Læknablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
139
varnastarfi. Þaö ætti að vera framti'öarhugsjón í heilbrigöismálum, aö
læknahéruðin væru ekki stærri en svo, að læknar gætu heimsótt hvert
heimili aö minsta kosti einu sinni á ári. Slíkar húsvitjanir gætu vissulega
oröiö gagnlegar.
St. M. furðar sig á því, hve sjúklingatalan er há í Akureyrarhéraði,
en lág t. d. í Skagafjarðarsýslu, ])ar sem manndauði af berklaveiki er
tiltölulega nreiri, og hyggur aö veikin sé illkynjaöri í Skagafjarðarsýslu,
enda virðist þetta svo, að minsta kosti í fljótu bragöi. Þá kemur ýmis-
legt til greina. Eg er, í mótsetningu við St. M., í engum vafa um aö
Akureyrarlæknar „telja betur fram“ en t. d. Sauðárkrókslæknir. í hinu
víðáttumikla Sauðárkrókshéraði er að eins einn læknir, en í Akureyrar-
héraði, þar sem fjöldinn af sjúklingum er á Akureyri eða þar í grend,
eru að jafnaði 4 læknar, svo sjálfsagt rná gera ráð fyrir, að tiltölulega
miklu fleiri sjúklingar láti þar skoða sig af lækni, og að þess vegna
finnist þar fleiri létt tilfelli. Þar við bætist, að skýrslurnar til berklaveik-
isnefndarinnar virtust bera það með sjer, að Sauðárkrókslæknirinn hafi
að eins skráð nýja sjúklinga, sem vitjuðu læknis 1918—1919, eins og
nefndin hafði ætlast til, en eftir þvi sem eg gat best séð, hafa Akureyr-
arlæknar skráð gamla og nýja sjúklinga, og jafnvel sjúklinga, sem virt-
ust vera löngu heilbrigðir. Það er því ekki að furða, þó að sjúklingar
i Akureyrarhéraði séu tiltölulega fleiri en viðast hvar annarsstaðar. Enn
kemur það til greina, að oft er örðugt að skera úr því hvort stethoscop-
isk einkenni eigi að skoðast „aktiv" berklaveiki eða sem læknuð, eða yfir-
leitt hvort sjúkling-urinn hefir berklaveiki eða ekki. Það má því ætíð
búast við, að framtalið verði nokkuð subjektivt. Hins vegar er dánar-
talan væntanlega nokkurn veginn ábyggileg.
Þá kein eg loks að höfuðágreiningsefninu — niðurskipun sjúkrarúma
og fyrirhugað heilsuhæli í Eyjafirði. St. M. hefir „ekki trú á litlum
berkladeildum hingað og þangað, deildum, sem læknum sýnist ætlað að
dunda við i hjáverkum sínum, og sér mikið á móti skapi“. Nú skil eg
ekki almennilega minn kæra vin! Hvers vegna mundi læknum vera á
móti skapi að stunda sjúka menn? Og telur hann það ótækt, að læknir
hafi sjúkrahús, þó að hann hafi einhver önnur störf, t. d. sé héraðs-
læknir ?
St. M. vill reisa heilsuhæli í Eyjafirði fyrir svo sem 50 sjúklinga, en
þá sjúklinga, sem ekki komast á þetta hæli, eða að Vífilsstöðum, vill
hann láta „einangra“ í héraðsspítölum eða í heimahúsum. Já, vissulega
verða það margir, sem ekki komast á heilsuhælin þó að þau yrðu 2. En
hér finst mér St. M. vera i mótsögn við sjálfan sig. Hann hefir ekki trú
á litlum berkladeildum hingað og þangað, en vill þó „einangra“ sjúk-
lihga héraösspitölumv Nefndin hafði hins vegiar enga trú ál því, hð
margir sjúklingar myndu dvelja á sjúkraskýlum héraðanna, eins og þeim
er nú háttað. Þess vegna lagði hún til, að settar væru á stofn nokkrar
sjúkradeildir við þeirra hæfi. Að vísu væri best að þessar deildir væru
sem víðast, en það eru takmörk fyrir því, hvaö fjárhagurinn leyfir. Ann-
ars var það höfuðatriðið hjá nefndinni, að koma með uppástungu um
hlutdeild hins opinbera í byggingar- og reksturskostnaði þessara sjúkra-
húsa. Hins vegar er það eðlilegt, að héraðsbúar vilji ráða nokkru um