Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1926, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.08.1926, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ I2Í 2) Ályktunin, aö engin meöul séu til gagns við berklasýki, sem nú gengur staflaust um heim allan, hefir aldrei haft vísindalegan flugufót á aÖ standa. Hún er skilgetin dóttir lærdómshrokans og vanþekkingarinn- ar, sem bæöi jafnt sleikja skriffinskuflautirnar, en brjóta ekkert til mergj- ar. Það er alveg sama hve mörg meðul hafa reynst ónýt; þegar loks lyf finst, sem aö gagni reynist, þá er öll undanfarin reynsla ónýt, alt sem áður er ritað úrelt. Litlúm efa finst mér þaö bundið, aö hægt sé aö út- rýma lungnatæringu á íslandi, á tiltölulega fáum árum, svo aö hún veröi aftur það sem hún var fyrir 40—50 árum síðan, þegar eg var aö alast þar upp. Þaö sem hendingin ein framkvæmdi á þeim dögum, án nokkurrar viöleitni nokkurs manns, ætti lærÖum læknum ekki aö vera ofvaxiö, meö þeim gögnum, sem nú eru fvrir hendi. Winnipeg, í júlí 1926. Ferð til handlæknamótsins í Róm. Eftir Steingrím Matthíasson. ----- Frh. Frá Firenze til Róm. Viö vorum nú búnir aö kynnast kírúrgíunni á Noröur-ítalíu og lestin Irrunaði meö okkur til „borgarinnar eilífu“. „Þar held eg nú verði skoriö!“ hugsaöi eg. Veðrið var hálfhryssingslegt. Aöeins í Feneyjum nutum viö þess i allri sinni ítölsku vordýrö, og svo seinna á Capri, í Sorrent og Neapel. Ann- ars vindasamt meö úrkonm á milli. Viö söknuðum stundúm vetrarkápanna heima. En kvenfólkið haföi veriö svo forsjált, aö taka sína feldi meö sér, en var þó máske kalt á sírnún silkisokkuöu leggjum og kálfum (hverju þær þó ætíð neita, þó aö spurt sé i frosti). Yfir öldótt, hrjóstrugt land nálguöumst við Rómaborg. Skrælnaö land af liita og þurki, afar beinabert. Þannig er Mið-ítalia á stórum svæöum. Þess vegna uröu Rómverjar aö leggja undir sig' meira og meira land í allar áttir, og bæta samgöngur norður og suöur. Appenínafjöllin eru há um jætta bil. Eitt fjallið gnæföi hæst. „Þetta er S o r a c t e,“ sagöi kunnugur, sem var með okkur, og mér, eins og fleirum, datt i hug vísu- ])arturinn Hozatiusar: „Vides ut alta stet nive candidum Soracte, —“ o. s. frv., en framhaldið kunni enginn; og voru þó allir montnir af sinni latínu- kunnáttu. Eg var aö smákynnast kollegum hvaðanæfa, og spjölluðum viö um marga hluti. Dr. M e y e r frá Bruxelles og sonur hans voru ætíð okk- ar ótrauðu leiösögumenn og gátu gefið allar æskilegar upplýsingar. Og jjennan dag tilkynti Meyer mér, aö j>ar sem eg væri einasti íslenski meö- limur félagsins, væri eg sjálfkjörinn í Comité i n t e r n a t j o 'nj a 1, þ. e. stjórnarráð félagsins; skyldi eg sem slíkur mæta þegar um kveldið i Policlinica Umberto, til aö undirbúa congressinn og ráða úrslitum ýmsra vandamála. Þótti mér þetta óvænt happ, og gafst mér fyrir þaö váld til að ráöa upptöku Matthíasar Einarssonar í félagið. En hann

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.