Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 16

Læknablaðið - 01.06.1924, Síða 16
94 LÆKNABLAÐIÐ sveltu og heitri vatnsdrykkju. Mjög ákveSiS krefst höf. þess, aö iiolds- veikir skuli tafarlaust látnir fara á spítala, og tekur þar ekki undan sjúkl. ineö slétta holdsveiki. Þetta er mál, sem læknastéttin veröur aö fara aö taka ákveöna afstööu til. Þaö er kunnugt, aö mörg rúm eru auð á holdsveikraspítalanum, en ýmsir sjúklingar leika lausum hala út um land, enda ekki lög til aö leggja þá inn, nema hnútóttir séu. Væri vel íariö, ef höf. vildi halda læknunum vakandi í þessu máli. Mörgum atriðum hjúkrunar og lækninga er ágætlega lýst, og hefir höf. heppnast vel framsetning á ýmsu sem annars má heita, að aldrei sé ritaö um á íslensku. Þeir kaflar, sem hafa tekist sérlega vel, er lýsing á sjúkrarúmum og hvernig búiö er um sjúklinga, ræsting herbergja, fyrir- komulagi spítala, köldum bööum, eitrunum og sjúkdómslýsingaim. Sem dæmi ljósrar frásagnar þetta: „Meö vörðum skal veg vísa. Sóttarmörk- in eru vörðurnar. Hverjum sjúkdómi fylgja einhver ákveöin einkenni, og má skifta þeim í tvo flokka: Þau, sem sjúklingurinn sjálfur veröur var viö og kvartar um (subjectiv symptom) og þau, sem finna má viö rann- sókn (objectiv svmptom).“ Mjög vel er lýst æðaæxlum, kóleru, patholog. anatomi berklanna og kviðsliti; kaflinn um gigt er og mjög skipulega saminn. Bókin er full af gagnlegum bendingum um margvísleg þrifnaöar- og heilsufars-atriöi og víða eru kjarnyrði, sem hljóta aö festast i minni lesendanna. Kaflinn um brjóstmylkinga og pelabörn endar t. d. með þess- um orðum: „Kúamjólk er fyrst og fremst ætluö nýfæddum káifum, en ekki börnum“! Til skilningsauka og góörar tillireytingar eru innan um kaflar sögu- legs eölis: um sjúkrahús, hjúkrun og drepsóttir fyrr á dögum, og æfi- ágrip Florence Nightingale og Listers, meö myndum. Niöurskipun efnis viröist heppileg, en á stöku staö er farið óþarflega ítarlega út í sérstök atriöi (t. d. um sykurprocent i lilóöi), þar sem bókin er ætluð hjúkrunarkonum og leikmönnum. Annars má taka þaö skilmerki- lcga fram, aö allir læknar ættu aö eignast þessa bók og lesa hana, ekki eingöngu honoris causa viö höf., heldur lieinlínis til þess aö auka viö þekkingu sína og vakna til umhugsunar um ýmisleg atriöi í sjúkra- hjúkrun. £ fyrra heftinu eru 74 myndir. Ytri frágangur snyrtilegur. Prent- villur eru nokkrar i síöari hefti, en fáar í fyrri hluta. — Skrá er yfir 22 heimildarrit, sem höf. hefir hat’t til hliösjónar. Bókin er tileinkuð móður höf. Collegar kannast viö hinn glaöværa stil höf., og víða má finna „rúsínur og krvdd“ í hjúkrunarfræöinni, Óviöjafnanleg er sagan um fistula ani Loðvíks 14., sem skorin var meö „bistouri royale“. Til þess aö gefa hug- mynd um, hve stór struma geti orðið, er sagt, aö sjúkl. geti „slett þeim likt og malpoka yfir öxlina“ ! í kaflanum um fæces er haft eftir karli, sem kom strák fyrir á bæ, aö svo vel skuli gert viö drenginn í mat, aö hann skili daglega „digrum, þrískiftum hring, meö peökorni ofan á“! En aörir kaflar eru þrungnir alvöru og margra ára reynslu hins sí- starfandi læknis, og brugðið skýru ljósi yfir mörg atriöi. Um sendimenn er sagt, að þeir fari oft í flaustri að heiman. „Þeir koma til læknisins á lafmóöum hestum, sem ekki er lengur reitt, hafa hvorki sjúkdómslýs- ingu né vita neitt um sjúkl., en vilja aö eins hafa lækninn á staö meö sér í einu vetfangi." Hvergi er kvartaö, en nokkurrar beiskju kennir út af

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.