Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 16
46 LÆKNABLAÐIÐ Spahlingers meðferð á berklaveiki. Fyrir nokkru kom sú fregn í ýms- um blöSum, aS Spahlinger í Genf hefúi funcliö nýja meiSferö á berklav., sem tæki öllu ö'öru fram. Átti hann að nota eins konar serum og toxin, sem verka'Si specifikt á berkla. Eitthvaö mun eítirtektarvert viö þetta, því nú hefir enski Rauöikrossinn trygt sjer fje til þess aö reyna: aöferðina í Englandi. (21. okt.). Kláðafaraldur gekk svo magnaöur í Austurríki, aö yfirvöldin uröu aö skerast í leikinn og lækna menn' þúsundum saman á kostnað hins opin- bera. (21. okt.). Hjarta-aðgerðir. Allen og Graham (Washington-háskólinn) hafa gert tilraunir á hundum meö aö skera sundur hjartalokurnar. Þeir gera þaö meö eins konar operationscystoskopi, sem smeygt er inn í hjartað gegn um óhljóðseyrað. Þetta hefir tekist, og má jafnvel sjá fullum fetum til í hjartanu, meöan á aðgerð stendur. Leiðir þetta líklega til þess að gera á þennan hátt við stenosis á hjartaopum og máske fleira. (28. okt.). Trachom i Gyöingalandi. í sumurn barnaskólum hafa nálega öll börn trachoma (98%) en aö meðaltali 5. hvert barn eða rúmlega það. Sjúkd. er þar mestmegnis barnasjúkd. og læknum gengur allvel að vinna bug á lionum, meðal annars með ströngu eftirliti með barnaskólum. (30. sept.). Skólaeftirlitið á Englandi. Af 2.500.000 börnum höfðú (1921) 40% einhverja kvilla. Sýkingarþrótt barnaveikissýkla liafa þeir Jourdan, Smith og Kingsbury rannsakað. Alment hefir það verið kent, að þekkja mætti sýklana eftii útliti og hvernig þeir taka litun (pólkorn, þverrákir etc.). Þeim reyndist að útlitið gæfi enga leiðbeiningu um pathogenitet sýklanna. ITelst gaí gerð ýmsra sykurtegunda leiðbeiningu, en dýratilraunir einar gáfu fulla vissu. — Eftir þessu er ekki hlaupið að því, aö dæma um barnaveikis- sýkla, hvort þeir eru skaðvænir eða meinlausir. (18. nóv.). Ynging og kynskirtlar. Misjafnan dóm hafa tilraunir Steinachs fengið hjá læknum og fæstuni tilraunamönnum hefir boríð saman viö hann. Er það jafnvel deilumál enn, hvaðan hormon kynskirtlanna stafi. — Nú hefir þó rnerkur maður stutt Steinach, S. Voronoff í Paris. Hann hefir grætt eistu í 120 dýr, mestmegnis geitur og sauðkindur og segir áhrifin mikil. Þannig komu hrútshorn á á, sem hrútseista var grætt í. Tvær gamlar geit- ur uröu ungar i annað sinn við aðgerðina. Eistun voru síðan tekin burt og þá hrörnuðu þær óðar. Enn voru eistu grædd í þær, og þá urðu þær ungar og fjörugar í þriðja sinn. V. hefir og reynt að yngja, menn með því að græða í þau apaeistu — og þetta hefir tekist. Segir t. d. enskur karl 74 ára, að hann hafi orðiö að minsta kosti 20 árum yngri við að- gerðina. (18. nóv.). Einföld „bólusetning“. Besredka fann það af hendingu, að mýs sýkt- ust ekki, þó þær væru fóðraðar með lifandi paratyfussýklum, en ja.fn- framt að mýsnar urðu á eftir ónæmar fyrir sýklum þessum, subcutant. Nicolle og Conseil hafa nú gert tilraunir með maltafeber og blóðsótt (bacillæra) á mönnum og gefið þeim inn 100 mill. dauðra sýkla í þrjá daga og síðan dælt i þá 'lifandi sýklurn. Mennirnir sýktust ekki. (28. okt.). G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.