Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 6
100
LÆKNABLAÐIÐ
uöu kolli viö og viö eöa glöddu hann með velvildarljrosi, þegar þeim fanst
hann hafa fundiö eitthvert nýtt púöur, sem stofnuninni mætti vera til
sóma. En þetta gladdi auösýnilega fyrirlesarann, svo hann fór geystara
í lestrinum, „þar eö hann þóttist hafa styrk mikinn", og mér datt í hug
úr Faust „Dein Anblick giebt den Engeln Stárke".
Eldri bróöirinn, William, er farinn aö reskjast töluvert, og er oröinn
vel grár á hár, en hinn er enn dökkhæröur og unglegri. Báöir eru fríöir
sýnum og fer vel skeggleysið, eins og andlitsfríöum leikurum. Þeir bera
það báðir nieð sér, aö: ]>eir hafa verið kvennagull á yngri árum, og eru
revndar enn. William er gáfulegri, enda hefir kveðið meira að visinda-
starfsemi hans, vngri bróðirinn, Charles, er hins vegar þýöari á svipinn,
glaðlegri. Kemur þetta heim við þaö, sem sagt er í Rocheþter, aö William
sé h e i 1 i stofnunarinnar, en Charles h j a r t a. Þegar þeir sátu nú þarna
báðir inst í hringnum, annar með hönd undir kinn, en hinn meö spöntar
greipar, athugulir, hlustandi, báðir með litillega bogin nef og rauðleitir
í andliti, þá mintu þeir mig á tvo geðuga, greindarlega og heiðarlega
Indíánahöföingja, þann gráa Örn og þann brúna B j ö r n, sitjandi
fremst í hópnum, framan viö báliö í skóginum, á ráðsamkomu eftir erfiði
og þunga dagsins.
Það var oftar en í ])etta skifti, að eg tók eftir því, aö níargir skárstu
menn Bandarikjantia eru að svipnum til aö skapast í líkingu við hina
vasklegu og drenglyndu foringja Rauðskinnanna, sem áður réðu löndum
]>ar vestra. Og sennilega tekst landi og lofti smátt og smátt, með guðs
hjálp, að umskapa þjóðina nýju og gera hana að endurbættum Indíánum.
Jónas kollega Kristjánsson liafði beðiö mig aö skila kveöju sinni til
Charles Mayo. Þegar fvrirlestrinum var lokiö, gekk eg því til annars
bræðranna, en eg vissi þá ekki, hvor þeirra ])aö var. Eg sagði honum
nafn mitt, og erindi mitt til Rochester og svo það, að eg ætti að skila
kveöju til hans frá Jónasi lækni Kristjánssyni á íslandi, „eða eruð þér
ekki Charles Mayo?“ sagði eg. „Nei, eg er Willie.“ sagði hann, en það
gerir ekkert til, eg man lika eftir doktor Kristjánssyni.“ Þótti mér þetta
smáskrítið, en eftir á heyrði eg ]>á ætíð kallaða Willie og Charlie, og
]>aö sýnast þeir kunna vel viö.
II.
F.g kom um hádegisbil til Rochester, eftir aö hafa setið. 3—4 tíma i
járnbrautarlest frá Minneapolis. A járnbrautarstööinni sat stúlka úti i
horni, þar sem letrað var yfir borðinu: „Travellers aid“. Þess konar
stúlkur eru á öllum járnbrautarstöðvum í Vesturheimi, ]>ar til skikkaðar
af kristilegu félagi aö leiöbeina ferðamönnum. Eg spurði stúlkuna, hvar
hún vildi ráða mér til að gista, og sagöi hún mér óðara, að fara til Zumbro-
hotel, þegar hún lieyrði, að eg var læknir. Svo eg fór þangað. En eg
sannfæröist fljótt um, aö sú kristna kona hefði getað verið mér ráð-
hollari, því að Zumbro-hotel er dýrt, en að vísu gott. Og daginn eftir
ílutti eg til Damon-hotel. Þar kostaði herbergið ekki nema 2 dollara á
dag, og mér leið þar öldungis eins vel. Það er enginn hörgull á hótelum
i Rochester. En þessi tvö hótel, sem eg nefndi, hafa þann kostinn fram
vfir hin, að innangengt er úr þcim eftir ljómandi, hvítveggjuöum, raflýst-
um neðanjarðargöngum til klinikurinnar og spítalanna í grendinni, og