Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1923, Page 8

Læknablaðið - 01.03.1923, Page 8
33 LÆKNABLAÐIÐ fyrsta sem þannig er til oröin í handlæknisfræöum. Þar var áöur komin út Lærebog í Intern Medicin eftir marga höfunda. Þaö er eriginn efi á því, aö handlæknisfræöin er oröin svo yfirgrips- mikil, að enginn einn læknir getur haft staðgóða þekkingu, bygöa á eigin reynslu, á henni allri. Það ætti því aö mega, þegar mikiö er tekið með, vænta betri árangurs af samvinnu fleiri höfunda, sem hver um sig skrifar um sina sérfræðigrein, eða hluta hennar, þann sem hver hefir lagt mesta stund á. Handbækur í handlæknisfræði og sérfræðigreinum hennar eru nú orðnar svo fyrirferðarmiklar, að það eitt væri næg ástæða til vinnuskiftingar. Fremur getur orkað tvímælis, hvort ástæða er til að hafa þessa að- ferð, þegar kenslubækur eru samdar. Það segir sig sjálft, að þær mega ekki vera óhæfilega langar, og mörgu verður að sleppa. Þar er mikið komið undir framsetningu, og því, að meira tillit sé tekið til þess, sem oftast kemur fyrir, en hins sem fágætt er. Þaö veröur að vera „perspektiv1' í lýsingu sjúkdómanna i kenslubókum, ef vel á að fara. Á jjessu er hætt við að misbrestur verði, nema ritstjórnin taki í taumana. En þettá rit, og önnur þesskonar, bendir á að ritstjórnir fari varlega, helst til varlega, í þetta. Þeirra hlutverk virðist einkum vera í því fólgið, að útvega nógu marga — eða helst til marga — menn til að skrifa hver sinn kafla. Það viröist t. d. ekki mikil ástæða til að láta 3 höfunda skrifa um upplimi (einn um öxl, upphandlegg og olnbogalið, annan um framhandlegg 0g hönd, og þriðja um berkla í beinum og liðum). Á sama hátt er ganglimum skift: einn skrifar um sjúkdóma í mjöðm og læri, annar um sjúkdóma í hné og legg, þrjðji um sjúkd. í fæti, fjórði um berkla í beinum og liðum gang- lima o. s. frv. Þessi skifting gengur úr hófi, og er sýnilega alls ekki miðuð við sérþekkingu. Höfundarnir cru svo gerðir, eins og vænta má, að sumir eru langorðir, sumir stuttorðir, sumir lýsa aðgerðunum, aðrir ekki. í stuttu máli ekki samræmi, og við því verður ekki búist, nema ritstjórnin hlutist til'um það. Það er sitt hvað að vera duglegur læknir og vel heima í sinni grein, og að geta sett þannig fram lýsingu á því, að það verði sem aðgengilegast fyrir nemendur, og verða því kaflarnir mis- jafnir að gæðum. Þess vegna er eg á þvi, k e n s 1 u b ó k eigi. helst að vera samin af einum, eða a. m. k. fáutn mönnum, helst þeim sem hafa svipaða fratn- setningargáfu og t. d. Strúmpell. Sé þessi kenslubók borin saman við aðrar með svipuðu sniði, samdar af mörgum mönnum. verður ekki annað sagt, en að hún standist saman- burðinn. Einna síst fyrsta bindið, almenna handlæknisfræðin. í því eru tveir aðalkaflar: almenn sjúkdómsfræði og almenn meðferð. Fyrri aðal- kaflinn er svo mjög gallaður, að mér virðist hann gera bókina litt hæía sem kenslubók. Kaflinn um ígerðir er altof stuttur, um drep er enginn sérstakur kafli, og kaflinn um æxli er altof langur í samanburði við hina. Hinsvegar er síðari aðalkaflinn, almenn meðferð, kostur við bókina, sem hún hefir fram yfir flestar aðrar kenslubækur i alm. handlæknisfræði. 2. og 3. bindi lýsir öllum handlæknissjúkdómum, og tekur einnig með ,,útvortis“ augnsjúkdóma, eyrnasjúkdcma, handlæknissjúkd. í getnaðar- limum kvenna, og er það mikill kostur að liafa þessa kafla með, þótt margar kenslubækur sleppi þeim. Yfirleitt eru þessi 2 bindi svo úr garöi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.