Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 8
102 LÆKNABLAÐIÐ koma börnunum fyrir á heimilum. Taldi bérklavarnafél. stofnun ekki svo undirbúna, a'S álitlegt væri aS samþykkja hana aS svo stöddu. Drap á gang veikinnar í Danmörku og árangur heilsuhæbsfél. dönsku. Félaga- talan færi nú fækkandi þar, en sjúkl., sem hælanna leita, fjölgandi. Væru horfurnar þar ekki aS öllu álitlegar, ])ó manndauSi úr berklav. rénaSi. Þ. S v e i n s s o n kvaS vel mega vera aS sjúkrasamlög væru eins heppi- !eg eins og nefskattur. Studdi annars till. Sigurj. Jónss. TalaSi aftur um kostnaSinn, sem af lögunum flyti og hve þungt hann kæmi niSur á sum- um sveitum. G u S m. H a n n e s s o n kvaS sér þykja leitt aS vera í þetta sinn frem- ur letjandi en hvetjandi. Vér hefSum nú stigiS fyrsta og stærsta sporiS í sömu átt og nágrannalöndin, þar sem berklavarnalögin væru. Nú þegar yxi sumum í augum kostnaSur sá, sem þau legSu á sveitarfélögin, sem aS eins borguSu lítinn hluta kostnaSar, en hvaS mætti þá ætla um lands- sióS, sem auSvitaS er ekki betur settur en sveitarfélögin eru aS meSaltali. ÁSur en nokkur reynsla væri fengin um lögin og framkvæmanlegleik þeirra, kostnaS o. f 1., vildu menn stiga næsta stóra sporiS, koma upp berklavarnafél., hjálparstöSvum et.c. meS öSrum orSum: taka alt upp í einni svipan, sem ríku löndin hefSu gert á fjölda ára og væru nú, ef til vi 11. í þann veginn aS hverfa frá aS nokkru leyti, og þaS þrátt fyrir erf- iSar ástæSur hjá almenningi. Þessi óþolinmæSi virtist sér ástæSulítil, einkum er þess væri gætt, aS allar slíkar varnir, sem um væri aS tala, gætu ekki unniS bug á veikinni nema efnahagur, húsakynni, þekking og menn- ingarstig batnaSi og hækkaSi. Berklav.nefndin, hefSi einblínt á sóttkveikj- urnar og hversu þær mætti forSast, en þaS mætti meS jafn miklum rétti segja, aS ])aS væru ekki sýklarnir, sem væru praktiskt tekiS orsök sjúk- dómsins, heldur fátækt, fáfræSi, ill húsakynni og lágt menningarstig. Ef efnahagur vor og menning héldi áfram aS ])róast, myndi veikin hverfa hér smámsaman sjálfkrafa eins og í nágrannalöndunum, ef ekki, yrSu flestar varnir likt og aS ausa vatni i hrip. Virtist í svipinn rétt aS bíSa þetta áriS, og sjá hverjar leiSbeiningar reynslan gæfi meS berklavarna- lögunum, kostnaS, sjúklingatölu o. fl., i þeirri von aS síSar vrSi auSveld- ara um aS dæma, hvaS tiltækilegast væri og hverjar nauSsynjar bráSastar. M a g n. P é t u r s s o n mótmælti því aS flutningur sjúkra og greftrun yrSi gerS aS sveitarstyrk, þvi eftir 16. gr. laganna væri þaS ekki. (Land!.: StjórnarráSiS skilur lögin svo.) Berkalv.nefndin hefSi unniS í 7 mán., en ekki 2 ár. Till. G. H. væru flestar í áliti berklav.n., nema um clvöl lækna á VífilsstöSum. Berklav.n. hefSi gefiS fleiri bendingar, sem heilbrigSis- stjórnin hefSi átt aS taka upp og koma á framfæri. — Stofnun berklav.fél. væri aS minsta kosti meinlaus hlutur, sem læknar ættu ekki aS hafa á móti. Tilraunin væri réttmæt og eitthvaS gott myndi af félaginu leiSa meSan þaS stæSi. Kjarni félagsstofnunarinnar væri aS afla fjár hjá al- menningi, því opinbert fé hrykki ekki til allra þarfa. — Línurit þau, sem G. H. hefSi sýnt, væru engin sönnun þess, aS varnirnar hefSu ekki aS haldi komiS. Veikin hefSi rénaS, og væri þaS aS meira eSa minna leyti vörnunum aS þakka. Eirikur Kjerútf talaSi frekar fyrir lögboSnum nefskatti eSa tryggingu. SjálfboSastarfsemi væri of völt, félli um koll meS forgöngu-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.