Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 10

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 10
88 LÆKNABLAÐIÐ Oft koma fyrir miklir erfiöleikar, þegar losa skal sjúkl. viö kanyl- una, og jafnvel þó manni viröist larynx vera nógu vítt fyrir öndunina; þetta er auðvitað einkum, ef sjúkl. hefir gengið lengi meö kanyluna. Helstu hindranir, sem venjulega koma fyrir, eru þessar: 1 i. lagi granulationir hjá börnum. Þær koma venjulega frá efri rönd- inni á traheal-sárinu og vaxa inn í lumen. Þaö eru skiftar skoöanir um, hvernig á þeim stendur þ a r; sumir, t. d. Dr. Thost, halda því fram, að þrýstingurinn á efri röndinni á sárinu sé orsök þessa, því aö kanýlunni hættir viö aö hreyfast upp á viö, bæði vegna þess, að sáriö lokast fyr að neöan, og einnig vegna þess, að gland. thyreoidea, sem er dregin niður viö tracheotom. sup., hefir tilhneigingu til aö komast i sitt gamla far, og ýtir þannig kanýlunni upp' á viö, og hefir mönnum af þessu þótt skiljanlegt, að g r a n u 1 a t i o n s s t e n o s i s komi helst fyr- ir viö trach. sup. Aftur eru aörir á þeirri skoöun, t. d. Dr. Pauly, aö minsta þrýstingin sé á efsta parti sársins; því vaxi granulationir þar helst, og nefnir hann þennari stað „druckfreier punkt“. Granulationirn- ar koma einnig fyrir á öðrum stööum, þar sem kanylan þrýstir aö eöa kringum þaun staö, t. d. kringum neöri röndina á kanyl., og á aftari veggnum, þar sem konvexitet kanylunnar liggur að barkaveggnum. Þess- ara granulationa veröur helst vart á 5.—6. degi. Þær gera sjúkl. ekki mein á meðan kanylan liggur kyr, því að þær vaxa hægt, en þegar kanvlan er tekin burtu, þá geta þær fylt út í lumen á barkanum og valdið dyspnoe. I 2. lagi getur próf. Chiari í Wien þess, aö nokkuð löngu eftir tracheot. (40—150 d.), myndist stundum nýjar membranar, með þar tilheyrandi bólgu, sem hindri aö hægt sé aö taka burt kanyl. I 3. lagi. Sami læknir getur um re.cidiverandi diptheritis, sem komi örsjaldan fyrir. í 4. lagi corditis vocalis inferior, sem þrengir lumen, og hjá full- orönum eru oft tubercul., syfil. eöa afleiöingar þeirra sjúkd., svo sem ánkylose eða örmyndun, sem gera decanylement ómögulegt, og sem verö- ur minst nánar á síðar. I 5. lagi hindrar oft beyging á trachealveggnum. Dr. Köhl talar um tvenns konar beygingu á aftara veggnum, langsum og þversum. Orsökin til þessa er, aö rendurnar á trachea eru sveigðar of mikið hvor frá ann- ari, vegna of digurrar kanylu, og við þaö ýtist hinn lini membrösi part- ur barkans fram í lumlen. I 6. lagi hindrar oft inn á við beyging á röndunum á trachea, sem kem- ur fyrir, þegar kanylan er' of digur fyrir opiö á barkanum, þá svigna rendurnar inn á við, og einkum, ef isthmus þýstir í kanyluna; þessu fylgir oft sporamyndun á aftari barkavegg, — fyrir ofan og aftan kon- vexitet kanylunnar, — svo aö lumen barkans verður oft mjög þröngt af þeim orsökum. í 7. lagi eru innri „örstenosur“, sem eru langerfiðastar aö eiga viö, og alvarlegasta hindrunin. Hjá börnum myndast j)ær einkum eftir de- cubitussár á ])eini stöðum, ])ar sem decubitus myndast helst í barkanum kringum kanyluna. Hjá fullorönum eru örstenosur eftir þrýsting af kanylu sjaldgæfar, en aftur á móti er títt að sjá örstenosur hjá fullorönum eftir tubercul. eða syfilit perichondritis o, fl. Þessir örstrengir geta verið mjög mis-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.