Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 14
140 LÆKNABLAÐIÐ stærS og tilhögnn sjúkrahúsanna (eöa deildanna), því þaö kemur nií5ur á þeim, ekki siöur en ríkissjóöi, ef sjúkrahúsin veröa of stór og dýr. Annars eru allir sammála um, aö ástandið er ekki gott eins og það er. ?t. M. vill hafa 2 heilsuhæli á landinu og ekki annaö. Hann hefir haldií þvi fram, að heilsuhæli sé besti staöurinn fyrir a 11 a berklaveika sjúk- linga, þaö sé engin ástæöa til aö gera upp á milli þeirra, eöa „skilja sauö- ina frá höfrunum", eins og hann hefir einhversstaöar komist aö oröi. Eg hygg hins vegar, aö það sé talsverð meining í aö skilja sauöina frá höfrunum, þó á þann hátt, að jafn mannúðlega sé farið með hafrana eins og sauðina. Lítum á! Heilsuhæli eru sérstök tegund sjúkrahúsa, sem ætluð eru tiltölulega hraustum sjúklingum, sem mega vænta sér bata með þeirri meðferð, sem þar er um hönd höfö, sem sé útivist, stælingu o. s. frv. — Eg vil taka hliöstætt dæmi: Til eru heilsuhæli fyrir aöra sjúklinga en brjóstveika, t. d. hjartasjúklinga, NB. fyrir þá hjartasjúkl., sem geta haft gagn af göngu, stælingu, böðum o. s. frv. Hins vegar myndu læknar ekki vísa þangað dauðveikum hjartasjúklingum, meö vatnssýki og asystoli á háu stigi. Slíkir sjúklingar eiga heima á spítölum. Eins eru sumir brjóstveikir sjúklingar fult eins vel komnir á rólegum og hlýlegum sjúkrahúsum nálægt heimilum sínum eins og á heilsuhæli. Litum hins vegar á málið'frá sjónarmiði tiltölulega hraustra sjúklinga á byrjunarstigi. Þeir vilja ekki vera á spitölum nema í viðlögum og skamma stund, en vilja vera á heilsuhæli, þar sem fyrir eru aðallega sjúklingar, sem eru á fótum. Þetta verða menn einnig aö taka til greina. En að visu er þetta ekki höfuöatriðið fyrir mér. Höfuðatriðið er, að það er meiningarleysa, að senda sjúkling langan veg til heilsuhælis, þegar læknirinn getur sagt sér sjálfur, að sjúklingurinn er ekki eiginlega ferða- fær, og ekki hægt að vænta bata fyrir hann á heilsuhæli. Því nær heim- ilinu, sem slikur sjúklingur getur fengið góða hjúkrun, því betra, enda oft ekki hægt að senda hann með strandferðaskipi, fyr en eftir langa biö. Viö skulum taka til dæmis Austurland. Þaðan er engu hægra að senda sjúklinga til Eyjafjarðar, nema síður sé, en til Vifilsstaða. Það er fylsta ástæða til að þar sé smáhæli eöa spítaladeild fyrir berklasjúklinga. Þá vil eg minnast á þá sjúklinga, sem hafa veriö á heilsuhæli, máske i—2 ár, og eru aö visu allvel hressir en ekki vinnufærir, eöa aö eins að nokkru leyti. Stundum geta þeir að visu fariö heim til sín, en mjög oft eru þeir heimilislausir og enginn vill taka þá, eöa heimilin eru þannig, aö engin tiltök eru aö hafa þá þar. Þaö er óhentugt og þreytandi fyrir þessa sjúklinga aö vera á heilsuhæli, fjarri sínum, ár eftir ár, og altof dýrt fyrir þjóðfélagið, því heilsuhælin eru dýr í rekstri, og engin ástæða er til aö láta alt verða sem allra dýrast í höndunum á okkur. Nógu dýrar verða berklavarnirnar samt. Þessir sjúklingar eru betur komnir á litlum sjúkrahúsum eða sjúkrahúsdeildum nálægt heimilum sínum og vanda- mönnum, sem geta hjálpað þeim til að fá létta vinnu og komið þeim fyrir á heimilum ef hægt er, að minsta kosti um stundar sakir. Eins og kunnugt er, þá er það títt um króniska berklaveiki, að versnunarköst koma, og þessi köst standa stundum ekki lengi. Það er oft nauðsynlegt að senda sjúklingana á sjúkrahús um stund (ef þeir eru heima), en slíkt er ekki hægt ef langt er til sjúkrahúsanna að sækja.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.