Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 7
i.-2. blað. 12. árg. Reykjavík, i. febrúar. Handlæknisaðgerðir við Akureyrarspítala 1907—1924. Eftir Steingr. Matthíasson, héraðslækni.* Sullskurðir. Frá því eg tók við Akureyrarhéraði í byrjun júlí 1907 og til júlíbyrj- unar 1924 hafa á sjúkrahúsinu verið gerðir 44** sullskurðir á 41 sjúk- lingum. Fer hér á eftir yfirlit yfir þessar a'Sgerðir i svipuðu formi og hjá þeim Guðmundi heitnum Magnússyni prófessor og Matthíasi lækni Einarssyni. (Sjá ritgerðir próf. Guðm.: 214 Eehinokokken-operationen í Langenbechs Archiv fúr Klin. Chirurgie, Bd. 100, H. 2, og 50 sullaveik- issjúklingar Lbl. 1919, 4.—5. blað; ennfremur ritgerð Matthíasar: Sull- aðgerðir 1905—1923, Lbl. 1923 ág.—október). Af nefndum 41 sjúklingum dóu 11. Um afdrif hinna hefi eg fyrir skemstu leitað mér upplýsinga og hefi eg tilfært það í athugasemdadálk- inum í skránni. í 39 skifti voru sullirnir i lifrinni eða áfastir henni; í eitt sinn í meso- colon transversum; eitt sinn í lirjóstholi (óvíst hvort vaxið hefði í lunga eða pleura) ; tvisvar í grindarholi; eitt sinn í lunga. 13 sinnum lágu sull- irnir aftan í lifrinni, undir þind (Ech. suliphrenic.). Mjög er misjafnt hve margir sullsjúklingar hafa komið á ári hverju til skurðar. Aldrei hefir ár liðið svo, aö ekki hafi einhver komið. Minst 1, árið 1918. Flestir 6, árið 1919. Af sjúklingunum voru, eins og vænta mátti eftir annara reynslu, k o n- u r í töluverðum meiri hluta, þ. e. 24 konur á móti 17 karlmönnum. Eftir aldri skiftust sjúklingarnir þannig: I—10 ára ....... I 10—20 — ....... 1 20—40 — ...... 19 40—66 — ...... 20 4i * Erindi flutt á læknafundi 1924, á Akureyri, en hér talsvert aukið. ** Friðjón Jensson læknir gerði, einn skurðinn, meðan eg var erlendis (á sjúkt. nr. 21 b.), en Stgr. Einarsson læknir annan (á sjúkl. nr. 40).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.