Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1923, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.03.1923, Qupperneq 14
44 LÆKNABLAÐIÐ inn í vagina ante actum og verkunin byggist á því, aS semen kemst ekki gegnum fitulag, þó þunt sé. Sennilega eru slíkir globuli áhrifameiri, ef kínín er sett saman við þá, því spermatozoa þola þa'ö illa. Tafarlaus skol- un og þvottur er þó nauösynleg á eftir. .3. Pessarium occlusivum er miklu vissara en hinar aöferö- irnar. Þaö er gert úr þunnri togleöurshimnu og er fingerð stálfjööur inn- an í útjaðrinum. Hún þenur himnuna sundur og fyllir hvervetna út í fornix, en himnan lokar fyrir cervix er pessar liggur þversum efst í vag- ina. Pessar þessi fást af ýmsum stærðum hjá E. Lambert & Son. 60, Queens Road, Dalston, E. 8, og eru stærðirnar 50—65 mest notaðar. í fyrstu þarf læknir að máta hæfilega stærö handa konunni. Er þaö gert með speculum og stærðin valin svo, að áhaldið loki nákvæmlega fyrir efri endann á vagina og falli hvervetna vel aö. Konan getur síöan fært sjálí áhaldið inn og beygir þaö þá saman, meðan því er smeygt inn. Post act- um þarf eigi aö síður vandlega skolun, en hún má dragast eftir þörf- um. Eftir hana er áhaldiö tekið burtu, skolaö og þerraö, síðan stráð á það talcum. Þaö endist þá all-lengi. Einnig þessi aðferð getur brugðist, og er því vissast, að færa fyrst inn globulus úr ol. cacao og síðan pessar. Fitan er þá til vara. Ber þaö varla til, að þetta hvorttveggja bregðist. Það eru þessi occlusiv pessaria, sem mest eru nú notuð og þykja bæði þægilegust og vissust. Karlmenn þuría ekkert að vita af þeim og færa má þau inn all-löngu ante actum. Til þess að þessi ráð verði sæmilega þægileg, er mikið undir því kom- ið, að konan geti auðveldlega og rækilega skolað sig. Skolkanna (irriga- tor) ein er ekki gott áhald til þess. „Bidet’s“, með eða án dælu, sem konan getur setið á, eru betri og þægilegri. Þau fást og hjá E. Lambert & So:v og víðar. Hvað karlmennina snertir, þá geta þeir að sjálfsögðu notað smokka. Coitus interruptus lasta flestir læknar, og er sú aðferð þó mjög algeng. Gott occlusiv pessarium er að öllu samtöldu talin besta aðferðin. Ef alt er vel í haginn búið, er kostnaður við hana fremur litill og óþægindi ckki mikil. í raun réttri kemur það ekki sjaldan fyrir, að full ástæða sé til þess, að hindra barnsgetnað. Heilsu móðurinnar getur verið hætta búin, efna- hagurinn gert tíðar barneignir mjög óheppilegar, foreldrar verið auk þessa illa til þess fallnir, að eiga fjölda barna, t. d. ef degeneratio eða arf- gengir sjúkdómar eru í ættinni. Að segja fólki, að það megi ekki eiga fleiri börn, er gagnslaust ráð. Þó flestir læknar séu tregir til þess að gefa mönnum ráð í þessa átt, nema mikið sé í húfi, eru aðrir mjög trúaðir á slíkar ráðstafanir og telja jafnvel að framtíð mannkynsins velti mjög á því, að barneignir séu ekki handahóf eitt. Almenn þekking á varnarráðum segja þeir að geri ungn fólkinu kleyft að giftast á besta aldri og jafnframt batni siðferði manna stórum, kynsjúkd. þverri o. s. frv. Þá sé þetta einnig eina leiðin til þess að bæta kyn þjóða, hindra yfirfyllingu landa af atvinnulausum lýð etc — Heil félög hafa og myndast, sem starfa í þessa átt 0g njóta stuðnings frá ýmsum ágætismönnum og vinna þau þá jafnframt að því, að upp- ræta kynsjúkdóma.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.