Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 26
20 LÆKNABLAÐIÐ í portæÍSagreinar og skolist meö blóöinu til lifrarvefsins. Aftur hefir geng- iö öröugra að gera sér grein fyrir uppruna sullanna annarstaöar í lík- amanum, eins og t. d. í vöövum, heila og beinum o. s. frv. Til þess, aö komast á þessa staði, verður lirfan annaðhvort aö skolast áfram meö blóðinu frá lifrinni til hægri hjartahólfa, þaðan til lungnanna og gegn- um háræöanet lungnanna; síðan til vinstri hjartahólfa, og meö útæð- unum til áðurnefndra staöa, eöa þá þær grafa sig áleiðis inn i aorta eöa aörar stórar útæöar, til þess síðan að berast á rétta staöinn. Hvaö fyrri skýringuna snertir, þá eru þeir meinbugir á, að vídd lungnaháræð- anna er ekki nógu mikil til þess aö lirfan geti flotiö þar í gegn. Samkv. rannsóknum Leuckarts er þverskuröur lungnaháræðanna frá 0,0056-0,0113 mm. Sull-lirfurnar eru hinsvegar að þvermáli langt um stærri, þ. e. 0,022 —0,028 mm., og skyldi margur halda aö meö því væri loku fyrir skotið, að þær gætu runnið gegnum svo mjó göng. Hugsanlegt finst mér þó, að lirfurnar séu gæddar þeirri teygju og hreyfanleik, að þær gætu engst svo sundur, að þeim sé hægöarleikur að smjúga í gegn. En svo virðist, sem hvorki Lepckart né öörum, er rannsakað hafa þessi dýr, hafi hug- kvæmst sú tilgáta. Þeim þykir sennilegra, að lirfan geti öldungis eins vel bitið sig gegnum allan innýflavegginn eins og inn í portæðarnar, og þá ef til vill farið víðsvegar, t. d. um c a v u m p'eritonei, og það- an aftur inn í slagæðar þær, sem næstar eru fyrir hendi, eða jafnvel alla leið upp í brjósthol, gegnum þindina og inn i slagæðarnar þar. Vel rná vera, að þetta komi líka fyrir, því mörg önnur sníkjudýr þekkjum vér vera ötul og ótrauð aö grafa sig gegnum hina „blautu mannabúka", eins cg fornmenn mundu hafa konrist að orði. Svo er t. d. urn t r í k i n u r, Guineaorminn, f í 1 a r i a o. fl. Dr. Sambon fullyrðir í ritgerð, er eg nýlega las eítir hann, að f i 1 a r i a-lirfurnar ungist út úr egginu strax á yfirborði hörundsins, og geti síðan smogið í gegnum þaö inn í æðarnar og borist viðsvegar urn líkamann. Eftir þessu verður það einnig ljóst og skiijanlegra, hvernig fóstur getur oröið sullaveikt í móðurlifinu. Eftir fyrri kenningunni um alla krókaleiöina eftir portæðum, lifrarháræðum og svo aftur lungnaháræð- um, væri harla erfitt að skilja uppruna slíkrar fóstur-sullaveiki. Eins og surnir kunna að muna, skýrði eg frá því í fyrra í Læknablað- inu, aö dr. Brandur Brandsson í Winnipeg hefði eitt sinn haft til með- ferðar sullaveikt ungbarn, senr vart gat hugsast að hafa tekið sullaveik- ina öðruvísi en í fósturlifi. Mér vitanlega hefir enginn annar íslenskur læknir gert þá athugun, enda tækifæri til þess afarsjaldgæft. I Eulenburgs R e a 1 - E n c y c 1 o p á d i a sé eg þess getið, í grein um echinococcus, að bæði Cruveilhier og Haminer segi frá því, að sullir hafi komið fyrir í nýfæddum börnum og fóstrum. Svo að dæmi Brandsons, um aö lirfa geti étið sig gegnum æðar fylgjunnar til fóstursins, er ekki einstætt. ógróin sár. Alþekt er, að „fistill“ getur haldist opinn langan tíma eftir sullskurð, og geta þeir valdið bæði sjúklingi og lækni mikillar áhyggju. Aðalástæð- an er hol með bólgu, sem ekki vill hreinsast og gróa, eri nokkuð kann aö valda, að sáropið klæðist húðþekju inn eftir. 5 sjúklinga hefi eg

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.