Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 18
112
LÆKNABLAÐIÐ
Fr éttir.
Embætti. Bjarni Guðmundsson hefir veriö settur læknir í Flateyrar-
liéraöi frá I. júlí, og Jóhann Kristjánsson i Höföahverfishéraöi.
Á Hvammstanga fer Haraldur Jónisson í þessum mánuöi, en Jónas
Sveinsson, sem þar hefir veriö síöan í fyrra, siglir til útlanda.
Árni Pétursson fer utan 2. ]). m.
Tvær greinar hefir Gunnl. Claessen skrifað nýlega í Acta radiologica
og heita þær: Drei Fálle röntgenologischer Nische bei Magenkrebs, í
Vol. II., Fasc. 6 og Radiologis.che Behandlung gevisser Formen chirurg-
ischer Tuberculose i Vol. 111. Fasc. 1.
Mislingarnir hafa lítiö breiðst út hér í Reykjavík. Allir sjúkir og
grunaöir veriö fluttir í Sóttvarnarhúsiö. Fyrir nokkrum dögum var hald-
ið, aö nú væri hættan um garð gengin, en daginn eftir fanst nýr sjúk-
lmgur, stálpaöur drengur, svo enn er óvissa um, hvort takast muni að
hindra útbreiðslu mislinganna.
Mænusótt (poliomyelitis ant. acuta), sem getiö var í seinasta blaði aö
væri í Reykjavík, hefir nú stungiö sér niður á Patreksfiröi, Svarfaöardal,
Akureyri Höfðahverfi og Siglufiröi, og hafa nokkrir sjúklingar dáiö
úr veikinni.
Embættisprófi í læknisfræði luku 4 kandidatar viö Háskólann í júní-
mánuði: Á r n i P é t u r s s o n II. einkunn betri, 134 stig; B j a r n i
Guðmundsson II. einkunn betri, 143 stig; Haraldur J’óns-
son I. einkunn 167stig, og Jóhann Kristjánsson I. eink-
unn, 173 istig. Verkefnin í skriflega prófinu voru: í handlæknis-
fræði: Tumores ossium maligni, einkenni, aögreining og meöferö. í lyf-
læknisfræði: Lekandi (gonorrhoea). einkenni og fylgikvillar, varnir og
meöferö. í réttarlæknisfræði: Hvers er helst að gæta, þá er rannsaka
skal lík meö istungusárum ?
Læknar á ferð. Héraöslæknarnir Halldór Gunnlaugsson og
Óskar Einarsson hafa nýlega veriö hér í bænum, og fyrir skömmu
kom hingað Kristján Björnsson, háls-, nef- og eyrna-læknir, í
Danmörku, áleiöis til ísafjaröar í kvnnisför til föður síns.
Gunnlaugur Einarsson, háls-, nef- og eyrna-læknir, er nýkominn heim
úr langri utanferö um Noröurlönd, Þýskaland og Austurríki, en lengst
dvaldi hann í Wien og starfaði þar á spítala.
Matthías Einarsson varö fyrir þvi slysi, aö fá fractura calcanei og ligg-
ur nú rúmfastur, en á góðum batavegi.
BorgaS Lœknabl.: Stjórnarráðið '24, Alþingi '24, Ingólfur Gíslason '24, Sæm. Bjarn-
Iijeðinsson '24, Þorgr. Þórðarson '24, R. K. Rasmussen (Færeyjum) '15—'24, G.
Björnson '24, Guðm. Hannesson '24, G. Claessen '24, Ólafur Jónsson '24, Halldór
Hansen '24, Sig. Magnússon, Rvík '24, Jón Kristjánsson '24, Magnús Pétursson '24,
M. JÚI. Magnús '24, Stefán Thorarensen '24, Scheving Thorsteinsson '24, Matth.
Einarsson '24, Hclgi Skúlason '24, Ólafur Þorsteinsson '24, Hallgr. Benediktsson
'24, Einar Ástráðsson, stud. med. '24, Guðm. Thoroddsen '24, óskar Einarsson ’2.!
—'24, Sigurjón Jónsson '24, Bjarni Guðmundsson '24, Helgi Ingvarsson '23.
FJELAGSPRENTSMIÐJAN