Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 23 Ásgeir Blöndal fyrrum héraðslæknir var fæddur aö Lambastöðum á Seltjarnarnesi 10. fe1>r. 1858, en andaðist 2. jan. 1926. Var hann þvi tæpra 68 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru Lárus sýslumaöur Blöndal og Kristín Ásgeirsdóttir frá Lambastööum. Var Lárus faðir hans lengstum sýslumaður i Húnavatnssýslu og bjó að Kornsá í Vatnsdal, en litlu fyrir andlát sitt fékk hann veitingu fyrir amt- mannsem1)ættinu fyrir norðan, en komst þangað aldrei. Ásgeir sál. byrjaði nám ungur að aldri og tók burtfararpróf úr latínu- skólanum vorið 1878. Gekk hann þá á læknaskólann og varð kandidat í iæknisfræði árið 1882, með 1. einkunn, eftir 4 ára nám eins og þá var titt. Samsumars sigldi hann til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms, var á fæðingarstofnuninni undir handleiðsu Stadfeldts og gekk um veturinn á ýmsa spítala þar i borginni, mest hjá With og Saxtorph og lilustaði á fyrirlestra þeirra. Þegar heim kom sótti hann um héraðslæknisembættið í Vestur-Skafta- íellssýslu og fékk veitingu fyrir því embætti 1. mai 1883. Þar var hann í 4 ár, en varð héraðslæknir í Þingeyjarsýslu frá 1. sept. 1887 og bjó í Húsa- vík. — Fyrir Eyrarbakkahéraði fékk hann veitingu 1. júlí 1896 og dvald- ist þar þangað til hann varð að segja þvi héraði lausu 26. mars 1914 vegna heilsubrests. Stundaði þó lækningar á Eyrarbakka þann stutta tíma, sem hann var þar eftir að hann sagði embættinu lausu, en fluttist svo til Húsavíkur og bjó ])ar þangað til hann andaðist. Á Húsavík fékst hann ekkert við lækningar. Meðan Ásgeir var héraðslæknir í Þingeyjarsýslu fékk hann styrk af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.