Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1923, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.03.1923, Qupperneq 11
LÆKNAB L AÐIÐ 4i fyrir gangræna á henni. \'iö aðra skiftingu var hún lin orðin og meiri sekretion í sárinu. Daginn eftir þá skiftingu var sjúkl. hitalaus að morgni og leið hvað best. Var því ekki skift, en seinni hluta dags fær hann skjndilega 41 ’stiga hita og tiðan púls og deyr 2 tímum eftir að 2 læknar höfðu fullvissað sig um vellíðan hans. — Sektion sýndi 2 matsk. stóra nýja blæðingu í hvíta substansinum í námunda við sárið, stóra gangræna i gráa subst., en enga perfor. inn í ventrikla. Áleit Stefán Jónsson Ijlæð- inguna vera beina orsök liins skyndilega dauða. Umræöur: Guðm. Thoroddsen: í sambandi við erindi Gunnl. Einarsssonar skal eg skýra frá sjúkling með abscessus cerebri, sem eg hafði til meðferðar i haust sem leið. Það var rriaður um tvítugt, hraustur áður að öðru leyti en því, að sumarið 1921 hafði hann haft fremur langvinnan bronchitis. í fyrrasumar fór svo að bera á geðveiki hjá honum, og hann var ])ví lagður inn á Litla-Klepp. Um miðjan ágúst náði hann þar í 2 ])uml. nagla og rak hann með stígvélahæl inn i hausinn á sér, rétt hægra megin við háhvirfilinn. Honum varð lítið meint við það, en varð hræddur og sagöi strax frá því á eftir, og var naglinn ])á dreginn út af lækni. Sárið greri p. p. og alt var í besta lagi þangað til um miojan septemlær. Þá fór hann að fá hitasótt og höfuðverk, og nokkru seinna fór að bera á facialjs- paresis vinstra megin. Svo fór að dofna máttur í vinstra handlegg og fæti, og þegar hann kom á Landakotsspitla 1. okt. var greinileg facialis- paresis, vinstri handleggur alveg máttlaus allur og mjög tilfinningar- lítill og v. fót gat hann að eins hreyft lítið eitt. Púlsinn var ca. 52 og hann var mjög kvalinn af höfuðverk. Aftur á móti var hann alveg sótt- hitalaus, og er það altítt við heilaabscessa, að hitinn er mjög óstöðug- ur, og stundum normal, þótt töluvert sé af greftri. Þann 2. okt. gerðum við Halldór Hansen á honum osteoplastiska trepana- tio yfir hægra sulcus Rolandi, ])ar sem einkennin bentu á að abscessinn mundi vera undir, nokkru framar og neðar en öriö var eftir naglfar'ið, en ])ar vildi eg síður fara inn vegna nágrennisins við stjnus longitudinalis. Þegar inn á dura kom, var hún spent og púlslaus, og punkteraði eg gegn- um hana inn í heilann. Þegar náljn kom ca. 3 cm. inn í heilann, kom gröftur, og var þá dura opnuö og búinn til gangur inn í abscessinn með- fram nálinni. Stærð abscessins var á við stórt hænuegg, og gröfturipn daunillur og í honum fundust bact. coli. Nú var lagður keri inn í abscess- inn og sárinu svo lokað að öðru leyti. Næstu dagana var töluverður sótt- liiti, en hann féll smátt og smátt. Skift var í fyrsta sinni á 6. degi til þess að vera viss um, að adhæsiones væru komnar, en meningitis er ein af aðalhættunum við opnaðan absc. cerebri. Síðan var sk’ift um 2. og 3. hvern dag, en sárið var ekki algróið fyrr en í desembermánuði. Strax um kvöldið eftir óp. var púlsinn orðinn hraðarí og sjúkl. var farinn að geta hreyft hendina og höfuðverkur minkaði,. Hann var nokk- uö órólegur fyrstu dagana, en síðar rólegri og hefir ekki borið á geð- veiki hjá honum síðan. Faciálisparesan hvarf og smátt og smátt færðist meiri máttur í hendi og fót. og ])egar hann fór af spítalanum í desember, var ágætur kraftur í vinstri útlimum, þótt hann væri ekki alveg jafn- góður og áður og tilfinning í hendinni varð ekki jafnnæm og hinum megin.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.