Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1923, Síða 3

Læknablaðið - 01.03.1923, Síða 3
9- árg. Mars, 1923. 3. blað. Frá Laugarnesspítalanum. Á hvaða aldri koma holdsveikiseinkennin fyrst fram? Þótt skrifað hafi verið ósköpin öll um holdsveikina viðsvegar í heim- itium á undahförnum áratugum, og þekking manna um hana hafi stór- kostlega aukist á fjöldamörgum sviðum, eru enn ])á æri'ð mörg atriði óljós eða ókunn með öllu. Bakteríuna þekkja menn að visu, og hafa þekt hana síðustu 50 árin. en lifsskilyrði hennar og eðli eru harla ókunn enn þá. Engin áreiðanleg vissa er fyrir því, að tekist hafi að rækta hana, þótt einstakir holdsyeikra- læknar hafi sagt svo. Þegar aðrir hafa farið að gera tilraunir með sömu aðferð hefir það mistekist. F.kki .gengur það hetur að gera dýr holds- veik. Að visu hefir það tekist að implantera lepromum á dýr (apa), og þeir hafa gengið um tima með sín fallegu lepróni tneð holdsveikis- bakterium, en svo hefir alt horfið eftir stuttan tíma, og dýrið verið jafnlaust við holdsveiki eftir sem áöur. Tilraunir á mönnum á fyrri tím- um, áöur en gerillinn þektist, hafa verið jafnárangurslausar. Nú orðið, síðan smitunarkenningin varð ofan á, hafa menn auðvitað ekki viljað eiga það á hættu, aö reyna til að koma jafnillum sjúkdómi, eins og holds- veikin er, á meðl)ræður eða meðsystur sínar. Ekki þekkja menn heldur nein áreiðanleg einkenni til að skera úr. hvort gerlarnir séu lifandi eða dauðir, eða neinar ,,reaktionir“, sem gefi vott um tilveru þeirra í líkamanum, í líkingu við tuberkulin eða Wassermann. Það er því ekki undarlegt, þótt jjekking manna um meðgöngutíma veikinnar sé nokkuð á huldu. Eftir því sem næst verður komist, er hann oftast 3—5 ár. en stundum miklu styttri eða lengri, alt að 30 árum. Menn vita þannig ekki, hvenær fólk tekur sjúkdóminn. Enn sem komiö er verður að láta sér nægja, að minsta kosti í löndum, þar sem holds- veikin er endemisk, að miða sjúkdómsbyrjunina við fvrstu holdsveikis- einkennin. Þegar ákveða skal á hvaða aldursskeiði einstakir sjúklingar verða holdsveikir, er því eingöngu miðað við fyrstu holdsveikiseinkennin. Hérna i Laugarnesspítalanum hefir 201 holdsveiklingur komið frá byrj- un til þessa dags (25. mars 1923). 200 af þeim hafa getað gefið upplýsing- ar um byrjun sjúkdómsins. Þetta er að vísu ekki há tala, en hefir þann kost, að sami maðurinn hefir rannsakað og spurt ])á alla. Ætla niá því, aö fengið sé svo mikið samræmi, sem hægt er að vonast eftir. En enginn getur ábyrgst. að allir þessir sjúklingar hafi þegar í stað tekið eftir fyrstu sjúkdómseinkennunum. Það getur komið fyrir, að sjúklingur fái hlett eða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.