hagstofan hefr aflað sér heimilisreikninga frá 9 dönskum iæknum, flestum búsettum í sveit, og þeir eyddu árið 1916 frá 4893— 14,143 kr. á ári og sluppu þó ódýrar frá eldsneyti o. f 1., en vér eigum kost á. Hvernig sem þingið skilst við þetta launamál í sumar þá er tvent auð- sætt og ómótmælanlegt: að tekjur lækna mega ekki minni vera en 6000 kr. á ári, meðan vöruverð breytist ekki til mikilla muna, og að föstu launin þurfa vera þrefalt hærri*, ef ekki er meiningin sú, að færa þau niður úr oeim höfðinglegu 1500 kr., sem læknar höfðu fyrir ófriðinn. Að sjálfsögðu væri réttlátt fyrir báða aðila, að laun og taxti færu eftir gildi peninga. „Mér er illa við aukatekjuframtalið, sem grundvöll uppbótarinnar. Eg er hræddur um, að sjálfsagt dugi ekki að hafa það hátt, að fjöldinn af læknum viti ekkert um tekjur sínar. Og svo er freistingin, að telja rangt lram, þegar tekjur eða gjöld eiga að byggjast á framtalinu, rangt framtal líka lenska hér að fornu og nýju, þess vegna hætt við að flestum, líka læknum, finnist syndlítið, þótt talið sé ýmist vel eða vant, eftir því hvernig á stendur. Nú er það sýnn hagur fyrir lækna, að telja aukatekjurnar sem allra-ríflegastar. Er ekki hætt við, að fleiri eða færri leiðist í freistni, og telji tekjur sínar meiri en þær eru? Og gæti ekki slíkt, a.uk þess sem það væri rangt í sjálfu sér, haft þær afleiðingar fyrir stéttina, að hindra nauð- synlegar launa- og taxtabætur, er það kæmi í ljós við þetta framtal, að aukatekjurnar væru miklu meiri en af hefir verið látið ? Ef eg hefði dálítið meira álit en eg hefi á vitsmunum þingsins, eða þeim meiri hluta þess, sem áreiðanlega var nauðugt að sinna málaleitun ykkar, þá hefði mér komiö í hug, að þessar aukatekjuprósentur, sem þingið lét loks af hendi rakna, væru gildra, til þess gerð, að fá lækna til að telja fram svo háar aukatekjur, að hægra yrði fyrir þingið að neita um endurbætur næst. A. m. k. ér ekkert vit í því, ef skoðað er frá sjónarmiði þeirra, sem þótti ofdýrt fyrir lands- sjóð að hækka launin þó ekki væri nema um 500 kr„ að láta hann borga svona háar % af aukatekjunum, því að vitanlega verður það honum langt um dýrara og kemur auk þess margfalt ójafnar niður. Annaöhvort hefir því heimska eða illgirni ráðið hér 'hjá þinginu — og vænti eg, að þér þyki eg ekki tiltakanlega þakklátur við löggjafana. En verður ööru vísi á þetta litið ?“ * Föstu launiu í lökustu héruðunum í Noregi eru nú komin upp i 5000 kr. og fara bó hækkandi upp í 5600 kr. Þau héruð eru þö miklu mannfleiri en flest ísl. héruðin og annaðhvort fylgir þeim ókeypis læknisbústaður eða leigður mjög ódýrt. Hve háa ■dýrtíðaruppbót læknar fá auk launa, veit eg ekki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.