Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 12

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 12
LÆKNABLAÐIÐ 9ó Pétur Emil Júlíus Halldórsson, læknir, fæddist 17. ágúst 1850, í Reykja- vík, og dó 19. maí 1924, í Borgarnesi, og var því kominn hátt á 74. áriS. ■— Foreldrar hans voru Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari og kona hans, C. C. Leopoldine, f. Degen, dönsk kona. Hann varð stúdent 1869, kandidat 1872. Dvaldi svo tvö næstu árin í i Kaupmannahöfn viö framhaldsnám. Árið 1874 var hann settur héraðs- læknir í Þingeyjarsýslu, en fékk veitingu fyrir Húnavatnssýslu vestan Blöndu (7. læknishérað) 1876. Bjó hann lengst af á eignarjörð sinni, Klömbrum. þangað til héraðinu var skift, og hann varð að taka Blöndu- óshérað 1901, og þá jafnframt að yfirgefa bújörð sína og setjast að á Blönduósi. Var það áreiðanlega ekki aö hans skapi. Á seinni héraðslækn- isárum hans þjáðist hann mjög af gigt, og mun það hafa verið af þeirri ástæðu aðallega, að hann fékk lausn árið 1906 frá embætti sínu — eftir 32 ára þjónustu — og flutti ])á til Reykjavíkur og var þar þangað til hann ílutti að Borgarnesi. Banamein hans mun hafa verið krabbamein. Kona hans var Ingibjörg Magnúsdóttir Jónssonar, prests á Grenjaðar- stað, og lifir hún hann. Þrjú börn eru á lífi: Halldór sýslumaður Stranda- manna, Þóra kona Guðm. sýslumanns Björnssonar í Borgarnesi, og Maggi Magnús læknir. Júlíus Halldórsson var óvenjulega hraustur maður og harðger, eld- fjörugur og ósérhlifinn, hvort heldur var að ræða um læknisferðir í ill- viðrum og ófærð á nótt eða degi, eða um önnur störf, því hann var áhuga-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.