Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.1927, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ i/ heillirig'fiisstjórnin leggja til vi'S nokkra spitala hér, senr sérstaklega er annrikt á, aö stöfnuð verSi nokkur aukakandidatspláss, samskonar og þau sém fyrir eru, sem ætluS veröi Islendingum, meö þeim kjörum, sem eg hefi nefnt hér aö framan. „Félag ungra lækna" mun ekki setja sig upp á móti þessu. A þessum grundvelli mun máliö ná fram aö ganga. Þaö yrði stórkost- legur vinningur fyrir íslenska lækna. Kaupmannahöfn 27. des. 1926. Skúli V. Guðjóusson. Enn um kandídata. Vel er farið, aö umræðum er hreyft um kandi- datastööurnar; þó væri æskilegtj, aö yngstu læknarnir, kandída'tarnir sjálfir, létu eitthvaö til sín heyra um þessi mál, er varöa þá svo miklu. Ríkiö reisir nú hvern spítalann á fætur öðrunn, og veröa óhjákvæmilega stofnaöar stööur fyrir aöstoðarlækna á Landspítalanum, Kleppi og e. t. v. víöar. Ber því nauösyn til aö koma sér niður á fasta stefnu utn meö hvaða hætti og skilyröum stööurnar veröi veittar. \ iö yfirlæknir Sig. Magnússon erum ósammála. Hann telur ótímabært aö takmarka starfsárafjölda aðstoðarlæknisins (á Vifilsstööum), en eg tel réttara aö hinda veitinguna viö ákveðinn tíma. Það væri einkennileg stefna, aö veita aðstoðarlæknisstööur viö hérlenda spítala æfilangt, en gera jafnframt tilraunir til aö fá komiö á kandídatastöðu'm í Danmörku, með takmörk- uðum veitingatíma. Vel get eg fallist á, aö 1 ár sé of stuttur tími, en heppilegra að veita til 2—3 ára. En ekki er sýnilegt að önnur ákvæöi þurfi aö gilda í þessu efni um heilsuhæli en aðra spitala. Auövitaö er þaö mjög auövelt fyrirkomulagsatriði, aö hafa kandídataskifti á þeim árstima, senr Ijest hentar, vegna sumarleyfis yfirlæknanna. Sig. Magnús- son viröist gera ráö fyrir, aö þeir einir kandidatar vilji starfa á heilsu- ’nælum, sem ætli aö gera berklaveiki aö sérgrein sinni. Þetta er ekki lík- legt. Berklaveikin er þjóöarsjúkdómur, og væntanlega skilja kandídatar, að ])aö myndi veröa þeimi ómetanlegur ávinningur síöar, viö almennar lækningar, aö hafa hlotið svo mikla þekking á berklaveikinni, sem fæst á heilsuhælum. Aðstoðarlæknisstarf á hælinu væri ágætur skóli fyrir livern héraðslækni. Mér viröist ungir kandidatar einnritt sækjast eítir spítalastöðum, og því óþarft aö bera kvíðboga fyrir því, að standa mundi á umsækjendum. S i g. M a g n. telur nægilegt starf handa þrem lækn- um á hælinu. Væntanlega er þá ætlast til aö einn þeirra fáist aöallega við vísindalegar rannsóknir á berklaveiki. S k ú 1 a G u ö j ó n s s y n i þykir langur „incubationstínri" til franr- kvænrda á tillögum sínunr í kandídatanrálinu, og virðist hafa búist við IreilbrigÖisstjórninni öllu sirrettharöari en raun er á orðin. Þeir, sem kumrngir eru, veröa ekki hlessa á því, þótt meðgöngutinri lræði þessa máls og ýnrsra annara treinist býsna mikiö. Grein Sk. G. ber nreö sér, aö félag ungra danskra lækna hefir skort skilning og drenglund til þess aö greiða t'yrir mál.i íslenskra stéttarlrræðra, og verður aö viröa ])að til vorkunnar. Lítilþægur er greinarhöf., er hann ætlast til, að Danir einir ákveði hvar ish kandídötunr sé heinrill aögangur. Læknafél. Rvikur fór aö hafa afskifti aí ]>essu máli út úr neyð. Auð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.