Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1924, Side 4

Læknablaðið - 01.06.1924, Side 4
82 LÆKNABLAÐIÐ AnnaÖ höfnSeinkenní ristilbólgunnar er hægða-óreglan. Hægöirnar eru ýmist of harðar eða of linar. Menn hafa því hugsað sér, að annaðhvort væri það þunnlífið (bólgan), sem orsakaði hægðaleysiö, eða þá vice versa. Flestir munu nú vera þeirrar skoðunar, að stundum komi ristilbólga að visu upp úr colitis, eða enterocolitis acuta, en að langoftast sé frum- sjúkdómurinn langvarandi hægðaleysi. Allir þekkja stercoral-diarrhoe (fausse diarrhoe Frakkanna). Ef hægðir dvelja of lengi í ristlinum, kemur þar að, að lokum, að hann ryður niður, fyrst hörðum köglum og síðan vatnsþunnu innihaldi, sem þá annaðhvort kemur úr mjógirninu eða er seroalbuminöst exsudat úr ristlinum. í þessum hægðum er sáralitið, eða ekkert slím sjáanlegt, en haldist slíkt ástand lengur, kemur slimiö, fyr eða síðar, í ljós, en það er sönnun þess, að slímhúðin sé oröin þrútin. Það er þó aðgætandi, að stundum sést ekkert slím í hægðunum, þótt ristilbólga sé komin, einkum seint í þunnlífis- köstunum. Þótt ristillrálgan virðist þannig venjulegast vera afleiðing obstip. chr. (intestinal stasis Englendinganna), þá er þó eftir að vita, hver er aftur orsök hennar, eða hvort að um sameiginlega orsök obstip. og colitis muni vera að ræða. í því samljandi er best að sleppa öllum aukaatriðum, svo sem olistip. ex ingest., o. senil., o. af kvrsetum, vanrækslu af defæcation o. s. frv., því þótt slík atriði auki oft á, eða activeri þá eiginl. obstip. chr., þá valda þau ekki o. nema um stundarsakir, eða o. sem auðvelt er að l)æta úr, svo framarlega sem hinar eiginlega orsakir obstip. chr. eru ekki með í leik. — En um þær má segja, að þrjár höfuðskoðanir hafi verið ríkjandi: 1. ) Að sjúkl. þessir melti fæðuna l^etur en aörir, svo að úrgangur hennar veki ekki næga ristilperistaltik. 2. ) Að venjulega séu einhverjar congenit. eða aquisit. anatom. breyt- ingar á ristlinum, svo sem leguljreytingar, bönd eða samvextir, er valdi brotalöm (kinks) á þarminum og þar af leiðandi stagnation á hægðunum. 3. ) Að obstip. chr. sé „functionel“ sjúkd., þ. e. að einhver truflun eigi sér stað á hinni margbrotnu starfsemi ristiltauganna. 'Hvað viðvikur fyrstu kenningunni, sem runnin er frá A. Schmidt, er það að segja, að hún skýrir ekki nema tiltölulega fá tilfelli af sjúkd., og síst þau tilfelli, sem eru samfara ristilbólgu, eða einkennum i öðrum lif- færum (universal eða parenteral-einkenni). Að því leyti er næsta kenningin aðgengilegri. Hinn þekti talsmaður hennar, Arb. Lane álítur, að parenteral-eink. stafi af eitrun frá þörm- unum, og hefir hann og fleiri ráðist í að gera all-alvarlegar operationir, til þcss að bæta ástand sjúkh, en misjafnar virðast skoðanirnar vera um árangurinn. Þeir, sem aöhyllast 3. kenninguna, neita því engan veginn, að það eigi sér stað, að umgetnar anatom. Ijreytingar geti valdið obstipation, eða ileus, en álita, að slikt rnuni þó vera tiltölulega sjaldgæft, enda gegnir það oft furðu, hversu lítil áhrif afarmiklir gamasamvextir (Cannon) eða skarpar flexuræ, t. d. við coloptose (Thaysen) hafi á hægðirnar. fiitt sé líklegra, að obstip. chr. eigi drjúgan þátt í því, að slíkar breyt- ingar (t, d. adhæsiones og kinks eftir colitis, diverticulitis með pericolitis.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.