Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.06.1924, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 93 Almenningur notar ef til vill ekki mikiö karbólvatn, en þó hefði mátt minnast sérstaklega á karból-gangræna í kaflanum um drep. Höf. er vafalaust miklu bjartsýnni um meSferS á sýklaberum (bls. 349) en collegar alment. FullorSnir taka og hlaupabólu (lrls. 357;) og getur veikin lagst þungt á þá. ViS Barlows-sýki reynist ávaxtasafi mjög vel, vegna C-vitamin; annars veit eg ekki, hvort þessi veiki hefir sést á börnum hér á landi af nútima-læknum. Höf. hefði gjarna mátt brýna enn betur fyrir lesandanum, gagnsemi lýsis, lifrar og hrogna, við fram- faraleysi, kirtlaveiki, rachitis etc. Kaflinn um sykursýki er ítarlegur, en þó er ekki getið um renal glycosuri. Vel er ritaö um tannlækningar, en æskilegt væri, að benda mönnum á, að láta árlega athuga tennur sín- ar, þótt engin tannpína geri vart viS sig. Þá eru holur grunnar, ódýrar viSgerSar og sársaukalausar. Gott væri fvrir hjúkrunarkonu að vita um eymslin á McB.-depli, við appendicitis. LimaburSur sjúkb meS paralysis agitans er mjög einkenni- legur, en þess ekki getiS. Höf. nefnir trjchophyti reforrn; þaö orS nota Sunnlendingar um eczema chron. og mun terminologi almennings vera nokkuS á reiki í þessu efni. Ekki er getið um röntgenlækning við eczemi eöa skeggpest; viö chron. eczem er röntgenlækning þó mikils virSi og jafn örugg við skeggpest sem geitur. Heldur ekki er minst á röntgen- lækn. við pruritus. Óljós er lýsingin á efnasamsetning nýrnasteina. Einstöku efnisvillur hafa slæSst inn í bókina, og hefi eg rekist á þess- ar: Þar sem getið er um, aS þurkað þang sé notaS í dýnur, mun vera átt viS marhálm. Of mikiö er gert úr árangri af ljóslækningum við berkla i liöamótum (bls. 380); því miöur eru þær enn ekki svo fullkomnar, að hætt sé við að miðhluta liði á börnum og unglingum, hvað sem síöar kann aö veröa, IJm heilabólgu er talið, aö berklarnir byrji „í eitlum neöan á heilanum“ (bls. 369) ; eg efast um, aö pathol.-anatómar viöurkenni þetta, Lágmark blóösvkurs (bls. 453) er taliö 0.08—1%, en mun vera 0,04. Lirfan úr bandormsegginu er venjulega talin að ryðja sér braut gegn um þarmaslímhúðina, en ekki magaslímhimnuna. í staö þess að rita, að nýrnasteina megi ..stundum" sjá með röntgengeislum ætti aS standa ,,oft- ast nær“. Bismúthleðju er ekki dælt upp í nýrnabikarana (bls. 494). Aöur var notaö collargol, en nú bromkalium eða lithiumsölt. Engin ástæða er til að fresta radium-geislun á valbrá til 8 ára aldurs (bls. 548), og getur beinlínis veriS óheppilegt, ef valbráin vex meö barninu. Máliö á bókinni er aö minu viti yfirleitt gott, og er þó ekki vandalaust að rita á íslensku um margt í læknisfræði. Þessar athugasemdir vilcli eg þó gera: „Smitandi, smitun“ etc. er ljótt, en því verður væntanlega ekki Ijreytt. , Fljótandi fæöu“ nefnir almenningur „vökvun“ eöa „spóna- mat“, og mjólk er ,,flóuð“ en ekki ,,soöin“. „Fatli“ er ritaö f. „fetill“, sem er ólíkt skemtilegra og rétt mál. Hvers vegna „deild“ f. skamtur? Glóðarauga er skinandi orð í málinu; öll manneskjan stendur lifandi fyrir hugskotssjónum vorum; mér sárnar að sjá ritað „blátt auga“ (bls. 221), en glóöaraugað ekki nefnt á nafn. „Liöendana“ (bls. 373) nefna menn kastiö eSa hlassiö á beinunum (epiphysis) og kannast sveitamenn viö það. Epididymitis nefnir höf. „lyppubólgu“. Rækilega er minst á sult og soöið vatn, og er mjög athugavert, að svo revndur læknir, sem höf., telur að stundum megi lækna • geðveiki meö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.