Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1924, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.06.1924, Qupperneq 14
92 LÆKNABLAÐIÐ íslenskir sjúkl. eru sumir hverjir útataöir af neftóbaki og eru „kloak"- nefin ekki lengi aö óhreinka hvern klút. Viö lestur bókarinnar virSist lýsing á ýmsum atriöum ekki svo ítarleg sem æskilegt væri, og er slíkt ekki tiltökumál í svo efnisrikri bók. Hér fara á eftir nokkrar athugasemdir (í blaösíöuröö), ef vera kynni, aö höf. þætti ástæöa til aö taka einhverjar þeirra til greina, þegar 2. útgáfa hjúkrunarfræöinnar kemur. Æskilegt heföi veriö (bls. 24) aö lýsa hinum einföldu, ferfættu tré- bökkum (Nyrop: Bakkebord), sem láta má þvert yfir sjúkl.. í rúrninu, án þess aö viö hann komi; getur hver lagtækur maöur smiöaö þaö úr óvöldum spitum. „Rotnunarblettir" (bls. 32), sem sjást nokkrum klst. eftir andlátiö, munu vera livores, en ekki eiginleg rotnun, og væri rétt aö skýra þaö. Þarflegt væri aö l)enda á, í sambandi viö hitamæling (bls. 59—61), aö menn haldi kyrru fyrir, áöur en mælt er, og jafnfratnt að vara við þeirri mælingaplágu, sem ýmsir sjúkl. eru haldnir af, og senni- lega á rót sína aö rekja til heilsuhælanna. Ósamræmi er i því, að hitinn er ýmist miðaöur við Celsius eða Réaumur. Því er lýst, hvernig þreifaö er eftir púlsinum, en ekki nefnt nafnið á a. radialis, sem ætíö er nefnd „lífæöin", og ætti það ekki aö týnast úr málinu; heföi og veriö rétt aö fræða fólk á, að lífæöin er ekki merkari en ýmsar aðrar útvortis slag- æöar. Góð leiöbeining væri, aö heitan sand má hafa í flöskur, í staö vatns (bls. 67) og áhættuminna handa ungbörnum. Myndin af hrákakönnunni (24. mynd) ekki heppileg, enda Ijent á þaö af höf. í sambandi viö skol- könnuna vantar lýsing á belgpí])u, sem rnjög er notuð við börn. Lýsingin á dæling lyfja i holdið er ekki í samræmi við mynd nr. 38. Engin fyrir- mæli eru um tilbúning hafra- og bygggrjónaseyðis (bls. 104). 'Sólböð (bls. 116). Mér hefir reynst vel að láta sjúkl. byrja með V2 klst. (í stað 5—10 min., sem höf. ráðleggur) og stíga með y2 klst. í hvert skifti upp í 3—4 klst. (í stað 1—2 klst.). Mjög ættu læknar aö nota meira en þeir gera nú sólböð.í s t o f.u m i n n i, ýmist um opna eöa lokaöa glugga. Þá má byrja á sólböðunum siöast í febr. og halda þeim áfram franl á haust. Sjúkl. pigmenterast ágætlega og mér hefir virst þetta mjög heppilegt á okkar kalda landi. Sjúkl. liggur á gólfinu meö eitthvaö hlýtt undir sér, eöa á legubekk; geta líka setiö á stól. Mér heíir reynst best eldspýta, til aö snúa við efra augnalokinu (bls. 217). Liðhlaupin hafa orðið út undan, og þar eö bókin veröur aö nokkru ieyti hjálp í viðlögum, mundi kærkomin lýsing á algengustu liöhlaupum, svó sem í axlar- og olnbogalið og leiöbeiningar um meðferö. Tannagnístr- an (bls. 272) er talin aö orsakast m. a. af „kirtlaveiki í mænuholinu", og er ekki vel ljóst, við hvað er átt. Ekki má búast við, aö hjúkrunar- konan geti gert sér ljóst, hvað eðlisþyngd þvags sé, nema tekiö sé fram, að þunginn er miðaður viö þyngd vatns. Tíðateppa (bls. 282) getur líka orsakast af, að kvenmaöurinn breytir um dvalarstað. Mjög algengt, að sveitastúlkur, sem fara á skóla aö haust- inu til, veröi tíðalausar. Eg efast um, að læknum sé þetta vel kunnugt. íslensk stúlka, mjög skírlif, fór til Vesturheims fyrir nokkrum árum, og fékk engar tiöir þar. Húsmóöir hennar hugsaöi, að hún mundi vera van- fær og fékk lækni ti! aö gera á henni gynækologiska skoðun. Hann feldi svo þenna stutta en gagnorða dóm: „Nobody has been there!“

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.