Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 103 Á glertöflu á veggnum þar á ganginum var skráö meö logaletri skæru livaöa skurður færi fram í hverri skurðarstofu fyrir sig. Og við og við breyttist letrið eða hvarf jafnsnemma og nýr skurður byrjaði eða tiltek- inn skurður hætti i ákveðinni stofu. Þetta, ásamt skránni, sein maður hafði i höndunum. var skilmerkilegasta leiðbeining. Eg var ekki í þetta skifti í neinum vafa um valið, þvi eg ætlaði mér að sjá William Mayo óperera þennan dag. En seinna var eg stundum í vanda með að velja, ])ví svo margt má sjá í einu. Eina bótin, að maður gat ætíð farið úr einni skurðarstofunni í aðra; skurðirnir byrjuðu ekki á sama tíma, og stund- um fékk maður sig leiðan á að sjá eina aðgerðina, þegar hún var komin i fullan gang. Eg varö óðara málkunnugur ýmsum aðkomu-læknunum, og revndust þeir vera sitt úr hverri áttinni, viðsvegar úr Ve,sturheimi og Norðurálfu; Kinverjar voru þar einnig og Japanar og lítill læknis- lrnokki frá Síam, eitthvað svo veimiltitulegur, aö eg hietfði ekki treyst honuni til að draga úr mér jaxl, hvað þá heldur til „að leysa kind frá konu“ með töng, nema með góöri pituitrin-áherslu. Við settum okkur nú eins framarlega á bekki og pláss leyfði. Willi var að gera Polyas-skurð á konu með garnasár. Hann hafði 2 aðstoðarmenn, nunnu sem svæfði, aðra sem rétti honum verkfærin og í þriðja lagi var ung og lagleg hjúkrunarkona, sem starfaöi ekki annað en aö tina upp blóðuga klúta af gólfinu með töng, en þess á milli brosa framan i aðstoð- arlæknana við og við. Sá eg á henni, að hún hafði gaman af að vera „in the operating room“. Alt þetta fólk starfaöi þarna niðri i pyttinum (the pit) neðan við okkur. Eg hafði hugsað mér, að William Mayo væri óvenjulega fimur og fljótur skurðlæknir, en svo er eigi. Mér fanst hann vera svona eins og fólk er flest, og þótti í rauninni vænt um að sjá, að eg sjálfur hefði treyst mér til að vera eins fljótur, :— og tel eg mig þó ekki með gæðingunum. En Matthías og Halldór Hansen hefðu hæglega orðið töluvert fljótari. Hann fór gætilega og vandlega að öllu og skildi ekki við sjúklinginn fyr en ekki var annað eftir en að sauma saman sárið. Það lét hann annan aðstoðarlækninn um. Hann og þeir læknarnir höfðu léreftsgrimu a ð eins fyrir munninum. Það er talið nægja í Rochester, og hefi eg tekið það upp eftir þeim eftir að eg kom heim, og þótt framför að, að þurfa ekki lengur að byrgja nefið líka. Hanska höfðu allir, og út- búnaður yfirleitt eins og annarsstaðar tíðkast. Aíeðan á skurðinum stóð talaði William sitthvað viðvíkjandi skurð- inum, en það var erfitt að heyra, vegna bergmáls i höllinni. Þennan dag gerði William að eins 3 skurði, alla í kviðarholi. Þegar hann hafði lokið fyrsta skurðinum, fór hann óðara inn í skurðarstofuna næstu, sem innangengt var til og gat hann þar byrjað á næsta skurði, því alt var tilbúið. Þessar tvær skurðarstofur (sem reyndar eru öldungis eins útlits eins og hinar þar á ganginum) hafa Mayo-bræður sjálfir til umráða, og skiftast þar á að vinna sinn daginn hvor, svo þeir hvíla sig annan hvorn dag, hvor í sínu lagi. Daginn eftir sá eg Charles Mayo óperera á þessum sama stað. Það voru einnig kviðarholsskurðir, sem hann gerði og hann var heldur ekkert sérlega fljótur, heldur gaf sér góðan thra. Það getur verið, að áður fvr hafi þeir flýtt sér meira, en þó efasí eg um,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.