Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1923, Page 15

Læknablaðið - 01.03.1923, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 45 Eg skal geta þess að lokum, að frú Rout hefir tröllatrú á, að verjast megi kynsjúkdómum með desinfectio og öðrum líkum ráðum og fyr hefir verið getið um i Lbl. — Hún hafði mikið tækifæri til þess, að reyna þau í ófriðnum og gáfust þau ágætlega. Telur hún sjálfsagða skyldu, að út- breiða sem mest þekkingu á þeim meðal almennings um allan heim. „Eitt lóð af calomelsmyrslum, sem notuð eru á réttan hátt, er meira virði en heil lest af salvarsan“, segir hún á einum stað í bók þessari. G. H. r Ur útJ. læknaritum. Ugeskr. f. Læger, No. i, 1923. Knud Faber: Anæmia perniciosa aplastica. Höf. skýrir frá sjúkdómi og dauða eins hins þektasta röntgenlæknis Dana, D r. Nordentoft’s, er dó nýlega úr ofangreindum sjúkdómi. Dr. N. notaði mjög sterkar rönt- gengeislanir við illkynjaða tumores á sjúklingum, og telur höf., að hann hafi ekki gætt varkárni við notkun geislanna. Fyrstu sjúkd.-einkenni Dr. N. var atrofia á testes. ’2i kemur þreyta, magnleysi, vottur af anæmi. Achylia gastrica, en ekki önnur sjúkd.-einkenni frá maga. Notaði járn og arsenik, en árangurslaust. Blóðrannsókn '22: Dags. Hæmogl, Erythroc. Tndex. Leucoc. Plötur Plasmalitur X% 56 3,79 o,74 4200 43000 2 2% 47 2,76 0,85 3500 21000 2 % 36 1.95 0.9 3200 23000 26 1.25 1.0 2000 IÖOOO Greinileg Aniso-, Micro- og Poikilocytosis. D i f f. d i a g n o s i s frá venjul. A. perniciosa: Lágur index (þ. e. hlut- fallið milli hæmoglobin °/o og fjölda rauðra blóðkorna), -f- megalocytav -f- icterus. Gagnvart C. ventriculi (sj. hafði achylia gastrica): engin önnur klinisk né röntgenologisk einkenni til C. v. Diagnose þess vegna Anæmia aplastica vegna R.geisla. Kunnugt áður, að R.geislar valdi blóð- sjúkdómum, sérstakl. Leucopeni með Lymphocytosis. Höf. tilfærir dæmi um exitus R.lækna í ítaliu og á Bretlandi vegna þessa sjúkdóms. Radíum- geislar hafa sömu áhrif. Á Radíumstofn. í London kom í ljós við blóð- rannsókn anæmia á flestu starfsfólkinu, en hvarf eftir aukna varúð. Höf. telur sannað, að Röntgen- og Radíumgeislar geti valdið banvænni anæmia sennilega vegna áhrifa á beinmerginn, þar sem rauðu blóðkornin myndast. G. Claessen. The Lancet: Niðursoðið kjöt og fisk hefir ensk rannsóknarnefnd nýlega athugað. Hlestir liafa ætlaö, að slíkar „niðursoðnar“ vörur væru dauðhreinsaðar (sterilar) og þess vegna geymdust þær endalaust. Af algerlega óskemd- um dósum reyndust 63,6% e k k i dauðhreinsaðar og fundust í þeim sömu tegunelir sýkla eins og í dósum, sem skemdar voru. Það er því ekki alt undir því komið, að maturinn sje dauðhreinsaður og því fer fjarri, að hann sje það ætíð. (21. okt.).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.